Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 60

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 60
Hlutverk: Konungur á ungbarnasálarskeiðinu, , með glöggskyggni sem markmið, með varfærni sem aðferð, með viðhorf raunsæismannsins, með græðgi sem aðalhindrun, vinnur í gegnum hreyfanlega stöð og með líkamsgerð tengda tunglinu. Michael aö sínar kenningar séu nátengd- ar stjörnuspeki. VÖKUMIÐILL HÉR Á LANDI Fyrir nokkrum vikum var staddur hér á landi Bandaríkjamaöurinn José Stevens, sem er doktor í sálarfræði, ásamt eigin- konu sinni, Lenu. Þau hjónin eru meðal þeirra vökumiðla sem Michael hefur kom- ið í gegnum með upplýsingar sínar. Dokt- or Stevens hélt hér fyrirlestra um Michael- fræðin og ræddi meðal annars um fram- tíðina. Eftirfarandi grein er unnin upp úr minnispunktum sem undirrituð skráði hjá sér á námskeiðunum hjá José Stevens. HREYFANLEGA TÍMABILIÐ Michael skiptir næstu árum niöur í mis- munandi tímabil og í byrjun mars á þessu ári fórum við inn í svokallað „hreyfanlegt tímabil" og mun það standa til október eða nóvember ’90. Þetta tímabil mun ein- kennast af hraða og miklum hugsjónum en hraðanum fylgir einnig óþolinmæði og græðgi. Græðgin verður ekki einungis á efnislega sviðinu því undir hana má Ifka fella gífurlega löngun og getu til að öðlast alls kyns reynslu, einnig óttann við að fá aldrei nóg. Síðustu tvö árin á undan gengum við í gegnum svokallað eðlislægt tímabil eöa endann á 25 ára tímabili og erum því að hefja nýja hringrás. Einstaklingnum finnst hann því núna vera orkumeiri og duglegri, tilbúnari í slaginn. Á viðskiptasviöinu kemur þetta fram í uppsveiflu og aukinni framleiðni. Sá hugsunarháttur aö öllum þurfi að ganga vel, ekki bara „mér“, mun aukast. Persónuleg velgengni á eftir að verða áberandi, en einnig velgengni stærri hópa og þá jafnvel heilla þjóða eða stórra þjóðabrota. Áhrifa frá þessu tímabili gætir oft áður en það hefst og einnig aðeins eftir að því er lokið. Dæmi um óþolinmæðina, sem er áberandi fylgifiskur þessa tímabils, má sjá víðs vegar ( heiminum núna. Byltingin í Rúmeníu er áþreifanlegasta dæmið. Auðvitað höfðu þeir ekki þolinmæði til að bíða fram í mars 1990 eftir aö hreyfan- lega tímabilið hæfist en ruddust í bylting- una alls óundirbúnir varðandi hvað við ætti að taka. Reyndar tengdist byltingin stöðu stjarnanna þar sem Satúrnus, Neptúnus og Úranus voru í samstöðu í steingeit. Hugsjónir tengdar byltingunni voru miklar en flestir þeir sem tóku við stjórn eftir hana eru fastir inni í gamla kerfinu því þeir þekkja ekki annað og breyting- arnar því erfiðar í framkvæmd. Því á hug- sjón þeirra um betri framtíð erfitt uppdrátt- ar, einfaldlega af því að hún er ennþá ein- ungis hugsjón. Einnig má benda á sjálf- stæðisyfirlýsingu Litháa. Þeir vilja brjóta af sér gamla kerfið og okið (Satúrnus), með ákveðinni tegund af byitingu og sjálf- stæðisyfirlýsingu (Úranus), á sama tíma og þeir eru uppfullir af hugsjónum um hvernig framtíðarþjóðfélag þeirra eigi að verða (Neþtúnus). Samkvæmt kenningum Michaels hættir okkur til að gera of mikið af öllu á hreyfan- lega tímabilinu. Við ætlum okkur að „víkka veggi“ okkar of hratt, framkvæma of mikið í einu og vera í öllu á sama tíma. Því er nauðsynlegt að reyna að forðast óþolinmæði og græðgi og reyna að taka eitt skref í einu, til að vinna á móti ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Hreyfanlegi tím- inn er kjörinn tími til hvers kyns ferðalaga. Einnig er þetta góður tími til að skipta um eða kaupa „hreyfanlega" hluti eins og bíla, báta eða önnur farartæki. Það