Vikan


Vikan - 23.08.1990, Page 57

Vikan - 23.08.1990, Page 57
í stórum systkinahópi er eitt og annað sem hefur óneitanlega ákveðin áhrif á okkur. Á stóru og barnmörgu heimili er nán- ast útilokað að hægt sé að veita öllum þessum ólíku sál- um þá einstaklingsumhyggju sem kannski er framkvæman- leg þegar börnin eru færri. Oft- ast er það þannig að við fáum helst þau tækifæri og þá at- hygli sem við sjálf nælum okk- ur í með dugnaði og fram- hleypni vegna þess að foreldr- ar okkar mega þakka fyrir að geta brauðfætt allan barna- skarann og átt húsaskjól fyrir hópinn, auk þess að eiga föt á alla. Hætt er við að vandfund- inn reynist sá tími sem ætti að nota til að byggja upp hvern einstakling fjölskyldunnar sem sjálfstæða veru. Af þessum augljósu ástæðum er líklegt aö við séum að minnsta kosti mörg hver frekar óþjálfuð í að tjá sálræna og tilfinningalega þætti okkar. Þar er líka senni- legt að einhver börn úr stórum systkinahópi venji sig mjög snemma á að gera sáralitlar kröfur um ást og athygli af ótta við að íþyngja pabba og mömmu. Foreldrar, sem eru með barnmargt heimili, eiga aug- Ijóslega fáar frístundir og eru þess vegna oft þreyttir. Hitt er svo annað mál að það fylgir því oftast mikil hamingja að hafa fætt af sér stóran og myndarlegan barnahóp. Þú talar um að þú hafir átt góða æsku og er það örugglega rétt því sjaldan vantar hjartahlýju og félagsskap þar sem margir eru I heimili. Börnin tala saman, rífast og gleðjast ef vel gengur. Við erum við slikar aðstæður aldrei ein og oft furðu sjálfstæð þegar upp er staðið. Þetta sjálfstæði liggur oftast til sjálfsdáða, sem þú fannst þegar þú sem ung stúlka dreifst þig glaðbeitt með gagnfræðapróf upp á vasann í vinnu til Reykjavíkur. TILHUGALÍF Á þeim árum þegar við flest byrjum að fá löngun til að eign- ast lífsförunaut grlpa okkur mislitar tilfinningar. Við erum flest hrekklaus og einlæg og dettur ekki í hug að ástinni og síðan jafnvel hjónabandinu geti fylgt armæða og kvalræði sem liggur í að annar aðilinn kúgar hinn. í tilhugalífinu erum við venjulega hlý, tilfinninga- næm, spennt og viðkvæm. Væntingarnar, sem við höfum flest, eru langt frá því að vera tengdar yfirgangi og frekjuí- mynd einhverri. Við vonumst náttúrlega flest til að verða hamingjusöm í hjónabandi og miðum væntingarnar við að flest gangi á betri veginn. En eins og við flest vitum, sem erum í hjónabandi, er eitt og annað sem breytist þegar deila þarf sama herberginu með annarri manneskju tuttugu og fjóra tíma sólar- hringsins. Við verðum líka að taka annars konar ábyrgð þegar við erum í sambúð. ÁHYGGJUEFNI Peningamál eru oft áhyggju- og rifrildisefni sem erfitt er að horfa framhjá og láta ekki fara í taugarnar á sér. Við viljum koma okkur sem best fyrir og sem fyrst og um leið búum við til börn sem við verðum aö gefa tíma. Þetta þýðir að á fyrstu árum sambúðar finnum við kannski ekki svo mikið fyrir tilhneigingu okkar eða hins að- ilans til að ráða og stjórna. Okkur finnst nánast eölilegt að þessum byrjunarerfiðleikum fylgi eitt og annað geð- og sálrænt. Við erum yfirleitt fljót að fyrirgefa vegna þess að logar ástarinnar eru enn þá heitir og unaðslegir þrátt fyrir augljós vandræði á milli. Þeir sem koma úr stórri fjölslkyldu eins og þú, kæra Friðsemd, eru ekki óvanir einu og öðru sem fylgir fyrirgangi. Á móti kemur að þú ert á þessum árum lítið þjálfuð úr uppvextin- um í aö tjá tilfinningar þínar og sálarástand, eins og ég hef þegar bent á. Þegar þú varst að keppa að uppbyggingu nýs heimilis og venjast uppeldi barna er mjög sennilegt að þú hafir álitið yfir- gang mannsins þíns fyrst og framan af part af eðlilegu streituástandi, kannski vegna of mikillar vinnu hans fyrir bú og börn. Síðan gerist það nátt- úrlega aö þú ferð að gera þér grein fyrir að honum er eðlilegt að vera frekur og tillitslaus nánast af engu tilefni. Þegar þetta fer að renna upp fyrir þér er það erfitt fyrir skapstóran aðila eins og þú ert, þó ég viðurkenni að skap þitt liggur