Vikan - 23.08.1990, Page 43
varpaði. „Fyrir fimmtíu og fimm árum blómstr-
aöi þetta fölnaða og visnaða blóm. Sylvia
Ward gaf mér það en mynd hennar hangir
þarna. Ég ætlaði að hafa það í jakkaboðungi
mínum við brúðkaup okkar. Það hefur varð-
veist í fimmtíu og fimm ár á milli síðanna í
þessari gömlu bók. Álítið þið mögulegt að
þessi hálfrar aldar rós geti blómstrað á ný?“
„Vitleysa," sagði ekkjan Wycherly og hristi
höfuðið afundin. „Þú gætir allt eins spurt hvort
hrukkótt andlit gamallar konu geti orðið slétt á
ný.“
„Sjáiðl" sagði Heidegger læknir. Hann af-
hjúpaði vasann og kastaði fölnaðri rósinni í
vatnið sem í honum var. Til að byrja með lá
hún létt ofan á vökvanum, virtist ekki drekka í
sig neinn raka. Brátt fór þó undarleg breyting
að veröa sýnileg. Krumpuð og þurr krónublöð-
in hreyfðust og virtust taka á sig vott af fagur-
rauðum litblæ, eins og blómið væri að vakna úr
dauöadái; rýr stilkurinn og fátæklegt laufskrúð-
ið grænkaði og þarna var hálfrar aldar rósin
eins útlítandi og þegar Sylvia Ward gaf elsk-
huga sínum hana. Hún stóð trauðla í fullum
blóma því nokkur viðkvæm rauð laufblöð bylgj-
uðust lítt áberandi um rakan stilkinn, á honum
glitruðu tveir þrír daggardropar.
„Þetta er sannarlega mjög snjöll blekking,"
sögðu vinir læknisins kæruleysislega. Þau
höfðu hins vegar orðið vitni að stærri krafta-
verkum á sýningu sjónhverfingamanna.
„Segðu okkur hvernig þetta var gert?“
„Hafið þið aldrei heyrt um æskubrunninn,"
spurði Heidegger læknir, „sem spænski ævin-
týramaðurinn Ponce de Leon leitaði að fyrir
tveim eða þrem öldum?“
„En fann Ponce de Leon hann nokkurn
tíma?“ sagði ekkjan Wycherly.
„Nei,“ sagði Heidegger læknir, „því hann
leitaöi aldrei á réttum stað. Ef mínar upplýsing-
ar eru réttar er æskubrunnurinn frægi á
suðurhluta Flórídaskagans, ekki langtfrá Mac-
acovatninu. Risastór magnolíublóm varpa
Á fundinum í
bókaherbergi
Heidegger læknis sátu
fjórir virðulegir vinir
hans; þrír
herramenn og
hvíthærð eldri kona.
Þau voru öll gamlar
daprar manneskjur
sem höfðu verið
ólánsamar í lífinu og
þeirra mesta ólán var
að vera ekki löngu
komin í gröfina.
skugga á yfirborð hans. Þó þau séu margra
alda gömul eru þau jafnfrískleg og fjólur vegna
krafts þessa dásamlega vatns. Kunningi minn,
sem veit um áhuga minn á efnum sem
þessum, sendi mér það sem þið sjáið í vasan-
um.“
„Humm,“ sagði Colonel Killigrew sem ekki
trúði orði af sögu læknisins. „Og hvaða áhrif
getur þessi vökvi haft á manninn?"
„Um það skaltu dæma sjálfur, kæri Colon-
el,“ ansaði Heidegger læknir, „og ykkur öllum,
virðulegu vinir mínir, er velkomið að fá svo
mikið af þessum prýðilega vökva að æsku-
blómi ykkar endurnýist. Hvað sjálfan mig varð-
ar hafa svo mörg vandamál fylgt því að eldast
að mér liggur ekkert á að verða ungur aftur.
