Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 30
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON
RÓMANTÍKIN
Frh. af bls. 29
áriö 1979 sem þau keyptu ris-
íbúð f blokk við Eskihlíð f
Reykjavík.
„Þar með hófum við form-
lega búskap," segir Árni.
„Þetta var mjög skemmtilegur
tími. Við vorum bæði komin í
Kennaraháskólann og Bryndís
gekk með fyrsta barnið, telpu
sem sfðar var skírð Aldís
Kristín og fæddist 1980. Við
giftum okkur skömmu eftir að
hún fæddist en mér er það
meðal annars minnisstætt frá
þessum tíma að það var slátur
í hvert mál og hafragrautur á
milli. Það þurfti nefnilega að
byggja upp járnforða hinnar
verðandi móður."
Hver skyldi nú sjá um upp-
eldið á heimilinu?
„Það gerum við bæði,“
segja þau Bryndís og Árni
samtímis.
„Hins vegar er það svo að
ég hef umönnunarhlutverkið á
hendi,“ heldur Bryndís áfram.
„Ákveðna hluta uppeldisins
legg ég aftur á móti í hendur
Árna og tel að hann eigi að sjá
um þá. Eldri systurnar tvær
arta föður sinn að sumu leyti
öðruvísi en mig og það er oft
sem ég fel honum ákveðin
verkefni í uppeldinu þegar
hann kemur heim, til dæmis
að staðfesta ákveðnar siða-
reglur eða gildismat sem við
viljum að börn okkar tileinki
sér.“
„Hjá okkur er alls ekki stíf
verkaskipting," bætir Árni við.
„Ég er ekki húsbóndinn hér á
heimilinu að því leytinu til að
ég tek frekar við upplýsingum
um hvað þurfi að gera þegar
ég kem heim og reyni sfðan
aö sinna þeim verkefnum."
„Ég tel mjög æskilegt aö
annað foreldranna geti verið
heima hjá bömunum," segir
Bryndís. „Sjálf er ég svo hepp-
in að geta nokkuð ráðiö mín-
■ Þegar
þau hófu
búskap
voru þau
bæði
komin í
Kennara-
háskól-
ann og
Bryndís
gekk með
fyrsta
barnið.
um vinnutíma og auk þess
höfum við verið mjög heppin
með að fá góða gæslu fyrir
börnin hérna heima. En núna,
þegar fjórða barnið bætist við,
reikna ég með að taka mér
eitthvert hlé frá störfum utan
heimilis."
Bryndís er talmeinafræðing-
ur eins og áður hefur komið
fram. Hún hefur starfað á
sjúkrahúsum auk þess sem
hún rekur eigin stofu.
ÞRJÚ BÖRN OG ÞAÐ
FJÓRÐA LÍKLEGA
KOMIÐ í HEIMINN
Bryndfs og Árni eiga þrjú börn.
Þau eru Aldís Kristín, fædd
1980, Védís Heiðvör, fædd
1982, og enn sem komið er
telst Guðmundur Egill yngstur,
fæddur 1988. Reyndar getur
vel verið að fjórða barn þeirra
hjóna verði komið f heiminn
þegar þetta tölublað kemur út.
Á þvf voru allar líkur þegar
VIKAN ræddi við þau, eins og
áður sagði.
Á heimili eins og þeirra
Bryndfsar og Árna, þar sem
báðir foreldrar vinna úti og
heimilisfaðirinn starfar auk
þess mjög mikið í félagsmál-
um á kvöldin og um helgar,
gefst oft lítill tími fyrir fjölskyld-
una að vera saman. Á þvf
fundu Bryndfs og Árni góða
lausn.
FJÖLSKYLDUKVÖLDIÐ
GENGUR FYRIR ÖLLU
„Eitt sinn þegar ég hafði sem
mest að gera,“ sagði Árni, „þá
ákváðum við að taka eitt kvöld
í viku frá fyrir okkur fjölskyld-
una. Þessu höfum við haldið.
Við köllum þessi kvöld okkar
fjölskyldukvöld og þau eru á
þriðjudögum. Allir okkar vinir
og kunningjar vita af þessu og
við erum ekki trufluð. Þá er
gjarnan betri matur hér á
borðum, við gerum ýmislegt
saman, spilum og syngjum,
förum jafnvel á bfó saman svo
eitthvað sé nefnt. Þetta eru
okkur dýrmætar stundir,"
segja þau Bryndís og Árni að
lokum. □
30 VIKAN 17. TBL, 1990