Vikan


Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 17

Vikan - 14.06.1990, Blaðsíða 17
KRABBINN VALDIM Krabbinn Valdimar Flygenring er í miðju merk- inu, fæddur 5. júlí 1959. Þessi faeðingartími gefur honum Merkúr ( Ijóni, Venus og Mars í meyju. Merkúr sfjórnar huganum og Ijónið hjartanu svo viðkomandi ætti að vera flug- greindur en geta um leið veitt fólki hlutdeild í tilfinningum sínum. Þetta er fæddur leiðtogi sem getur reiðst þegar hann ekki fær vilja sín- um framgengt en er fljótur til að fyrirgefa. Þessi einstaklngur er líklega stoltur og jafnvel grobb- inn en hefur mjög líklega mikla persónutöfra. Hann gæti öðlast aðdáun annarra gegnum ræðumennsku, sem leikari eða rithöfundur og ef hann ekki kemur fram sjálfur gætu hæfileik- ar hans til að stjórna vinsælum skemmtunum fært honum mikla velgengni. Um Venus í meyju segir að viðkomandi eigi Kklega fleiri kunningja en vini vegna þess að hann heldur fólki frá sér; hann sé tillitssamur en aldrei ástfanginn af heilum huga. Hann er afar gagnrýninn á þá sem bjóða honum ást sína og á til að sálgreina þá svo rækilega að hann kemst ekki hjá því að finna á þeim galla. Þótt hann verði ástfanginn er hann enn mjög praktískur en sér þó oftast til þess að maki hans lifi þægilegu lífi. Fólk með þessa stöðu, sem ekki finnur sína einu ást, kýs stundum að þjóna mannkyninu í staðinn og til marks um það eru margir læknar og hjúkrunarkonur sem sinna sjúklingum sínum af kostgæfni. Þetta er einnig sögð góð staða fyrir rithöfunda og leikara sem geta gegnum hana túlkað tilfinn- ingar sem þeir skilja vitsmunalega en finna ekki til. Um Mars í meyju segir að viðkomandi hafi sterkan vilja en öðrum geti virst þeir harð- brjósta. Vegna þess að tilfinningarnar blandast aldrei í athafnir fólks með þessa stöðu er það líklega mjög góðir leikarar. Þetta fólk er stolt og metnaðargjarnt og auk þess sérlega hæft. Þó er líklegt að það sé ekki eins vinsælt og þeir sem leggja á sig minni hömlur. mislynds manns sem á sér þúsund leynda drauma og uppáhalds stúlkan hans hefur lagt blessun sína yfir ráðahaginn. ATHAFNIR OG SJÁLFSTJÁNING Frumkvæði krabbakonunnar knýr hana til at- hafna og sjálfstjáningar. Það er akkeri hennar við nútíðina þó hún kysi miklu frekar að lifa í fortíðinni. Vegna frumkvæðis síns þráir hún oft að víkka heim sinn út fyrir heimilið. Vegna þess að hún er vatn er hún oft treg til þess. Hún er hrifnæm, hugmyndarík, dulræn, huglæg, dramatísk og lætur eftir sjálfri sér. Hún á gott með að taka við og halda í sér hvers konar orku, dulrænum hughrifum jafnt sem fastri fæðu en á erfitt með að losna við hana. Hún safnartil mögru áranna og því hlað- ast upp í henni ónauðsynlegar tilfinningar og fita sem hún verður að berjast við alla ævi. MISLYND OG DRAMATÍSK Þótt hún sé mislynd og innhverf jaðrar tilfinn- ingalegt innsæi hennar við skyggnigáfu. Þótt hún sé dramatísk veigrar hún sér við sjálfs- þekkingu og að opna sig innilega. Hún er þó engin mubla. Hún tekur oft að sér ábyrgðar- mikil störf í samfélaginu og verður vinsæl. Hún getur orðið fyrirtaks ræðukona, söguþulur og grínisti. FASTHELDIN OG ÍHALDSSÖM Fastheldnin mótar hana á allan hátt. í pólitík er hún oft íhaldssöm og vill varðveita gildi og lífs- hætti fortíðarinnar. Hún er sparsöm og vill halda í peningana. Hún reynir að halda lengi í vinskap. Siðvenjur um jól og afmæli eru henni að skapi og í ástinni heldur hún líklega fast í maka sinn og umhverfi. óni Ótti dregur iðulega úr sjálfsöryggi hennar og getur hindrað þroska hennar með því að eyða alveg framtaksseminni. Hann á sök á víð- kunnri ofvernd hennar á börnum sínum og því hvað hún bælir annað fólk. Hún trúir því að góö máltíð og fallegt heimili geti kippt svo til öllu í liðinn. Henni líður illa þegar ósamkomulag og árekstrar verða eða vonbrigði og særindi. Hún óttast líka aðhlátur. Af því hvaö hún er mikið á varöbergi er erfitt fyrir aðra að vita hvað henni finnst. Krabbakonan er feimin en hefur ríka kynhvöt. Innsæi hennar er sterkt en hún er líka mjög skynhneigð. Þessa blöndu standast fáir karlmenn. Þótt hún klífi þjóöfélagsstigann er skynjun hennar alltaf djúp og kynferðisleg nátt- úra hennar ólgar af þrá og losta. Tal hennar, lykt, matargerð og bros geisla af kynþokka, sem einnig birtist í því hvernig hún skapar dul- úð með líkama sínum og mislyndi. ÚTSMOGIN EN BJARTSÝN Hún er stundum útsmogin og oft blekkjandi, hlédræg en þó bjartsýn. Hún er fæddur póli- tíkus vegna áhuga síns á slúðri og lagni við að notfæra sér veikleika fólks. Hún vill vera fremst og hún verður að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá fjölskyldu sinni. Ástfangin er krabbakonan undantekninga- laust töfrandi. Henni tekst að vera nógu bjarg- arlaus til að maðurinn sjái um hana en er nógu næm og sjálfstæð til að leggja mikið á sig til að þjóna honum. Undirgefni fer henni vel því hún lætur undan með glampa og spekingssvip í augum. Hún þarf mann sem getur veitt henni mikið öryggi, tilfinningalega jafnt sem fjárhags- lega. Eitt af því sem vekur hvaö mesta reiði henn- ar er að vera sniðgengin. Fái hún ekki viður- kenningu verður hún reið. Annað sem vekur henni reiði er þegar einhver sem hún hefur elskað og verndað ákveður að verða sjálf- stæður. Hún vill vera ómissandi og ráða ferð- inni. Hún verður að læra að sigrast á þessu óöryggi til að geta sleppt taumhaldinu á sjálfri sér. Krabbakona, þú vilt ekki að neinn eigi þig; því þá að reyna að eiga aðra? 12. TBL. 1990 VIKAN 17 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.