Vikan - 23.08.1990, Side 61
SEGLUM EKIÐ
EFTIR VINDI
Frh.afbls. 46
SÁLR/íN
SJÓNARMIÐ
Frh. af bls. 57
töku en síöan fer Jón Teitur út
á voginn á litlum seglbáti til aö
sýna okkur hvernig aka ber
seglum eftir vindi. Vindur er á
suðaustan og því er næstum
skjól við garðinn. Báturinn
skríður hægt út á voginn. Þeg-
ar kemur fyrir garðinn nær byr-
inn seglinu og ferðin eykst.
Jón Teitur kann greinilega til
verka og kemur bátnum á
skrið. Eftir að hafa siglt beiti-
vind um stund vendir Jón
bátnum og kemur til baka á
fullri ferð. Við Ólafur erum
komnir út á hafnargarðsend-
ann og setjumst þar á stórgrýt-
ið. Jón Teitur kemur á fljúg-
andi ferð meðfram garðsend-
anum. Ólafur kallar til hans að
láta bátinn hallast. Jón Teitur
lætur ekki segja sér það tvisv-
ar en hallar bátnum það mikið
að hann fer á hliðina. En það
er ekki vandamál að fara á
hliðina ef maður kann til verka.
Jón Teitur hefur komið bátnum
á réttan kjöl fyrr en varir og er
óðar kominn á ferð út á voginn
á nýjan leik.
Og áfram heldur leikurinn á
voginum. Árabátar, seglbátar,
seglbretti og sjósleðar fara um
voginn og er greinilegt að
stjórnendur þessara farar-
tækja njóta hverrar stundar til
hins ýtrasta.
Við kveðjum félagana í Sigl-
ingaklúbbnum Sigurfara með
kæru þakklæti fyrir samver-
una.
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + + F + + Li + \r £ + +
+ + + + + + + £ R + A + L E 1 ]) + s
+ + + + + + + F ú S T A. + T A- M T
+ + + + + + + A D s T Æ D U ]> + E
+ + + + + + + L A T A + s N A U 0 A
+ K A p P A N A + - + 3 + D- + H + F
G A L L A L A U S T + L A R A + H F
+ N E 0 N + U S L I + A. L U L L U +
S N I D + S T + E + A G A N G 1 N N
+ S N I K K A R I + R + U + E N D A
+ K A N N A B I S + Ó S K U N D I R
+ I + + Æ R A S T + 5 T U N G A. N T
+ + H Æ P 1 N I + M + A 15 G + + N +
+ V A V A N 1 N + E I N + V ó K + Ó
L I M 1 + N + N E I N D + E L V t S
+ L A N D + + + I N N A + R + E + K
+ L + + R £ K A L D I + F J Ö R G A.
+ + G R E Y I Ð + Ý R + L A. G + Ö R
K I< E I K + S V E R + G Ó R N I N +
+ A R F I + T E K + D 0 K + x IJ G A
+ F A T + V A N K I + S T I N N U U
H A L A G A + T I N N A + L + + F A
G L Æ R I N G A + F A n A -r S K E L
+ A S + L 1 N + L A. G + S 0 T A !> +
G R A N Ð + á 1 a s 0 r ’ t Ú R 1) I
Lausnarorð á síðustu krossgátu
FJÁRAFLAMAÐUR
um þegar reynt að leita hjálpar
í gegnum vini og kunningja og
það ekki dugað nema
skammt. Sannleikurinn er
nefnilega sá að oft er meðferð
þeirra sem betur ættu að
þekkja sálarlíf okkar en jafnvel
raungott fólk og við sjálf full-
komlega nauðsynleg til að
breyta afstöðu okkar til á-
standsins og okkar sjálfra.
Sjálfsmorð er skammvinn
lausn því allt bendir til að við
lifum líkamsdauðann og ef svo
er sitjum við uppi með allan
okkar vanda jafnt sem áður,
því sálarlegir eiginleikar okkar
eru þeir þættir sem lifa áfram
eftir svokallaðan dauða. Það
þarf ekki mikið ímyndunarafl til
að átta sig á þvi að við hljótum
að fyllast skelfingu þegar það
rennur upp fyrir okkur eftir
sjálfsvíg að við erum jafn lif-
andi andlega eins og við vor-
um áður á jörðinni. Til viðbótar
þeirri miklu vanlíðan, sem við
vorum heltekin af, erum við
þrúguð af ólýsanlegri sektar-
kennd því við höfum kannski
svikið börn og aðra ástvini
með verknaðinum. Munurinn
er sá að þessar tilfinningar er í
flestum tilvikum hægt að upp-
ræta á jörðinni en aftur á móti
er erfiðara að losna við þær
víðsfjarri þeim sem þær
tengjast. Þannig má búast við
mikilli viðbótarvanliðan ef
sjálfsmorð heppnast. Þó skal
fúslega viðurkennt að við eig-
um hinum megin vissulega
kost á að komast út úr því
myrkri sem sjálfsvíginu fylgir
en ekki án þess að verða að
bera fulla ábyrgð á gerðum
okkar.
