Vikan


Vikan - 23.08.1990, Side 10

Vikan - 23.08.1990, Side 10
FYRSTA PERSÓNULEIKA- KÖNNUN Á LESENDUM TÍMARITS GERÐ AF NÝÚTSKRIFUÐUM VIÐSKIPTAFRÆÐINGI Æk nna María Urbancic er 25 ára Reykja- Æ\ víkurmær sem nú er búsett í Hafnar- ^ % firði, nýorðin móðir og líka nýbakað- ur viðskiptafræðingur. Þetta gerö- # m ist hvort tveggja má segja á síð- ustu dögum maímánaðar í vor. Sonurinn ungi, sem reyndar var skírður í höfuðið á afa sínum 17. júní og heitir nú Árni Grótar Finnsson, átti sinn þátt í því að hægt var að koma þessu öllu heim og saman eða eins og Anna María sagði í viðtali við VIKUNA: ÓFÆDDUR SONURINN BJARGAÐI MÁLUNUM „Strákurinn átti að fæðast 1. maí en dró það að koma í heiminn þar til tveim vikum síðar, þann 14. Það varð hins vegar til þess að mér tókst að Ijúka við kandidatsritgerðina í vor og setja þar með endahnútinn á námið í við- skiptadeildinni." Það er einmitt kandidatsritgerð Önnu Maríu Urbancic sem er ástæðan fyrir því að VIKAN ræddi við hana. Anna María var á markaðs- sviði í viðskiptadeild Háskóla fslands og rit- gerð hennar þar við lokaprófið, kandidatsrit- gerðin, fjallar einmitt um VIKUNA. Það var Vik- an sjálf og lesendur hennar sem Anna María kannaði. Heiti ritgerðarinnar gefur innihaldið nokkuð til kynna: PERSÓNULÝSINGAR - „Psychogr- aphicis", ásamt könnun meðal áskrifenda Vik- unnar. Við látum hins vegar ritgerðina og efni hennar að mestu órætt að sinni en snúum okk- ur að höfundinum, Önnu Maríu Urbancic við- skiptafræðingi. Frh. á næstu opnu ◄ Anna María og Finnur með soninn Árna Grétar, sem af stakri tillitssemi dró það í hálfan mánuð að koma í heiminn til að móðurinni tækist að Ijúka við kandidatsritgerð. | ANNA MARÍA URBANCIC: KÖNNUN Á LESENDUM VIKUNNAR 1 0 VIKAN 17. TBL. 1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.