Vikan - 23.08.1990, Side 50
Gunnlaug Hanna við hljoðfærið
á heimili sinu á Fjóni. „Það var
mikið sungið á heimili mínu á
Akureyri," segir hún, en það var
ekki fyrr en hún var flutt til
Danmerkur sem hún fór að
syngja opinberlega. Og nú er
komin út í Danmörku
hljómplata með söng hennar og
hefur hlotið góða dóma.
hún vann í pokagerð en þaðan fór hún til frek-
ara náms í Noregi. Hún fékk vinnu sem þerna
á Gullfossi þar sem Gísli vann sem háseti og
þau felldu strax hugi saman. Tveim mánuðum
seinna opinberuðu þau trúlofun sína. Seinna
lauk Gísli námi við Stýrimannaskólann og fór á
sjó en Gullý Hanna fékk starf á skrifstofu út-
gerðarinnar.
„Það var mikið sungið á heimili mínu á Akur-
eyri,“ rifjaði Gullý Hanna eitt sinn upp við
danskan blaðamann. „Ekki eins og hér í Dan-
mörku þar sem áfengt öl og vín er yfirleitt haft
með. Við drukkum ekkert sterkara en kaffi
heima og borðuðum kökur með.“
GUNNLAUG HANNA RAGNARSDÓTTIR, (SLENSK SÖNGKONA í DANMÖRKU:
Hefur fagra rödd og þykir
hafin yfír venjulegt danskt popp
Ismábænum Tásinge fyrir sunnan Svend-
borg á Fjóni í Danmörku búa íslensk
hjón, Gísli Guðjónsson og Gunnlaug
Hanna Ragnarsdóttir. Gísli er skipstjóri
að mennt, danskur í móðurætt og neydd-
ist til aö gerast danskur ríkisborgari til að fá
réttindi til að stjórna dönskum skipum. Gunn-
laug Hanna er aftur á móti (slendingur I húð og
hár þótt þau hjón hafi flutt til Danmerkur árið
1975. Það ár fæddist eldri sonur þeirra, Guð-
jón Emil, sem telst líka til íslendinga en yngri
sonurinn, Ragnar Michael, getur ráðið því
hvort ríkisfangið hann tekur upp. Annars var
það húsmóðirin, Gullý Hanna eins og hún er
kölluð, sem við ætluðum að segja svolítið frá.
Rödd hennar heyrist af og til í danska út-
varpinu enda hefur hún sungið inn á plötu og
er töluvert vinsæl. Platan heitir „Drömmen" og
lögin eru ýmist sungin á dönsku eða íslensku.
Textarnir fjalla um drauma og langanir en
meðan Gísli er á sjó neitar Gullý Hanna að
koma fram opinberlega.
„Ég kann illa við að vera mikið ein,“ segir
hún, „svo að þegar Gísli er á sjónum og strák-
arnir í skólanum sest ég stundum við hljóðfær-
ið og lögin verða til.“ Hún er ættuð frá Akureyri
og var í húsmæðraskóla á (safirði á yngri
árum. Hún hefur líka gaman af að prjóna og
bródera og einu sinni í viku fer hún í sauma-
klúbb með nokkrum rosknum, dönskum
konum. Hún fór ung til Reykjavíkur þar sem
Hjónin Gunnlaug Hanna og Gisli ásamt sonum
sínum tveim, Guðjóni Emil og Ragnari Michael.
Sá eldri fæddist á meðan þau hjónin voru búsett
á íslandi. Sá yngri getur hins vegar ráðið því
hvort ríkisfangið hann velur sér, íslenskt eða
danskt.
Þegar hún hafði búið í Danmörku um skeið
fékk söngglöð vinkona hennar hana til að ger-
ast meðlimur I danskri útgáfu af Vísnavinum.
Skömmu síðar fór hún að koma fram opinber-
lega. Fyrst í tríói, sem meðal annars ferðaðist
einu sinni til íslands, en ekki leið á löngu þartil
hún fór að koma fram ein. Þá var hún þegar
farin að semja sín eigin lög.
„Til að byrja með samdi ég lög við Ijóð Dav-
íðs Stefánssonar en svo fór ég að spreyta mig
á dönskum skáldum líka. Nú er svo komið,
þegar ég sakna Gísla óstjórnlega mikið, að ég
er farin að semja mína eigin texta."
En undir niðri blundaði draumurinn um að
syngja inn á hljómplötu og sá draumur rættist
þegar danska útgáfufyrirtækið Hot Sound Stu-
die ákvað að gefa söng hennar og lög út á
snældum, plötum og geisladiskum. Afrakstur-
inn fékk góða dóma og enn betri viðtökur. (Jyl-
lands-posten var meðal annars sagt að hún
hefði fagra söngrödd og væri hafin yfir venju-
legt danskt popp. Gullý Hanna er því orðin vin-
sæl og eftirsótt í Danmörku þótt hún virðist
ekki eins vel þekkt hér á landi. En það er líka
svolítið erfitt að fá hana til að koma fram. Hún
tekur það ekki í mál þegar Gfsli er á sjónum,
enda er hún þá heima með strákunum sínum -
og þegar Gísli kemur í land hefur hún um allt
annað að hugsa en að syngja fyrir almenning.
Að minnsta kosti fyrst í stað því að allt verður
að hafa sinn gang.
50 VIKAN 17. TBL 1990