Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 29

Vikan - 17.12.1942, Side 29
JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1942 29 ^~| PÓSTURINN Kæra Vika! Við vorum hér eitt kvöld nokkrir kunningjar að deila um það, hver hefði gert eftirfarandi línur: „Fuglar flugu yfir hafið með fögn- uði og vængjagný". Einn sagði, að þær væru í kvæði eftir Jón Magnús- son, en við leituðum í ljóðum hans og fundum þær hvergi. Ég hélt því fram, að þær væru eftir Jóhann Sigurjónsson, en gat ómögulega munað, hvað kvæðið hét, eða meira úr því, en mundi hinsvegar, að mér hafði þótt það mjög gott, þegar ég las það. Vilt þú nú ekki, Vika mín, komast að því sanna í málinu og birta kvæð- ið, ef það er stutt, sem mig minnir. Ljóðavinur og Vikuvinur. Svar: Þér höfðuð á réttu að standa, kvæðið er eftir Jóhann Sigurjónsson og birtist fyrst í Skírni 1910, síðan í II. bindi Rita Jóhanns Sigurjónsson- ar, sem Mál og Menning gaf út 1940. Kvæðið er svona: HEIMÞRÁ Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, — hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnipið allan þann dag. — Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Svar til daladætranna þriggja. Oss er því miður alveg ókleift að verða við þessari ósk ykkar að svo stöddu. Svar tii Asg. Asm. Slikar vélar eru ófáanlegar hér i Reykjavík sem stendur og getum vér því ekki gefið yður neinar upplýsing- ar um verð þeirra og slíkt. Svar til Ingim. Við munum taka til athugunar uppástungur yðar, þær eru alls ekki fráleitar, en við erum ekki viss um, að okkur sé fært að framkvæma þær. Svar til S.I.O. Að því er vér bezt vitum, er hún enn á lífi og gift, en hvort hún er búin að eiga bam, vitum vér ekki, og getum því ekki frætt yður um það. Svar til H. H. 1. — Þér getið reynt að fara eftir auglýsingum blaðanna og reyna hár- meðul, er þar eru auglýst, en ekki skulum við ábyrgjast gæði þeirra. 2. — Til eru ýms hárvötn við þessu og skulið þér leita til næsta lyfsala og vita, hvort hann getur ekki hjálp- að yður. 3. —- Textann getum við því miður ekki birt. Svar til sjógarps. Margir hafa orðið að þola þessa veiki alla ævi, án þess að fá bót á henni og teljum vér ólíklegt, að nokkurt varanlegt lyf sé til við henni. En áður en þér leggið í slík ferða- lög, getið þér fengið hjá lækni eða í lyfjabúðum skammta eða pillur, sem hjálpa eiga á meðan á ferðinni stendur. Svar til stúlku úti á landi. Eina ráðið, sem vér getum gefið yður, er það að leita til læknis með þetta, getur það stafað af truflun á blóðrásinni. Svar til Mikka og Balla. Oss er því miður ógerlegt að verða við ósk ykkar, þar eð vér höfuna ákveðið að birta ekki slíkt efni í blaðinu. 8var til B. G. Þér ættuð að leita til læknis með roðann, ef hann er yður mjög til ama, getur verið eitthvað athuga- vert við blóðrásina til höfuðsins. — Fyrsta boðorðið í baráttunni við filapenslana er, að halda húðinni vel hreinni. Það getur verið gott að þvo sér úr vökva með brennisteirþ saman við. Skuluð þér biðja lækni yðar að skrifa lyfseðil fyrir þeirri blöndu. Er þér kreistið fílapensla út, skuluð þér vefja örlítilli bómull um fingurgóm- ana, og gæta þess vel, að fílapensill- inn snerti ekki húðina. Þvoið síðan staðinn vandlega með 15 gr. hrein- um