Vikan - 23.08.1990, Qupperneq 21
western listanum í Bandaríkj-
unum, selst níu sinnum meira
heldur en plata sem er númer
eitt á popplistanum. Kántríiðn-
aðurinn er sumsé níu sinnum
stærri en poppiðnaðurinn.
Kántrí er tónlist fullorðna fólks-
ins og þeirra sem vilja ekkert
múður. Laglínan er falleg,
textarnir eru undantekningar-
lítið góðir og segja sögu, lífs-
sýnin er amerisk og ameríski
draumurinn er bæði tekinn í
gegn og bakkaður upp.
Svo eftir að þessir menn
sþiluðu fyrir okkur og Hallbjörn
söng inn á plötuna og ég lék
undir á píanó þá áttum við frí
og gátum farið að kaupa skyrt-
ur á kántríkónginn og fundum
einn mjög góðan skyrtuhönn-
uð sem sérsaumar skyrtur
með kögri og speglum og öllu
hreint. Eftir þetta fórum við í
heimsókn til Memphis í Tenn-
essee og heimsóttum þar
Graceland - hús Elvis Presl-
ey. Við gátum auðvitað ekki
annað en farið í biðröðina við
Graceland þó hitinn væri
steikjandi. Elvis Presley er að
græða meiri peninga á því að
leyfa fólki að kíkja inn til sín
heldur en hann gerði á plötun-
um. Dóttir hans verður 25 ára
eftir tvö ár og erfir þá allt sam-
an og má gera hvað sem hún
vill við það. Við sáum þarna
gítarana hans, sýningarfötin,
allar byssurnar hans, hesthús-
in og gröfina og bílana hans
og beltin. Ef einhver maöur
hefur verið virkilega klikkaður
þá kemst maður að því að
hann var þarna. íburðurinn er
stórkostlegur og stærðin á öllu
þarna er stórkostleg - þarna
hafa verið ofboöslegir pening-
ar í spilinu. Þetta er kallað að
vita ekki aura sinna tal og vita
heldur ekkert hvaö maður á að
gera við peningana. Meira aö
segja bílarnir hans voru sér-
smíðaðir, allt niður í undirstell-
ið á vagninum. Hann átti
marga arabíska gæðinga og
Frh. á bls. 22
„Við komum á föstudegi og
jöfnuðum okkur aðeins og
byrjum síðan að taka upp á
laugardagsmorgni. Þetta er
mjög löng ferð því við flugum
fyrst til Baltimore og þaðan til
Nashville. Daginn sem við
komum gerði þarna mikið
þrumuveður og okkur var sagt
að við hefðum komið með það
með okkur enda veitti víst ekki
af, því við vorum þarna á al-
heitasta tíma ársins. Það
sannaðist þarna hvað allt er
stórt í Ameríku, meira að
segja veðurfarið er stórbrotið.
Við vorum svolítið hræddir og
héldum að jafnvel væri að ræt-
ast spádómur um að Nashville
hrynji í jarðskjálfta, en það á
að gerast um næstu áramót.
Þetta leit allt svo vel út að það
virtist næstum of gott til að
geta verið satt svo íslenska
hjátrúin skaut aðeins upp koll-
inum hjá okkur.
Þennan fyrsta morgun tók-
um við upp með banjóleikara
sem var að fara til Chicago á
hádegi þann dag að spila með
Dolly Parton en hann er í
hljómsveitinni hennar. Allar
skærustu kántrístjörnurnar
gera út frá Nashville. Plata,
sem er númer eitt á country og
að maður yrði ekki hissa þó
þeir hrykkju upp af á staðnum.
Ég kom hvergi þannig inn á
country og western klúbb, ekki
einu sinni klukkan níu um
morgun, að ekki væri verið
að spila þar.
Þarna er auðvitað að finna
Grand Old Opry eða tónleika-
húsið fræga sem allar kántrí-
stjörnur keppa að því að fá að
koma fram í, svo er þarna
Country and Western Music
Hal! of Fame eða tónlistar-
safnið en svo er hver og ein
einasta kántrístjarna búin að
koma á laggirnar sínu eigin
safni og selur minjagripi. Dolly
Parton setti að vísu upp nokk-
urs konar tívolí í sínu nafni í
staðinn fyrir safn.“
Var svo strax farið í upp-
tökuverið?
Vilhjálmur
hefur
látið
smitast
af kúreka-
tískunni.
Munnhörpusnillingurinn Terry McMillan hefur
unnið mikið með gítarleikaranum Chet Atkins
og kristilegu söngkonunni Amy Grant.
Upptökustjórinn
Cary Summers.
Magnús Kjartansson, tengiliður undirleiks-
ins á plötu Hallbjarnar í hljóðveri Ronny
Miisaps í Nashville.
Fiðluleikarinn Glen Duncan og Hallbjörn Hjartarson.
Banjóleikarinn Bruce Watkins
sem hefur meðal annars unnið
mikið með Dolly Parton.
Sonny Garrish sá um að ráða marga af fremstu hljóðfæra-
leikurum sveitatónlistarinnar og hafði veg og vanda af
upptökunum.
'IKAN 21