Vikan - 23.08.1990, Side 35
HUGLJÚF MÓTSSUT
staddir eftir því aö háspennulína lá yfir
danssvæðiö. Töldu menn að útgeislun frá
henni gæti haft áhrif á dansinn. Brynjólfur
Snorrason var því kallaður til með mælitæki
sln. Hann fullvissaði viðstadda um að út-
geislun frá línunni myndi ekki hafa áhrif á
dansinn en mældi líka í leiðinni staðinn sem
David hafið valið sem altarisstæði. Kom þá í
Ijós að hann hafði valið því stað beint yfir
orkupunkti sem var um einn fermetri að
stærð. Hafði Brynjólfur á orði við David að
hann hefði svo sem ekki þurft nein mælitæki
til að velja rétta staðinn.
Meðan David og Nina Sammons, aðstoð-
armaður hans, undirbjuggu danssvæðið
undirbjuggu mótsgestir þátttöku sína í dans-
inum með því að skreyta sig með fjöðrum og
mála andlit sín. Það má því segja að það
hafi verið fullt af hvítum indíánum sem stóðu
þarna tilbúnir til að taka í fyrsta sinn þátt (
dansi sem aldrei áður hafði verið dansaður
af hvíta manninum. Hluti af draumsýn Lak-
óta-indíánans var einmitt að dansinn yrði
dansaður til friðar og sameiningar öllu
mannkyni, hverjar svo sem hefðir þess
væru, litarháttur eða trúarbrögð.
birtist tívi jökulsins til að veita samþykki sitt.
Hluti af vitrun Lakota- indíánans með Ghost
Shirt dansinum núna er einmitt sú að hann
verði opnun inn í fimmta heiminn en það
kalla indíánar það sem við hin höfum gjarn-
an kallað Nýöld.
Þegar allir voru komnir inn í hringinn var
útdeilt smáskammti af mat. Indíánarnir nota
sérstakt þurrkað kjöt við þessa athöfn en hér
notuðum við kornkökur. Eftir það var hægt
að hefja dansinn. Nightchase, að hálfu Lak-
óta-indíáni og að hálfu Austurlandabúi, sem
er Sun Dance höfðingi ( heimalandi sínu,
hafði samþykkt, þegar verið var að undirbúa
efla samstillingu. Eftir dansinn kom í Ijós að
margir fleiri höfðu öðlast „sýn“ en þeir sem
komu inn í hringinn. Þeir höfðu hins vegar
ekki þorað að fylgja henni eftir, meðal ann-
ars vegna þekkingarskorts á hefðum indíán-
anna.
HUGLEITT UM FRIÐ Á JÖRÐ
Eftir dansinn voru menn að vonum svangir,
meira að segja svo svangir að allar matar-
birgðir seldust upp hjá Gissuri og Báru sem
sáu um veitingasölu á svæðinu. Þar sem
miðnætti nálgaðist óðfluga og þann 6. ágúst
voru liðin 45 ár frá Hiroshima kjarnorku-
sprengjunni flutti Guðrún Óladóttir fallega
hugleiðslu til tengingar og heilunar Móður
Jarðar og strax á eftir flutti Ólafur Bjarnason
aðra hugleiðslu til að auka enn frekar á hug-
arró og frið manna á meðal.
Veðurguðirnir voru okkur ekki alveg eins
hliðhollir á mánudagsmorguninn og hina
mótsdagana því þá var farið að rigna. Það
virtist þó lítið draga úr mönnum áhugann.
Guðrún Óladóttir hélt kynningarfyrirlestur
um reiki-heilunaraðferðina klukkan tíu um
morguninn. Klukkan eitt kynntu Garðar
Garðarsson og samstarfskona hans, Þórunn
Helgadóttir, svokallaða Kristos- aðferð, sem
er tækni notuð til að leiða fólk aftur í fyrri líf.
Séð yfir
fundarsalinn.
