Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 43

Vikan - 17.12.1942, Side 43
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 43 Anaerískur sendiherra á íslandi. Mynd þessi er af Leland B. Morris sendiherra Ameríku á Islandi. Hann kom í stað Lincoln Mac Veagh, sem var gerður að sendiherra í Suður-Afríku. Staða Morris á íslandi er þýðingarmikil vegna þess, að mikið er nú af amerískum hersveitum þar, segir í fregninni, sem myndinni fylgdi að vestan. Fræg kýr. Mynd þessi sýnir kúna Elsie, sem vann rnörg verðlaun á heimssýningunni í New York, ásamt syni sínum ,,Victory“ (sigur). Sofandi barn. Mynd þessi sýnir litla, sofandi stúlku, Daniellu de Prume, flóttabarn frá Evrópu, sem leitað hefir hælis í Ameríku. Á flóttabarnaheimili því, sem hún er á, eru börn frá um tuttugu og sjö þjóðum. Tíu ára gantiall prédikari. Mynd þessi sýnir tiu ára gamla stúlku, Hazel Leighton, sem þegar hefir prédikað í tvö ár. Hún segir, að nótt eina, er hún hafi legið í rúmi sinu, hafi guð sagt henni, að hún ætti að predika sannleikann fyrir mönnunum. Stalin og i nui'cmn intiast. Mynd þessi sýnir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands og Joseph Stalin, er þeir ræddust við í Kreml í sumar. Virðist samkomulagið gott hjá þeim eftir svipn- um að dæma. / Sjálfboðaiiðar við niðursuðu ávaxta. Mynd þessi sýnir amerískar konur vera að búa grænmeti undir niöursuðu. Eru bæði ávextirnir og vinnan gefin, og á ekki að nota hina niðursoðnu ávexti fyrr en nauðsyn krefur. Borðaði dósalykil. Mynd þessi sýnir litla ameriska telpu, Sharon Bell, sem lá lengi fyrir dauðanum, vegna þess, að hún hafði borðað dósalykil, og stóð hann fastur í hálsi hennar. Voru gerðir á henni fjórir uppskurðir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.