er ekki bara uppsveifla sem má búast við á þessum hröðu tímum fram- undan. Á næstu 6-12 mánuðum (frá mars ’90) má búast við alþjóðlegu efna- hagslegu hruni. Áhrif þessa hruns munu ná til allra landa heims. í raun er þarna um að ræða fall hins „ismans” í heimin- um. Kommúnisminn er fallinn því hans tími var útrunninn og kapítalisminn er næstur. Það hlálega er ef til vill að þeir sem boða stefnu hans sem harðast skilja ekki að hann er að falla. Því má reikna með að næsti múr sem falli á eftir Berlín- armúrnum verði Wall Street „múrinn". Hreyfanlega tímabilið fer misvel í hin ýmsu sálarskeið innan kenninga Micha- els. Sál á smábarnaskeiðinu (baby soul) er illa við þetta tímabil. Hún vill að hlutirnir haldi áfram að vera eins og þeir hafa „alltaf” verið. Smábarnasálirnar verða því óttaslegnar og geta orðið svolítið hættu- legar. Þarna er átt við heil þjóðfélög, en þjóðfélög byggð upp af smábarnasálum eru helst í kringum miðbaug, til dæmis f Suður-Ameríku og Afríku. Á þessum svæðum er því hætta á minni háttar stríðsrekstri eða skærum þar sem smá- barnasálirnar eru að reyna að halda uppi sömu reglum og giltu eða hverfa jafnvel aftur til gamalla hefða. Það sama gildir um þjóðir þar sem ung- ar sálir eru allsráðandi, eins og til dæmis í Rúmeníu og Bandaríkjunum. í Rúmeníu reyna nýju stjórnvöldin enn að halda í gamlar reglur og hefðir en í Bandaríkjun- um hafa komið fram á sjónarsviðið aðilar, eins og þingmenn ákveðinna fylkja, með- al annars Idaho, sem vilja aftur herða lög um fóstureyðingar eftir að þær hafa verið frjálsar um nokkurn tíma. Þroskaðar sálir eru aftur á móti mjög ánægðar með hreyfanlega tímabilið því þeim finnst þetta góður tími til fram- kvæmda og til aö koma á nýjum og ef til vill dálítið byltingarkenndum hlutum. Sálir á gamla skeiðinu eru líka tiltölulega ánægðar með þetta tímabil því þeim finnst fylgja því mikill frískleiki. Á öllum hreyfanlegum tímabilum er venjulega mikið um alls konar vísindaleg- ar uppfinningar, þá einkum innan lækna- vísindanna. Aftur á móti er ekki víst að þær komist strax í framkvæmd vegna á- hrifa frá aðilum með íhaldshugsunarhátt. Því má gera ráð fyrir að uppgötvanir, sem gerðar verða á þessu ári í lyfjafræði, komi fyrst á markaðinn eftir þrjú til fjögur ár. Samkvæmt kenningum Michaels munum við í iok þessa árs búa yfir allri þeirri þekk- ingu sem við þurfum til að bjarga heimin- um - en munum við geta notfært okkur hana? Hlutverk: Sögumaður á þroskaða sálartímabllinu, með viðtekt sem markmið, með ásækni sem aðferð, með viðhorf tortryggni, vinnur í gegnum tilfinningalega stöð, helsta hindrun hroki og með likamsgerð tengda Merkúr. TILFINNINGALEGT TÍMABIL Frá okt.-nóv. 1990 til loka árs 1991 göngum við í gegnum tilfinningalegt tímabil. Samkvæmt kenningum Michaels urðu í nóvember 1989 (á sama tíma og hugleiðslan var í Gerðubergi á vegum Jákvæðs átaks) þær breytingar að heims- myndin breyttist úr ímynd ungrar sálar í þroskaða sál og því mun tímabil heimsins framundan litast af því hvernig þroskaðar sálir upplifa hann. Unga sálin er meira tengd einstaklingshyggjunni en þroskaða sálin gerir sér grein fyrir að í heiminum eru bæði „ég og þú“ og til að hlutirnir gangi upp þurfum VIÐ að tala og vinna saman. Tímabilið sem þroskaða sálin þarf, þar til hún telst verða gömul sál, er yfirleitt mjög tilfinningaríkt. En mikilli tilfinninga- semi fylgir oft ringulreið og því má reikna með að nánasta framtíð verði ekki auð- veld. Þær breytingar sem þurfa að gerast 60 VIKAN 12.TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.