Þess vegna vil ég, með ykkar leyfi, einungis
fylgjast með framgangi tilraunarinnar.“
Meðan Heidegger læknir talaði haföi hann
fyllt kampavínsglösin fjögur með vatninu úr
æskubrunninum. Það var auðsjánlega fyllt
freyðandi lofttegund því litlar loftbólur stigu
stöðugt upp frá botni glasanna og urðu að silf-
urúða á yfirboröinu. Þar sem þægileg angan
var af vökvanum efuðust gamlingjarnir ekki um
að hann væri gæddur styrkjandi eiginleikum;
og þrátt fyrir ótvíræðar efasemdir um yng-
ingarmátt hans langaði þau til að svelgja hann
strax. En Heidegger læknir bað þau einlæg-
lega að bíða andartak.
„Áður en þið drekkið, virðulegu gömlu vinir,“
sagði hann, „væri gott að þið, með reynslu
langrar ævi að leiðarljósi, settuð ykkur nokkrar
almennar reglur ykkur til handleiðslu á annarri
ferð ykkar um hættubraut æskunnar. Hugsiö
ykkur hvílfk synd og skömm það yrði ef þið,
með ykkar einstöku yfirburði, yrðuö ekki fyrir-
mynd alls ungs fólks á öldinni í dyggðugu líf-
erni og vísdómi."
Æruverðugir vinir læknisins svöruðu engu,
utan daufs og feimnislegs hláturs; svo
heimskulegt var að láta sér detta í hug að þau
yrðu nokkurn tíma afvegaleidd aftur því þau
vissu að iðrun fylgir í kjölfar misgjörða.
„Drekkið þá,“ sagði læknirinn og hneigði sig.
„Ég gleðst yfir því hve valið á þátttakendum til-
raunar minnar hefur heppnast vel.“
Skjálfhent lyftu þau glösunum að vörum
sínum. Ef vökvinn innihélt í raun slíkan mátt,
sem Heidegger læknir eignaði honum var
varla að finna aðrar fjórar manneskjur sem
þurftu hans jafnsárlega. Þau litu út fyrir að hafa
aldrei þekkt æsku eða ánægju en væru af-
sprengi elliglapa náttúrunnar og hefðu ávallt
verið gráu, ellihrumu, deyfðarlegu og sorg-
mæddu verurnar sem sátu nú lotnar við borð
læknisins, án nægilegt lífs í sálum sínum og
líkömum til að kætast yfir líkunum á að verða
ung á ný. Þau drukku úr glösunum og lögðu
þau á borðið aftur.
Það varð næstum því tafarlaus breyting til
batnaðar á yfirbragði samkvæmisins, ekki ólíkt
því sem glas af sterku og bragðmiklu víni gæti
hafa komiö til leiðar, ásamt óvæntum Ijóma af
björtu og viðkunnanlegu sólskini er skini á
ásjónur þeirra allra í einu. Það kom heilsusam-
legur roði í kinnar þeirra í stað þess öskugráa
litblæs sem gert hafði þau svo náföl. Þau
mændu hvert á annað og ímynduðu sér að
einhver töfrakraftur hefði í raun og veru hafist
handa við að þurrka út þá djúpu og sorglegu
áritun sem tíminn hafði verið svo lengi að rista
á enni þeirra. Ekkjan Wycherly lagaði húfu
sína því henni leið svipað og konu á ný.
„Gefðu okkur meira af þessu dásamlega
vatni,“ hrópuðu þau ákaft. „Við erum yngri -
en þó of gömul ennþá! Fljótur - gefðu okkur
meira.“
„Þolinmæði, þolinmæði," mælti Heidegger
læknir sem sat og fylgdist með tilrauninni með
heimspekilegri ró. „Það hefur tekið ykkur lang-
an tíma að verða gömul, þið getið eflaust verið
ánægð með að verða ung á hálfri klukkustund!
En vatnið stendur ykkur til boða.“
Hann fyllti glös þeirra á ný með æskulíkjörn-
17. TBL. 1990 VIKAN 43