spiritus, sem nokkrum dropum af karból er blandað saman við. Kæra Vika! Þú getur víst ekki sagt mér, hvað- an „banjó“-inn er kominn? Svaraðu fljótt, þvi ég er mjög forvitin. Dúlla. Svar: „Banjó“-inn kom uppruna- lega frá Afriku, þar sem negrar spil- uðu á hann. Svar til Vöndu. Það er mjög erfitt að ráðleggja við slíku. Eiginlega er það alveg ókleift, því að menn eru svo ákaflega misjafnir. Reynið að koma bara fram við hann eins og aðra kunn- ingja yðar, og látið ekkert á því bera, áð þér kjósið hann fremur en aðra. Svar til Lillu. Okkur er alveg ómögulegt að spyrjast fyrir um, hvaða menn eru hér í Bandaríkjahernum. Þér ættuð því, ef yður er þetta mikið áhuga- mál, að snua yður til skrifstofu hers- ins og fá þar upplýsingar. Kæra Vika! Oeturðu sagt mér, hver hún var, þessi Harriet Beecher-Stowe, sem skrifaði bókina „Kofi Tómasar frænda" ? Spurull. Svar: Hún var amerísk skáldkona, er uppi var 1811—’96. Hún er fræg fyrir þessa bók sína, sem, þótt hún hafi ekkert bókmenntalegt gildi, vakti mikla hrifningu i Ameríku og víðar um heim. Kæra Vika! Þú getur víst ekki sagt mér, hvaða tónskáld samdi óperuna „Carmen"? Svaraðu fljótt, ef þú getur, því hér er um veðmál að ræða. Fáfróð. Svar: Óperan „Carmen" er eftir franska tónskáldið George (eiginlega Alexandre César Léopold) Bizet, sem uppi var 1838—’75. Svar til „mai’ætt". Eina ráðið fyrir yður er að leita til nuddkonu til að fá bót á meini yðar. Kæra Vika! Hvort er réttara að segja amerísk- ur eða amerikanskur ? Vinsamlegast. Levj. Svar: Þ'að er réttara að segja amerískur, hitt er afbökun úr dönsku. Kæra Vika! Mikið værir þú góð, ef þú vildir gefa mér einhverjar upplýsingar um eftirfarandi: 1. Nægir gagnfræðapróf, tekið i venjulegum gagnfræðaskóla, sem próf upp í 4. bekk menntaskóla, annað hvort í Rvik eða Akureyri? 2. Hvað fara mörg ár í að læra læknisfræði ? Heimskingi. Svar: 1. Nei, auk þess er nú búið að breyta reglugerð Menntaskólans í Rvik þannig, að gagnfræðapróf er tekið úr öðrum bekk en ekki þriðja, og er það einungis gagnfræðapróf úr gagnfræðadeild Menntaskólans og gagnfræðapróf úr Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem heimila setu í 3. bekk (þ. e. 1. bekk lærdómsdeildar). Á Akureyri er enn gamla reglugerðin með gagnfræðapróf upp úr þriðja bekk, en þar gilda ekki gagnfræða- próf úr hvaða skóla sem er. — 2. Það tekur að minnsta kosti níu ár. Erla og unnust- inn. Oddur: Hvað á það að' þýða, að láta alla þessa pakka á skrif- Oddur: Ég er svo reiður, að ég var næstum því bú- borðið mitt? Eg ætla ekki að fara að bera pakka fyrir neinn. Hvað inn að gleyma, að ég er búinn að lofa því að hitta Erlu haldið þið mig vera? — Burðarklár eða hvað? °g bjóða henni með mér að borða. Gummi: Jæja, allt í lagi, en vertu ekki reiður. Mér datt bara í hug, að þú hefðir ekkert á móti því að hjálpa Nonna, hann hefir svo skolli mikið. að gera. Erla: Oddur, ástin mín, ég þarf að kaupa dálítið áður en við förum að borða. Er þér ekki sama? > Oddur: Mér er það ánægja að fara með þér. Oddur: Nú er hún búin að vera Erla: Bara ein búð enn, ástin mín, og svo er ég til- í hálftíma inni í þessarri búð, og búin til þess að borða. ég er orðinn svangur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.