Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 27

Vikan - 17.12.1942, Side 27
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 27 7. Trafalgar. Það er ekki nema eðlilegt, að hjá oss Englendingum vakni sterkar tilfinningar, er vér eygjum þennan fræga höfða, þar sem Nelson vann hinn glæsilega sigur og féll við mikinn orðstír. Hér fann hann loks, að morgni dags, hinn 21. október 1805, flota Frakka og Spánverja. Hann hafði verið að leita að þeim mánuðum saman, frá Toulon og Cadiz og allt til Vestur-Indía, og fann þá nú, þar sem þeir höfðu fylkt sér í tvöfaldar vamar- línur, út af Trafalgar. Orustan stóð í 3 klukkust. og réði örlögum Evrópu. 10. Alsír. Borgin og það sem næst henni er af strandlengjunni, er það eina, sem vér sjáum af Afríku, alla leið þangað til komið er til eyjarinnar Malta. Frakkar eiga landið nú, og þeir gera hinar ítrustu tilraunir til að nema það, en þeir eru frægari fyrir annað en iandnám. Frökkum geðjast yfirleitt ekki að þvi, að þurfa að eiga heima mjög fjarri sinni fögru fósturjörð, og renna þvi aldrei vel saman við aðrar þjóðir. 11. Mið'jarðarhafið. I beinni stefnu á leiðokkarumMiðjarðarhafið, erueyj- arnar Pantelaría og Galeita, 17 enskar mílur frá Sikiley. Eyjar þessar eru frægar fyrir sina ljúffengu ávexti og góð vín. Þær Uggja að innsiglingunní í Tunisflóann, sem nefndur er meðal annars í sögu Karls fimmta, þegar hann gerði umsát um Túnis. Hér er aragrúi af itölskum fiskifleytum. 9. Gíbraltar. Þessi fræga klettaborg er fyrsta kolastöðin, þar sem skipi voru er ætlað að taka eldsneyti og vistir. Um- hverfið er mjög tilkómumikið. Fremst glottir lítið þorp, St. Roque, sem manni dettur í hug, að séu skjannahvítar tennur. Og þá er hinn frægi kork- skógur — yfirskeggið. 1 bak- sýn sjáum vér Granada-fjöllin. Til hægri handar er lág sand- strönd, „hlutlausa“ svæðið, á milli Spánar-strandar og brezka virkisins. Allmargt flutningaskipa og herskipa liggja á víkinni. Bretar hafa átt Gíbraltar síðan 1704, — lykilinn að Miðjarðarhafinu. 12. Malta. Þegar vér kom- til hafnarborgarinnar Valetta á Malta-eyjunni, sjáum vér, að þar er ákaflega mikið athafna- líf. Þar eru skip og fleytur í hundraða tali, brezk her- skip og allt niður i ítölsku smáfleyturnar, sem nefndar eru ,,Sp#ronaros“, sem flytja ávexti og grænmeti frá Sikil- ey. Þarna er líf og fjör. Eim- skipin koma og fara. — Oft hafa verið eigendaskipti að Maltaeyjunni, og margar þjóðir átt hana. Bretar tóku hana af Frökkum árið 1800. ■ 8. Tarifa. Ekki allfjarri „hliðinu" á milli „Herkúlesar-súlnanna", eins og Gibraltar-sundið var fyrrum nefnt, er borgin Tarifa, sem vér siglum fram hjá. Hennar er getið í hernaðarsögu Napóleons, því að Frakkar gerðu árangurslausa tilraun til þess að hernema borgina. 13. Alexandría. Borgina byggði Alexander hinn mikli og hún var um langt skeið verzlunarmiðstöð og siglinga, og jafnframt höfuðból mennta og menningar. 1 Alexandríu boðaði Markús fagnaðarerindið. Þar var biblían þýdd á grísku. Hér tapaði Antoníus heimsveldi á meðan hann var í ásta- bralli við Kleópötru. Hér sigruðu Bretar Frakka og hröktu þá úr Egiptalandi. Nú hefir vegur Alexandríu vaxið að nýju, síðan áætlunarskip P. & O.-línunnar hófu siglingar til Egyptalands. Ekki er borgin sjálf þó aðlaðandi. Ekkert er þar öðru markverðara að sjá, þegar undan er skilin skák sú, er Norðurálfumenn byggja og þar sem ræðismennimir búa. (Framhald á bls. 39.)

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.