Vikan - 23.08.1990, Side 33
Ég bið um að leið mín til allsnægta í þess-
ari jarðvist verði greiðari svo ég geti notað
orkuna sem hefur farið í áhyggjur, á betri
máta. Ég bið um að hjarta mitt haldist opið
og að mér verði leiðbeint til að deila á vitur-
legan máta allsnægtum mínum í kærleik.
Ég bið um, þegar rétti tíminn kemur, að
hitta og þekkja mína innri leiðbeinendur.
Ég bið um lífsförunaut, félaga á þessari
jörð sem ég get deilt með fyllingu ástarinnar.
Amma og afi allra anda, ég legg hæfileika
mína og tíma minn í ykkar vörslu.
Vinsamlegast leiðbeinið mér og hjálpið
mér að lyfta dulunni frá augum mínum, svo
ég komi auga á leið ykkar. Veitið mér styrk,
kraft og vilja til að halda fram á við á leið
ykkar, ykkargóðu kæru „medicine" leið.
Ég er ykkar. Ah hey.
Eftir lestur bænarinnar sagöi David nokkr-
ar dæmisögur og sýndi síðan litskyggnur
með dýramyndum og útskýrði orku dýranna
og hvað hún getur kennt okkur. „Medicine"
spilin eru öll með dýramyndum og nokkurs
konar tarotspil indíána, byggð á heimspeki
þeirra, en þeir telja að dýrin séu systur okkar
og bræður og að við getum margt af þeim
lært. Á meðan á fyrirlestri Davids stóð var
sýnt andlegt fræðsluefni á myndbandi í
minni salnum. í hádegishléinu gafst móts-
gestum tækifæri til að skrá sig á námskeið
sem David hélt eftir hádegi.
FYRIRLESTRAR ALLAN DAGINN
Á sama tíma og námskeiðið stóð yfir í litla
salnum var heilmikið að gerast í stærri
salnum. Þar var Örn Jónsson, nuddari, nála-
stungumaður og náttúruráðgjafi, fyrstur með
fyrirlestur um samræmingu lífsorkunnar.
Næstur á eftir honum kom Hilmar Örn Hilm-
arsson, tónlistarmaður og dulspekingur,
með fyrirlestur um samhljóm himintungl-
anna eða öllu heldur tónfræði alheimsins.
Hann kynnti einnig hljómplötu með hljóðum
kristalla. Rafn Geirdal sá um síðasta fyrir-
lestur eftirmiðdagsins þar sem hann kynnti
Kripalo-jóga, aðferðir Gurudevs til hug-
leiðslu í gegnum hreyfingu, en Gurudev
heimsótti einmitt ísland í júní. Allir fyrirlestr-
arnir voru haldnir fyrir fullum sal en hann tek-
ur nálægt hundrað og fimmtíu manns.
Eftir kvöldmatarhlé átti að flytja innandyra
hugleiðslu sem tengdist Snæfellsjökli en þar
sem sólin skein glatt og veður var yndislegt
var hugleiðslan flutt út. Eftir smábrölt með
hátalara, hljóðnema og stóla var hægt að
byrja. Guðrún Bergmann las upp hugleiðslu
sem Erla Stefánsdóttir upplifði í júní á síð-
astliðnu ári en þá fór hún í hugrænt ferðalag
milli orkustöðva heimsins með Bárði Snæ-
fellsás. Mótsgestir tóku þátt í hugleiðslunni
og „ferðuðust" í huganum með Erlu og
Bárði um heiminn.
„ÍSLAND ER LAND Þin“
Sólin settist um svipað leyti og hugleiðslunni
lauk svo kvöldvakan var flutt inn í stærri
salinn. Þar spilaði Magnús Þór nokkur hug-
Ijúf lög fyrir fullum sal. Þegar hann spilaði
lagið island er land þitt söng dóttir hans
með og í síðasta erindinu risu allir í salnum
úr sætum til að votta landi sínu virðingu
meðan þeir tóku undir sönginn fullum hálsi.
Söngurinn hélt svo áfram úti við varðeld.
OG SÓLIN BRAUST ÚT ÚR
SKÝJUNUM...
Sunnudagurinn tók á móti fólki með smá-
úðarigningu. Flestir létu það lítið á sig fá.
Eftir upphitun og samstillingu með Rafni
hófst dagskráin með fyrirlestri Guðmundar
Einarssonar, verkfræðings og fyrrverandi
formanns Sálarrannsóknafélagsins. Guð-
mundur hélt erindi um upphaf spíritismans
og hvernig hann tengdist upphafi Nýaldar.
Hann gerði í fyrirlestri sínum samantekt á
mörgum þeim skilaboðum sem komið hafa í
gegnum miðla frá því um miðja síðustu öld,
hversu lík þau væru og hvernig þau ber öll
að sama brunni. Var fyrirlestur hans sérlega
fróðlegur og fékk hann margar fyrirspurnir
utan úr sal.
Klukkan ellefu var helgistund við Lífslind-
ina og um það leyti braust sólin út úr skýja-
þykkninu og hellti geislum sínum yfir við-
stadda þar sem þeir komu sér fyrir á mjúkum
„grasbekkjum" við lindina. Sóra Rögnvaldur
Finnbogason, sóknarprestur á Staðarstað,
kom og hélt stórbrotna ræðu. Hann lagði út
af sköpunarsögunni, þörfinni á því að mann-
fólkið verndaði Móður Jörð og því ofdrambi
sem það hefur sýnt henni hingað til. í ræðu
sinni vitnaði séra Rögnvaldur meðal annars
í ræðu Seattle indíánahöfðingja (birt í heild í
18. tbl. Vikunnar 1989) sem hann hélt á síð-
ustu öld, þar sem hann benti á nauðsyn um-
hverfisverndar og það að maðurinn þyrfti að
halda jafnvægi í umgengni sinni við um-
hverfið. Var það mál manna að sjaldan eða
aldrei hefðu þeir heyrt eins hugljúfa ræðu.
Frh. á næstu opnu
NO NAME
COSMETICS —
FÖRÐUNARNÁMSKEIÐIN
HAUSTNÁMSKEIÐIN ERU AÐ HEFIAST!
Öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunar eru kennd á eins
kvölds námskeiðum. Aðeins 10 í hóp og fær hver þátttakandi
persónulega tilsögn.
INNRITUN OG NÁNARI UPPLÝSINGAR UM
HAUSTNÁMSKEIÐIN í SÍMA 26525 MILLI KL.
10-17 ALLA VIRKADAGA
LÆRIÐ RÉTTA FÖRÐUN!
17.TBL. 1990 VIKAN 33