heldur djúpt og er þar af leið- andi líklegt að þú safnir oftast upp reiðinni og vonbrigðunum sem ofríki hans framkallar. Eins ertu nánast varnarlaus vegna þess að þú virðist ekki hafa haft andlega burði til að standa uppi í hárinu á honum. Smátt og smátt gefstu upp fyrir honum og verður þunglynd og vonlaus, vegna þess að hann er oftar en ekki ósanngjarn. Þú verður áhyggjufull vegna þess að það lítur út sem þú sért gallagripur en hann aftur á móti óaðfinnanlegur. Þess vegna siðar hann þig til og tel- ur um leið sjálfum sér trú um að hann verði að bera ábyrgö á þér. Verst er að þú virðist sjálf fyrir löngu vera farin aö trúa þvi að án hans stuðnings sértu ófær um að bjarga þér. Á þessar vanmatstilfinningar þínar spilar hann síðan og vandinn og vonleysi þitt eykst auðvitað. RANGT HEGÐUNARMYNSTUR Börn sem alast upp með for- eldri sem gerir lítið úr maka sínum, eins og hann gerir úr þér, fá ekki holla fyrirmynd í föður sínum. Samt sem áður getur þetta gert þau fráhverf þér eins og þú reyndar finnur þegar kemur til tals að skilja. Þau standa með honum á móti þér. Af hverju? kann einhver að spyrja og finnast þetta undarleg ályktun hjá þér og mér. Þegar búið er að gera lít- ið úr móöur fyrir framan óþroskuð börn hennar - og kannski eru notuð meðul úr fortíðinni eins og „hún ætlaði að skilja ykkur ein eftir með mér þegar hún reyndi að svipta sig lífinu" - fá börnin trúlega mikla samúð með föð- ur sínum sem á svona sjálfs- elska konu, eins og hann gæti auðveldlega bætt við. Börn eru ekki fær um að draga sál- fræðilegar niðurstöður af svona gagnrýni. Þau taka orð oftast bókstaflega og kunna vitanlega ekki annað. Þegar svo þessi sömu börn eldast og þroskast sjá þau smátt og smátt hvort foreldrið hefur brugðist eða kúgað hitt. Allar varnir eru því nánast vonlaus- ar því auðvelt er að róa á móti foreldri sem er sjálft með mikla og margþættar efasemdir um sig eins og þú, kæra Friðsemd. Þetta ástand fyllir þig síðan vonleysi og uppgjöf og fær þig til aö efast um færni þína til að standa á eigin fótum. STJÓRNSEMI ER ÓÞOLANDI Enginn hefur leyfi til að slá eign sinni á aðra manneskju þó að sumt fólk haldi að það megi það og trúi jafnvel að þaö færi viðkomandi nær sér. Þetta er heiftarlegur misskiln- ingur sem vert er að gefa dá- lítinn gaum. Venjulega hrjáir rosaleg minnimáttarkennd kúgarana og engu líkara en þeim finnist sjálfstraust sitt aukast með því að finna að þeir geta beygt annað fólk undir sinn vilja. ( þessu tilviki er maðurinn þinn sá sem raun- verulega á við sálræn vanda- mál að stríða en gerir sér ekki minnstu grein fyrir þvi. Það er sjúkt hugarástand að vera haldinn þeim hrapallega mis- skilningi að við getum á sama tíma og við óskum eftir elsku og ást maka okkar sýnt honum megnustu fyrirlitningu og trúað því síðan að viðkomandi hoppi hæð sína af fögnuöi ef slíkum aöila þóknast á milli að vera hlýlegur og góður þeim sem verið er að hrella. Heimskulegt, ekki satt, og full- komið vanmat á annarri persónu. SJÁLFSVÍG VONLAUS FLÓTTALEIÐ Þegar við sjáum enga undankomuleið út úr erfiðleik- um okkar er ekki ósjaldan að okkur dettur sjálfsvíg í hug sem eina hugsanlega lausnin á okkar málum. Sem betur fer hafa þær tilraunir þínar, kæra Friðsemd, misheppnast, eins og þú bendir svo skynsamlega á sjálf. Að hverfa inn i annan heim leysir ekki neinn vanda og er það aldrei of oft undir- strikað. Vissar aðstæður okkar í lífinu geta óneitanlega fyllt okkur óbærilegu vonleysi og um leið valdið sterkri sjálfsfyr- irlitningu sem grefur undan trú okkar á mátt okkar og megin. Þegar við erum í þokkabót að berjast við einstaklinga, sem við stöndum í tilfinningasam- bandi við, er myrkrið oftast algert, þegar hvorki er á okkur hlustað né gerð minnsta til- raun til að okkar sjónarmið fá notið sín. ( slíku hugarástandi er nauðsynlegt að leita sér hjálpar sérfróðra, svo sem sál- fræðinga, ekki síst ef við höf- Frh. á bls. 61 17.TBL. 1990 VIKAN 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.