ÞURÍÐUR HVÍTA BUFFALÓ-KONA
Lltil stúlka, Þuríður Þorsteinsdóttir var valin
til að vera tákn fyrir hvítu buffaló-konuna en
hvíta buffaló-konan kom með hina andlega
hlið lífsins til fólksins, samkvæmt trú indíán-
Þuríður Þorsteinsdóttir
var hvíta buffalókonan
anna. Eftir að David hafði helgað hringinn
með blöndu af maískorni og pípusteini, tákni
um góðu rauðu leiðina og til heiðurs konum
og því að þær gefa blóð, skaut Þuríður fjór-
um örvum af boga, einni I hverja höfuðátt.
Örvaroddarnir voru síðan brotnir af og þeim
hent á eldinn sem tákni um að þeir myndu
engan skaða og að örvarnar væru nú friðar-
örvar. Þuríður fekk að halda boganum og
örvunum til minningar um athöfnina. David
Carson fékk einnig til liðs við sig tvo íslend-
inga til að vinna með sér inni I hringnum, þá
Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða og
Hilmar Örn Hilmarsson dulspeking.
TEIKN Á LOFTI YFIR JÖKLINUM
David fór síðan með bæn við allar höfuðátt-
imar og eftir það var fólki leyft að koma inn I
hringinn. Þegar það gekk inn I hringinn sá-
ust teikn á lofti yfir Snæfellsjökli. Upp af hon-
um steig Ijóssúla, lík regnboga sem færðist
hægt yfir toppinn á jöklinum og endaði I
kúlumynduðu Ijósi. Töldu menn þetta sterk
teikn fyrir dansinn og var rætt um að þarna
ferðina hingað, að spila inn á segulband
sérstakt Ghost Shirt lag sem aldrei áður hef-
ur verið tekið upp I nokkru formi heldur ein-
ungis verið spilað af fingrum fram þar sem
það hefur verið flutt. Þar sem lagið er ein-
ungis 13 mínútur var búið að taka það mörg-
um sinnum upp á sérstaka segulbands-
spólu, en þegar til átti að taka var upptakan
ekki nógu góð. Því kom það I hlut nokkurra
I undirbúningsnefndinni að hlaupa á milli
tækja með tvær spólur og spila lagið aftur og
aftur.
174 ÞÁTTTAKENDUR í DANSINUM
Þrátt fyrir smávegis byrjunarörðugleika náð-
ist fljótt upp stemmning I dansinum. Fimm af
þátttakendunum fengu „sýn“ I dansinum,
yfirgáfu hringinn sem þeir dönsuðu I og fóru
inn I miðju hans til að upplifa „sýn“ sína.
Þátttakendur I dansinum voru 174talsins og
var hann dansaður I rúma tvo tíma. Þegar
hætt var að dansa tengdu allir dansararnir
sig I lokin með því að kyssa I lófa sér og
leggja hönd sína á hjarta næsta manns til að
Klukkan rúmlega tvö á mánudag var mótinu
síðan slitið. Dr. Paula Horan sá um mótsslit
með því að leiða Sufi-dans. Textinn við
hann var á ensku en með góðri hjálp Magn-
úsar Þórs Sigmundssonar var honum snar-
að yfir á íslensku I hádeginu. Allir þeir sem
tóku þátt I dansinum stóðu hvor á móti
öðrum, héldust I hendur og sungu:
Allt sem ég bið þig
að muna er að
alla tíð ég elska þig.
Síðan föðmuðust allir meðan viðlagið var
sungið. Eitthvað voru menn vandræðalegir
fyrst til að byrja með en I lokin rlkti slík kær-
leikstilfinning innan veggja að það var með
ólíkindum. Loftið var þrungið hápunkti kær-
leikstilfinningarinnar sem hafði fylgt móts-
gestum frá setningu. Þeir virtust svo sann-
arlega hafa náð að opna fyrir eigin hjarta-
stöð, undir Jöklinum sem er að breytast I
hjartaorkustöð jarðarinnar. Það var sam-
dóma álit allra að mótið hefði verið sérlega
vel heppnað.
17. TBL. 1990 VIKAN 35