ENGUM ER ALLS
VARNAÐ
Þegar ég skoða skriftina
þína kemur í Ijós að þér er eitt
og annað til lista lagt. Upplag
þitt virðist vera viökvæmt, dult
og tiltölulega ihaldssamt.
Þetta þýðir að áreynslulítið er
fyrir þá sem þér eru kærir að
særa þig og jafnvel draga þig
á asnaeyrunum, jafnvel án
þess að þú virðist skynja það
nema að það sé ítrekað. Þeg-
ar við erum dul eins og þú, er
hætt við að við söfnum upp
langvinnri reiði sem dregur
okkur niður andlega af því að
hún fær ekki að ganga út á
réttan og heilbrigðan hátt, er
jafnvel með fyrigangi annarra
kæfð ( fæðingu. Þetta gerir
það að verkum að þú getur
fyllst ótrúlegu vonleysi,
kannski nánast af frekar litlu
tilefni, af því að sársaukaskyn
þitt er næmt og þú ert dul (
þokkabót. (haldssemi þín
verður ósjálfrátt þess valdandi
að þú átt erfitt með að koma
þér út úr þeim aðstæðum sem
þú þekkir en ert kannski alls
ekki hamingjusöm í. Af tvennu
illu viltu heldur vera ( því and-
rúmslofti og með þeim ein-
staklingum sem þú nokkurn
veginn veist hvernig geta þró-
ast og reynst þér, þó slæmt sé
fyrir þig að viðurkenna það.
Þú virðist hugsa töluvert
mikið og þjást af öryggisleysi
og ótta en vantar hugrekki og
kjark til að losa þig við þann
sem meiðir þig. Sennilega
stafar þetta af djúplægu van-
mati á eigin persónu og alvar-
legum skorti á því sem kallað
er sjálfsást. Ef við íhugum
skriftina enn betur kemur í Ijós
að þú ert og getur verið mjög
smart og frumleg í þér. Eins er
mjög sterk þrá eftir friði og
jafnvægi í aðstæðum þínum
mjög einkennandi á þeim
skriftarflokki sem þú tilheyrir.
Þess vegna er þetta enda-
lausa stríð í hjónabandi þínu
mjög varhugavert fyrir þig.
Eins er gott fyrir þig að vita að
þú ættir ekki að nota áfengi
eða aðra vímugjafa. Þar ertu f
áhættuflokki, sýnist mér.
Þú virðist í eöli þínu glöð,
hefur og átt að hafa þó nokkurn
húmor. Félagslega virðist þú
vera heldur einangruð og úr
því verður þú að bæta með
því að finna þér eitthvert
áhugasvið sem grípur huga
þinn og tilfinningar. Þig skortir
einfaldlega áhugamál og til-
breytingu, hefur reyndar of
mikinn tíma til að gera þér lífið
erfitt og láta þér leiöast. Þú
þarft líka að umgangast fólk
með heilbrigð lífsviðhorf, fólk
sem býr yfir meira jafnvægi en
þú átt að venjast í þínu dag-
lega lífi. Óvitlaust væri að
reyna að sjá sem flesta kosti (
eigin fari. Mér sýnist í fljótu
bragði að þeir séu yfirdrifnir.
Þú ert ( verunni jákvæð og
verður að hlúa miklu betur að
þeim eiginleika en hingað til.
Eins væri ég ekki hissa þó þú
ættir erfitt með að sætta þig
við óréttlæti, eins sterka rétt-
lætiskennd og þú virðist hafa.
Reyndu ekki að bíða eftir að
maðurinn þinn læri að skilja
þig, þá verður þú einfaldlega
að bíða endalaust. Reyndu
frekar að auka skilning þinn á
eigin persónu og læra að líka
við hana. Þú viðurkennir að
þér finnist þú hafa mikið að lifa
fyrir, þar sem um er að ræða
börnin þín, foreldra og jafnvel
einhverja vini. Þetta er mjög
heilbrigð og jákvæð afstaða
og líkleg til að fleyta þér
framhjá einu og öðru sem þér
vex í augum. Það er engin
spurning að þú getur vorkunn-
arlaust snúið lífi þínu þér (
hag, það mikið er í þig varið.
Vertu ekki að vesenast ( því
sem liðið er, það gerir ekkert
gagn. Reyndu frekar að taka
einn dag ( einu fram á við
og mundu að Guð hjálpar
þeim sem hjálpar sér sjálfur.
Eða eins og einana eigin-
konan sagði eitt sinn við
vini sfna sem aldrei komu:
„Elskurnar mínar, oft er erf-
itt að vera einn en aldrei
eins og þegar fullt er af fólki
í kringum mann, fólki sem
maður er, án þess kannski
að vita það, löngu vaxinn frá
andlega. Þá er einmanaleik-
inn fyrst vandamál, sem
vissulega verður léttir að
yfirvinna ef maður nennir og
vill.“
Guð verði þér styrkur á nýrri
leið í leit þinni að því besta
sem í þér býr.
Með vinsemd,
Jóna Rúna
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu
Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau
i einkabréfi.
Utanáskriftin er:
VIKAN - Jóna Rúna Kvaran - Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
17. TBL. 1990 VIKAN ól