Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 65
færsla er 15. september. Stjóri
kyngdi. - Áriö 1778, kl. 04 aö
morgni. Þaö var ekki laust við
að vantrúr gætti í röddinni
þegar hann hélt áfram. Þetta
er á einhverju framandi tungu-
máli. Það eina sem ég skil er
„Góðrarvonarhöfði" og „mal-
aría“, svo endar þetta i ein-
hverju óskiljanlegu kroti.
Stjóri hallaði sér aftur í koj-
unni og ætlaði að glugga betur
í bókina. Skyndilega heyrðist
lágt brak undan sænginni.
Stjóri stirðnaði upp og leit til
hliðar. Hauskúpa valt rólega út
af koddanum og endaði út við
vegg þar sem kjálkinn losnaði
frá með léttum smelli. Stjóri
spratt á fætur með skelfing-
argrettu á fölu andlitinu. Matti
var orðinn náhvítur.
- Stjóri! Við skulum koma
okkur héðan burt, hvíslaði
hann svo lágt að varla heyrð-
ist. Þeir fetuðu sig út á þilfarið
og hröðuðu sér niður stigann
niður á aðalþilfar. Stjóri ætlaði
að fara að draga inn kaðalinn
sem hann hafði hnýtt skömmu
áður.
Hvur þremillinn! Stjóri hélt á
endanum og lét nokkur vel val-
in orð fjúka út í þokuna.
Matta krossbrá.
- Það hefur einhver skorið
á kaðalinn, hvislaði Stjóri hás-
um rómi og fitlaði óstyrkur við
kaðalendann milli fingra sér.
Þokulúður glumdi í fjarska.
Þegar bregða tók birtu
blandaðist rökkrið þokunni og
yfir þilfarinu mynduðust ýmiss
konar kynjamyndir þegar reið-
ar og talíur sveifluöust til eftir
letilegu vaggi skipsins. Stjóri
hélt enn á kaðalendanum og
rýndi svipbrigðalaus út í þok-
una.
- Hvað eigum við nú að
gera? spurði Matti skjálfradd-
aður.
Stjóri svaraði engu, henti frá
sér kaðalbútnum og skundaði
í átt að káetu skipstjórans.
Það fór hrollur um Matta og
hann flýtti sér á eftir Stjóra.
Hann vildi ekki verða einn eftir.
Inni í káetu skipstjórans fór
Stjóri aö blaða í leiðabókinni.
- Það hlýtur einhver að
vera um borð í skipinu, tautaði
Stjóri. Hann var vart búinn að
sleppa orðinu þegar hróp og
köll heyrðust að utan. Matti og
Stjóri stóðu hreyfingarlausir og
horfðu hvor á annan. Matti
þorði varla að anda. Stjóri fikr-
aði sig að dyrunum og lagði
við hlustir. Hann heyrði ískur í
talíum og menn á hlaupum.
Einhver öskraði skipanir og
annar svaraði.
Stjóri svipti upp dyrum káet-
unnar og snaraðist út á þilfar
en þar var engan að sjá. Hann
hentíst niður á aöalþilfar og
lýsti með vasaljósinu í allar
áttir. Ekkert var að sjá nema
einmanaleg möstur og óhrjá-
legar fallbyssur.
Þokulúðurinn glumdi aftur
utan úr sortanum.
Stjóri lét sig síga niður á
eina fallbyssuna. Var hann að
klikkast? Hafði hann ekki heyrt
í mönnum við vinnu? Hann var
hættur aö trúa nokkrum
sköpuðum hlut, en huldi andlit-
ið höndum sér og andvarpaði
djúpt.
Hann rankaði við sér við að
Matti hristi handlegg hans.
- Stjóri! Þaö er kominn tími
til að vakna. Það eru liðnir tveir
tímar og þín vakt er...
- Ha, hvað? Stjóri hristi
hausinn og glaðvaknaði. Hann
greip með þvalri hendinni fyrir
bringspalirnar á Matta. Svo
var eins og hann áttaði sig.
- Fyrirgefðu, sagði hann
afsakandi, mig var víst að
dreyma.
Það var orðið stjörnubjart
þegar Stjóri kom upp í brú.
Matti rétti honum rjúkandi
kaffibolla og saman horfðu þeir
til himins. Norðurljósin döns-
uðu trylltan dans og einstaka
gervitungl spásseraði frjáls-
lega um himingeiminn.
- Ég skal segja þér sögu,
Matti, hvíslaði Stjóri út í
myrkrið. Það var árið 1778
að...
12. TBL. 1990 VIKAN 65