Vikan


Vikan - 23.08.1990, Side 53

Vikan - 23.08.1990, Side 53
myndir hennar, Pretty Woman og Flatliners, ganga eins vel og raun ber vitni. Sagt er að hún sé eins og ný persóna í hverri nýrri mynd svo að kvik- myndajöfrunum í Hollywood finnst allt í lagi að láta aðdá- endur hennar bíða í eitt ár eða svo. Hún er talin mjög leyndar- dómsfull kona enda sagöi hún einhvern tíma við leikstjóra myndarinnar Sleeping with the Enemy, þegar hann klóraði sér í kollinum og sagðist ekki alveg botna í henni: „Þú vilt þó ekki að þú getir reiknað mig al- veg út, er þaö?“ Annars finnst leikstjórum gott að vinna með henni. ( einu atriði myndarinnar Stór- kostleg stúlka á Richard Gere aö öskra á hana. Atriðið var oft tekið upp en hún virtist jafn- særð í hvert skipti og hágrét í lok hverrar töku. Þegar Meryl Streep kom fram á sjónarsviðið var talað um að hún væri eins og James Dean endurfæddur í kvenlík- ama. Julia Roberts er kannski ekki eins mikill James Dean og Meryl Streep en hún er ekki síður áhugaverð. Hún er skærasta nýstirnið í Holly- wood um þessar mundir, sveipuð dularljóma og seið- magnaðri útgeislun. Hún er rétt að byrja í bransanum en á sennilega eftir að sjást mikið á hvíta tjaldinu í framtíðinni - nema hún fari að taka upp á því að giftast og eignast börn. Julia Roberts er skœrasta nýstirnið í Hollywood um þessar mundir, sveipuð dularljóma og seið- magnaðri útgeislun. PRETTY WOMAN - STÓRKOSTLEG KONA - SUMARMYNDIN í ÁR > OSKUBUSKUiÆVINTYRIN GERAST ENN Aári hverju eru alltaf nokkrar kvikmyndir sem koma á óvart hvað aðsókn snertir. Fokdýru stór- myndirnar kiikka og litlu ódýru myndirnar slá í gegn. Fjölmörg dæmi höfum við um það. Kvik- myndin Pretty Woman eða Stórkostleg kona hefur undan- farnar vikur og mánuði verið sýnd í Bíóhöllinni við fádæma góða aðsókn. Hún er einmitt ein af þessum ódýru myndum sem engan grunaði, allra síst framleiðendur, að ætti eftir að slá aðsóknarmet víða um lönd. í Þýskalandi sáu myndina 770 þúsund manns á ellefu dögum og jafnvel heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu kom ekki f veg fyrir mjög góða aðsókn. Þar í landi er hún sögð vera bíómynd sumarsins og ber það nafn meö rentu. En hvað er svona merkilegt við þesa mynd? Fátt eitt ef nokkuð segja gagnrýnendur en aðsóknin segir sitt og áhorfendur eru á allt á öðru máli. Góð vísa er aldrei of oft kveðin stendur einhvers stað- ar og það á við um efnisþráð- inn í Pretty Woman. Þetta er öskubuskuævintýrið í nútíma- mynd eða breytt útgáfa af My Fair Lady þar sem gleðikona kemur í stað blómasölustúlk- unnar. Ríki maðurinn, sem leikinn er af hinum fertuga Ric- hard Gere, ræður til sín að- stoðarmann sem er auralítil gleðikona og leikin af Juliu Ro- berts (22 ára). Þau fella hugi saman, hann lætur bernsku- draum hennar rætast og nær í hana á hvítum fáki, öllu heldur hvítri glæsikerru og allt endar vel. Sætt lítið ævintýri sem endar vel. „Fyrst komu unglingarnir og svo hinir eldri, allt upp f sjötugt," segja þýskir forráða- menn kvikmyndahúsa og eru fjarska hressir. „í myndinni er ekki ofbeldi eða tæknibrellur í Richard Gere og Julia Roberts fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Pretty Woman. Síðan um miðjan maí hafa yfir fjörutíu þúsund manns séð myndina hér á landi og það er eins og það gerist best, að sögn sýningarstjóra Bíóhallarinnar. Alfreð Ámason í anddyri Bíóhallarínnar. Um þessar dyr hafa margir farið tll að sjá sumarmyndina í ár, Pretty Woman. Aðsóknin gífuriega góð eins og víða annars staðar í heiminum. uosm oaniei hasarstíl heldur einfalt samspil karls og konu í ævintýrastíl. Það eru til prinsessu- og prinsadraumar í hverjum og einum en konur eru þó í meiri-' hluta sé litið yfir alla þá aldurs- hópa sem séð hafa myndina." Dorit Brake er 62 ára og segir ( þýska blaðinu Bild: „Richard Gere er sannur herramaður, kaldur og áræðinn en samt hjartahlýr. Hann er karlmann- legur, sterkur og mjúkur. Þannig eiga karlmenn að vera og ég fann mig í örmum hans. Ég hef ekki lengi séð svona skemmtilega mynd.“ Hér á landi má með sanni segja að Pretty Woman sé bíómynd sumarsins. „Síðan um miðjan maí og fram á þennan dag hafa yfir fjörutíu þúsund manns komið og séð myndina og það er eins og það gerist best,“ segir Alfreö Árnason, sýningarstjóri Bíó- hallarinnar. „Til samanburðar má nefna Leathal Weapon en hana sáu um þrjátíu þúsund manns og þó var hún bönnuð innan sextán ára. Síðustu James Bond-mynd sáu fjöru- tíu og fimm þúsund til fimmtíu þúsund manns en það er mesta aðsókn sem ég man eftir á eina mynd. Pretty Wo- man er hins vegar enn í bull- andi aðsókn og enginn veit hvað hún gerir þegar upp verður staðið. Unglingar voru fyrstu gestir og myndin fékk greinilega góða dóma inni á heimilunum því aðsóknin breyttist í fjölskyldufólk, eink- um mæðgur og vinkonur, hef ég tekið eftir. Myndin fékk strax gott umtal meðal starfs- fólks kvikmyndafyrirtækjanna, jafnvel hjá keppinautum, svo hún fékk fljúgandi dreifingu þegar frá byrjun. Það má held- ur ekki gleyma því að í mynd- inni er mikið af góðri tónlist, vinsælli tónlist frá ýmsum tím- um sem gefur myndinni sterka Frh. á næstu opnu 17. TBL. 1990 VIKAN 53 TEXTI: PORGEIR ÁSTVALDSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.