Vikan - 23.08.1990, Page 25
TEXTI: BRYNDÍS HÓLM
bjóða viðskiptavinunum góða
alhliða þjónustu. Ég hef alltaf
lagt ríka áherslu á að aðlaga
mig að þörfum viðskiptavina
minna og rekið blómabúðina í
samræmi við það. Öðruvísi
gæti þetta eflaust ekki gengið"
AÐ FYLGJAST MEÐ
KRÝNINGU Á
UNGFRÚ HEIMI
Við hverfum aðeins frá
blómum yfir í aðra sálma.
Stefán er mikil félagsvera.
Hann á marga vini sem hann
er i nánum tengslum við og
ekkert finnst honum eins gam-
an og að vera í góðra vina
hópi.
„Góðan vinskap met ég afar
mikils. Það er mikilvægt að
rækta þá hlið lífsins og gott að
vita til þess að maður eigi
góða að. Ég hef afskaplega
gaman af því að skemmta mér
með góðum vinum. Til dæmis
hef ég farið í nokkur ár að
fylgjast með keppninni um titil-
inn ungfrú heimur þegar hún
hefur farið fram í Lundúnum.
Það er ákveðinn hópur af fólki
sem ég hef alltaf farið með og
þetta er alveg ótrúlega
skemmtileg reynsla. íslenskar
stúlkur hafa átt sérlega góðu
gengi að fagna í fegurðarsam-
keppnum undanfarin ár þann-
ig að það hefur svo sannar-
lega verið vel þess virði að
fylgjast með framgangi þeirra
á erlendri grundu. En stórkost-
legast var þegar Linda Péturs-
dóttir var kjörin ungfrú heimur
1988. Ég fór ekki á keppnina á
síðastliðnu ári þar sem hún
var haldin i Hong Kong, það
var of langt að fara. En það
hefur verið mjög skemmtilegt í
öll þau skipti sem ég hef farið
með hópnum til Lundúna. Ég
hef ferðast mikið og haft mikla
ánægja af. Það er gaman að
koma til ólíkra landa og bera
þau saman. Ég hef alltaf haft
mikla þörf fyrir að ferðast, get
aldrei verið kyrr, þarf alltaf að
vera á ferðinni. Það er líka eitt
af því skemmtilegasta sem ég
geri, að slappa af í útlöndum
og njóta lífsins."
BÍLAR SKIPTA MIG
MIKLU MÁLI
Hvað um önnur áhugamál,
gefst einhver tími fyrir þau?
„Ég er mikill áhugamaður um
bíla. Ég hef alltaf verið það.
Fallegir bílar eru stórkostlegir.
Ég hef til dæmis alltaf átt góða
og rennilega bíla. Mín upp-
áhaldstegund er Honda Prel-
ude, alveg ótrúlega vel byggð
bifreið og falleg í þokkabót."
ALLUR ÞESSI FJÖLDI
VINIR MÍNIR
Það hvíslaði lítill fugl því að
blaðamanni að Stefán hefði
haldið veislu mikla á Broad-
way 1986 fyrir vini sína og
vandamenn, nánar tiltekið í til-
efni af tíu ára afmæli Stef-
ánsblóma.
„Já, það var ein skemmtileg-
asta stund sem ég hef upplif-
að. Það kom mér svo á óvart
hversu margir létu sjá sig. Ég
hélt ekki einu sinni að húsið
myndi hálffyllast. Húsið fylltist.
Þetta kvöld var ótrúlegt. Ég get
varla lýst þeirri tilfinningu sem
ég upplifði þegar ég horfði yfir
salinn og varð Ijóst að allt
fólkið, sem var þarna, væru
vinir mínir. Allur þessi fjöldi.
Já, það er gott að hugsa til
þess hvað maður er heppinn
að eiga svona marga vini, eiga
svona góða að.“ □
kllM'
llTW-
HRINGDU OG FÁÐU
SENT EINTAK.
BÆJARHRAUNI 14,220 HAFNARFJÖRÐUR
PÖNTUNARLÍNA
91-653900
17.TBL.1990 VIKAN 25