Vikan - 23.08.1990, Page 52
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
HVER ER ÞESSI
JULIA ROBERTS?
Hún er aðeins 22 ára
gömul, hefur leikið í sjö
kvikmyndum og er
þegar orðin ein hæst launaða
leikkona Bandaríkjanna. Hún
tekur ekki minna en milljón dali
fyrir að koma fram í kvikmynd
og kaupkröfurnar fara hækk-
andi. Hún er hvort tveggja í
senn, kynbomba og indælis
stúlka, líkami hennar er sexý
og andlitið fjölbreytilegt. Hún
er hávaxin og það er engu lík-
ara en að hún búi yfir ýmsum
persónuleikum sem bítast um
að ná yfirhöndinni yfir útliti
hennar og líkama. Stundum er
hún „töff pía“ en skömmu síð-
ar er hún orðin að einlægri og
sakleysislegri stúlku. Hún læt-
ur lítið uppi um sjálfa sig enda
er haft fyrir satt að hún sé
hrædd við blaðamenn. Margir
þeirra hafa mistúlkað orð
hennar eða gert sér mikinn
mat úr litlu efni svo að hún er
orðin tortryggin gagnvart
þeim.
Hún fæddist inn í leikarafjöl-
skyldu í smábænum Smyrna (
Georgíufylki og fékk snemma
áhuga á alvarlegum bók-
menntum. Á fyrstu árum sín-
um í menntaskóla fékk hún
andúð á algebru svo aö hún
hætti að mæta í algebrutíma
en las f staðinn doðrantinn
„Leaves of Grass" eftir Walt
Witman. Síðan fór hún að lesa
Ijóð og fannst hún hafa himin
höndum tekið þegar hún
komst yfir miðaldabókina
Kantaraborgarsögur sem er
að langmestu leyti í bundnu
máli á fremur fornri ensku.
Hún fór sautján ára gömul til
New York til að leggja stund á
leiklist. Þar reyndi hún að fela
uppruna sinn með því að nota
fínni mállýsku en tíðkast með-
al almennings í Georgíu og
enn þann dag í dag breiðir hún
yfir suðurríkjaframburðinn
þegar hún talar við blaða-
menn. En það fór lítið fyrir
leiklistarnáminu í New York.
Henni fannst hún ekki læra
neitt frumlegt þar og hafði ekki
beint áhuga á að fást við það
sama og allir hinir nemendurn-
ir, svo að hún gaf námið hrein-
lega upp á bátinn.
Bróðir hennar, Eric Roberts,
var orðinn töluvert þekktur
leikari þegar hún fékk stóra
tækifærið enda hefur hann
hjálpað henni mikið. Auðvitað
þykir henni vænt um bróður
sinn en vill þó ekki gera mikið
úr skyldleikanum. Hún segir
að þau séu eins ólík í leikstíl
og Van Gogh og Picasso. Það
vill líka svo vel til að Picasso
Julia Roberts
er aðeins 22
ára en hefur
leikið í sjö
kvikmyndum.
Hún kemur
mörgum fyrir
sjónir sem al-
varleg stúlka
sem stefnir
hátt og þess
vegna kemur
ýmislegt í fari
hennar á óvart
þegar fólk fer
að kynnast
henni.
er uppáhalds málarinn hans
en hún er aftur á móti mjög
hrifin af Van Gogh. Hún hefur
bent á að Picasso sé meistari
forms og tækni en Van Gogh
aftur á móti meistari tilfinning-
anna. „Þeir eru báðir málarar,"
hefur hún sagt. „Mjög ólíkir
málarar-en við erum leikarar.
Mjög ólíkir leikarar."
Hér á landi er Julia Roberts
líklega þekktust fyrir leik sinn í
myndinni Stórkostleg stúlka
(Pretty Woman) á móti Ric-
hard Gere en í næstu mynd
sinni, Flatliners, lék hún á móti
Kiefer Sutherland. Þau kynnt-
ust vel meðan á tökum mynd-
arinnar stóð og hafa verið ó-
slitið saman síðan. Hún hefur
bent á að jafnvel þótt kvik-
myndaleikur sé ekkert annað
en vel skipulögð látalæti kom-
ist hún ekki hjá því að komast
í mismunandi tilfinningalegt
samband við mótleikara sína,
eftir eðli hlutverksins sem hún
leikur hverju sinni, því að hún
hefur tilhneigingu til að lifa sig
inn í hlutverkið. Ekki þó þannig
að hún breytist smám saman í
þá persónu sem hún á að leika
því að hún leggur mikla vinnu i
að hugsa upp hvað hún eigi að
setja í leikinn þegar hún er
ekki í myndverinu. En þegar á
hólminn er komið hefur hún
mótað hugmyndir sínar og
hellir sér svo út í leikinn með
öll tilfinningaleg smáatriði á
hreinu. í kvikmyndaverinu
heldur hún sig allan tímann við
þá persónu sem hún leikur,
hvort sem hún er fyrir framan
upptökuvélarnar eða bara að
Julia kynntist Kiefer
Sutherland meðan á töku
myndarinnar Flatliners
stóð og hafa þau verið
óaðskiljanleg síðan.
Kiefer er, eins og nafnið
og útlitið ber með sér,
sonur leikarans góð-
kunna Donalds Suther-
land.
fá sér kaffi á milli atriða með
hinu starfsfólkinu. Utan kvik-
myndaversins verður hún hins
vegar aftur hún sjálf.
Hún kemur mörgum fyrir
sjónir sem alvarleg stúlka sem
stefnir hátt og þess vegna
kemur ýmislegt í fari hennar á
óvart þegar fólk fer að kynnast
henni. Hún hefur lymskulega
kímnigáfu og er sögö segja
klúrar skrítlur af hreinustu
snilld, í góðra vina hópi, án
þess að fá sér að borða. Hún
er ekki mikið gefin fyrir þessi
frægu Hollywood-partí og seg-
ist sjaldan fara út nema þá til
þass að fá sér að borða. Hún
hefur nýlega keypt sér glæsi-
legt hús í Los Angeles og þótt
hún stefni hátt á kvikmynda-
brautinni segir hún að sig
dreymi um að eignast börn og
fjölskyldu og að það skipti
hana í rauninni miklu meira
máli en kvikmyndaleikurinn.
Nýjasta myndin sem hún lék
í heitir Sleeping with the
Enemy og verður ekki sett á
markað fyrr en á næsta ári.
Ekki þykir ástæða til að setja
nýja mynd með henni á mark-
að strax á meðan síðustu
52 VIKAN 17. TBL. 1990