Vikan


Vikan - 23.08.1990, Page 8

Vikan - 23.08.1990, Page 8
GUÐRÚN MARÍA BIRGISDÓTTIR OG BIRGIR HARALDSSON: í ákveðnu Irfsmynshi sem ég var ekki ánœgður með og því fór ég aflur í skóla, ðkveðinn í að kera meira" Guörún María Birgis- dóttir og Birgir Har- aldsson eöa Maja og Biggi eins og þau eru nú oftar kölluö eru bæöi meö stú- dentspróf. Maja var í Mennta- skólanum viö Hamrahlíö en Biggi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Við ætlum aöeins aö forvitnast um dvöl þeirra í þessum skólum og þaö er Biggi sem byrjar að segja frá: „Ég byrjaöi reyndar í Fjöl- brautaskólanum á Selfossi því ég var búsettur þar um tíma. Ég var þar [ þrjár annir eöa eitt og hálft ár. Þá flutti ég til Reykjavíkur og ætlaði mér aö fara í Fjölbrautaskólann við Ármúla en þar sem þeir styöj- ast ekki við sama námsvísi og á Selfossi fékk ég ekkert metið af þvl námi sem ég haföi lokið þar. Þannig varð úr að ég fór í Flensborg því þar fékk ég allt metið. Þaö er stór galli finnst mér aö skólarnir skuli ekki notast við sama námsvísi því þaö gerir fólki sem flyst til dæmis búferlum mjög erfitt fyrir.“ Maja: „Ég byrjaði í Mennta- skólanum við Hamrahlíö haustiö 1985 og byrjaði þá á nýmálabraut því ég haföi mik- inn áhuga á tungumálum en það kom svo strax I Ijós aö ég hafði mun meiri áhuga á raun- greinum þannig að ég breytti og fór á náttúrufræðibraut. Annars var ég alltaf aö skipta um skoðun eins og gerist og gengur meö krakka á þessum aldri. Ég ætlaði í veðurfræöi einn daginn, líffræði þann næsta og svona gekk þetta hjá mér. Ég var þó alltaf viss um aö ég vildi læra eitthvað á þessu sviði. Þaö er nauðsyn- legt aö finna út hvað mann langar til að gera eftir skóla, alla vega að finna út hvar áhugasviðið liggur." - Hvað segir þú um það, Biggi? „Ég er alveg sammála því og mér finnst líka að fólk eigi að taka sér frí frá námi ef það veit ekkert hvað það langar til að gera. Ég tók sjálfur þriggja ára frí frá námi en ég byrjaði aftur því ég var ákveðinn í aö taka stúdentspróf og læra svo eitthvað meira, þegar ég var búinn að vinna verkamanna- vinnu í þennan tíma. Það eru margir sem fá námsleiða og vilja eignast peninga og fara því að vinna. Fólk gengur hins vegar ekki í hvaða vinnu sem er með enga menntun og oft- ast er það verkamannavinna sem um er að ræða og við vit- um öll að hún er illa borguð. Mér fannst ég festast í á- kveönu lífsmynstri sem ég var ekki ánægöur með og því fór ég aftur I skóla, ákveðinn í að læra meira. Ég var að vfsu ekki ákveðinn þá hvað ég ætl- aði að læra meira en það blundaði alltaf I mér gamall draumur um flugvirkjanám. Mig vantaði hins vegar kjark- inn þá en ætla að láta draum- inn rætast í haust því ég er á leiðinni til Bandaríkjanna til að læra flugvirkjun. Það eru ör- ugglega margir sem hafa verið í sömu sporum og ég, að þora ekki f það sem þá langar mest til að læra en ég hef aðeins eitt ráð og það er að prófa. Maður veit ekki hvort maður getur það eða ekki nema reyna." - Stóðust þær væntingar sem þið geröuð til skólans? „Já, ég held það,“ segir Maja. „Ég var bara ákveðin í því að taka stúdentspróf því mig langaði í frekara nám. Heima hjá mér var nokkuð mikið lagt upp úr því að ég færi í Iðnskólann því foreldr- um mínum fannst ég vera lag- in í höndunum en ég vildi frek- ar fara í menntaskóla og ég sé ekki eftir því né foreldrar mínir. Ég er hins vegar ekki á því að hæfileikar í höndunum séu minna merkilegir ef það er hægt aö orða þetta sem svo. Mér finnst stundum að krökk- um þyki það frekar hallæris- legt að fara í til dæmis Iðnskól- ann og það sé miklu merki- iegra aö fara í menntaskóla en þar er ég ekki sammála." - Ertu sammála þessu, Biggi? „Já, svo sannarlega. Hvað varöar væntingar mínar þá stóðust þær alveg. Stúdents- prófið var fyrir mig aðeins stökkpallur en ekki lokaáfangi AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR OG SIGURÐUR VALTÝSSON: Áhugi á „bissness“ og félagslífi téð úrslitum f valinu Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurður Valtýsson eru bæði með stúd- entspróf frá Verslunarskóla ís- lands eða „Versló" eins og hann er oftast nefndur meðal nemenda. Sigurður útskrifað- ist árið 1987 en Aðalheiður árið 1989. Við ætlum aö for- vitnast aðeins um dvöl þeirra í Versló og fyrsta spurningin, sem kemur upp í hugann, er af hverju þessi skóli hafi orðið fyrir valinu. Og það stendur ekki á svari hjá þeim skötu- hjúum því þau svara bæði í einu: „Það kom aldrei neinn ann- ar skóli til greina." „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á „business" eöa við- skiptum og ég vissi að Versl- unarskólinn var kjörinn fyrir mitt áhugasvið," segir Siggi og Heiða tekur við: „Það sama á við um mig en félagslífið heillaði líka. Ég tók mikinn þátt í því og þaö hefur mikið að segja að mínu áliti, til dæmis að standa upp á mál- fundum og tala. Ég bý alltaf að þeirri reynslu." „Ég var meira í íþróttunum og tók ekki mikinn þátt í fé- lagslífinu að öðru leyti en því að ég tók þátt í því sem boðið var upp á,“ segir Siggi. - Var takmarkið hjá ykkur aö taka stúdentspróf og stað- næmast þar eða stefndi hug- urinn lengra? Siggi: „Það var alltaf draum- urinn aö fara út að læra. Ég vissi hins vegar ekki alveg hvað ég ætlaði út í en það kom í Ijós á síðasta árinu sem ég var í Versló hvað þaö var sem ég ætlaði að gera og hag- fræði varð fyrir valinu." - Heiða, hvað um þig? „Ég stefndi alltaf á fram- haldsnám og þegar ég byrjaði fannst mér vera nægur tími til að ákveða hvað ég ætlaði að læra eftir skólann. Svo var hann allt í einu búinn, stúd- entshúfan komin upp og ég ekki búin aö ákveða mig. Ég var hins vegar með það á hreinu að ég ætlaði að læra eitthvað sem tengdist viðskipt- um.“ - Er mikilvægt aö gera sér einhverja grein fyrir því hvað mann langar að gera þegar í framhaldsskóla er haldið? „Það skiptir máli hvaða braut er valin í byrjun því undirstaðan skiptir miklu máli 8 VIKAN 17. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.