Vikan


Vikan - 23.08.1990, Page 14

Vikan - 23.08.1990, Page 14
TEXTI: OLAFUR GEIRSSON LANASJOÐUR ISLENSKRA NAMSMANNA: NÁMSMENN / FLESTIR HÉLDU AÐ ÞEIR HEFÐU PAÐ MUN LAKARA EN RAUN ER Á OG ENGINN VISSI UM HAGST/íÐ GREIÐSLUKJÖR NÁMSLÁNANNA Lánasjóður íslenskra námsmanna er fjárhagsleg höfuðstoð þeirra íslendinga sem nám stunda, hvort sem þeir nema hér á landi eða er- lendis. í almennri umfjöllun um Lánasjóðinn hefur mjög borið á hörð- um málflutningi talsmanna námsmanna sem hafa verið ósparir á yfir- lýsingar um svik einstakra ráðherra, ríkisstjórna eða jafnvel ríkis- valdsins alls, varðandi mál Lánasjóðsins. Svör stjórnmálamanna hafa yfirleitt verið fremur vandræðaleg enda kannski skiljanlegt. Hvaða pólitíkus vill viljandi taka þá áhættu að móðga allt náms- mannagengið eins og það leggur sig og jafnvel vini og ættingja námsmanna í leiðinni? Þegar VIKAN tók sig til og kynnti sér lánamál námsmanna kom ýmislegt óvænt í Ijós. Við segjum „óvænt" því jafnhliða könnun okkar á lánamálun- um fengum við nokkra venjulega borgara til að giska á ýmislegt varðandi * lánamálin. Einkum voru það lánsupphæðir og endurgreiðsla lána sem við <q fengum fólkið af götunni til að geta upp á. > Niðurstaðan af skoðunum venjulegra borgara á lánskjörum og mögu- 6 leikum námsmanna í þeim efnum í samanburði við raunveruleikann var > eindregið í sömu átt. Engum aðspurðra datt í hug að lánsupphæðir eða z lánakjör væru jafnhagstæð námsmönnum og raun ber vitni. Satt að segja héldu margir að námsmenn væru alveg á sultarmörkum. Einn hafði reynd- ar einhvern pata af því að námslánin væru farin að slaga upp í laun venju- legs fólks. Það skal tekið fram að enginn þeirra sem spurðir voru var í neins konar nánum tengslum við námsmann sem fékk lán eða hafði ný- lega fengið lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. □ ARODURSMENN A „Satt að segja héldu margir að námsmenn vœru alveg á sultarmörkum" AÐEINS LÁNAÐ TIL NÁMS í SAMÞYKKTUM SKÓLUM Sérstakar reglur um lán fyrir skólagjöldum og rétt að kanna allt fyrirtram Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar bæði til náms hér á landi og erlendis. I stórum dráttum má skipta námi, sem hægt er að fá lán til að stunda, í þrennt: 1. Nám á háskólastigi 2. Nám í sérskólum 3. Apnað sérnám Samkvæmt reglum Lánasjóðsins telst nám við eftirfarandi skóla hér á landi nám á há- skólastigi: Háskóli (slands Kennaraháskóli (slands Tækniskóli íslands, tæknifræði- og heil- brigðisdeild Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeild Frh. á næstu opnu 14 VIKAN 17. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.