Vikan - 17.12.1942, Qupperneq 51
JÓLABLÁÐ VIKUNNAR 1942
51
IH ÞORSTEINN ERLINGSSON
EGAR ég var smádrengur, fluttist til
Seyðisf jarðar merkur maður, sem ég
kynntist fljótt, þótt smár væri. —
Ekkert vissi ég um það, hvers vegna hann
var talinn merkur maður, en einhverja
hugmynd hafði ég þó um það, að einmitt
þess vegna væri hann kominn í okkar
pláss, — því að oft var minnst á hann
heima, þennan mann. Eg gerði mér hins
vegar sjálfur mínar hugmyndir um það,
hvers vegna hann væri merkur maður:
hann var svo fríður sýnum og góðlegur,
þó að hann væri með alskegg, — en al-
skegg var mér þá illa við á mönnum —
og njálrómur hans var svo þýðlegur, —.
og hann var svo góður við mig, — og hann
var svo góður við grátittlingana. Það var
ýmislegt fleira, sem undrun mína vakti í
fari þessa manns og lotningu fyrir honum:
Hann hafði meira af bókum í kringum sig
en ég hafði áður séð á einum stað, — ég
vissi það ekki þá, að ég hafði séð svo und-
ur lítið af þessum heimi, — og í öllum
þessum kynstrum af bókum voru bækur
með myndum, og ein þeirra 'stærri en
nokkur myndabók, sem ég hafði séð, með
myndum af fuglum og alls konar dýrum,
— það var gaman að fá að sitja flötum
beinum á gólfinu hjá honum, þessum
merka manni, og mega blaða í þessari bók:
•— hreinn um hendurnar? — ekki að rífa
blöðin! — önnur voru skilyrðin ekki, —
og svo að fá að heyra sögur um dýrin og
fuglana, ef hann hafði tóm til að sinna
mér. Og hann gaf sér oft tóm til þess.
Annars var hann alltaf að lesa eða skrifa,
þessi maður. Og þá var það eitt undrunar-
efnið: hann sat aldrei við skrifborðið sitt,
þó að hann væri að skrifa, — pabbi sat
alltaf við borðið, þegar hann skrifaði, og
hann var alltaf eitthvað að skrifa, í tóm-
stundum sínum á kvöldin. Nei, þessi maður
sat allan daginn í völtustól á miðju gólfi
í skrifstofukytrunni sinni, hvort heldur
hann var að lesa eða skrifa. Það var ákaf-
lega merkilegt, fannst mér, að geta skrif-
að, og skrifað svona fallega skrift, sitjandi
aftur á bak og ,,rugga“ sér á meðan, með
smákver í annarri hendinni, undir pappírs-
örkinni, sem hann skrifaði á.
Og þegar snjó lagði á jörð, var hann
alltaf að standa upp öðru hvoru og líta út
um gluggana, — þeir voru tveir og vissi
sinn í hvora áttina, — og svipast um.
„Þarna eruð þið þá komnir, vesalingarnir!“
sagði hann svo. Og ég komst brátt að því,
hverjir þessir vesalingar voru, sem hann
hafði verið að skyggnast eftir, það voru
grátittlingarnir! Hann lét gera hlera neð-
an við gluggana sína, úti fyrir, og á þessa
hlera fleygði hann ýmsu ætilegu, sem hann
vissi, að þessum litlu vinum hans kom vel
í harðindunum. Og þeir vissu strax til
hvers þessir hlerar voru, þó að fullorðna
fólkið skildi það ekki jafnfljótt, — og
smiðirnir, sem smíðuðu þá og komu þeim
upp fyrir hann, héldu, að hann væri ekki
með öllum mjalla. Grátittlingarnir þyrpt-
ust að úr öllum áttum í tuga og hundraða
tali, og tíndu upp brauðmolana og kornin,
sem borið var þarna á borð fyrir þá. Og
merki maðurinn stóð við gluggana á víxl
og hjalaði við vinina sína, eins og lítil
börn, sem ættu ósköp bágt. Og ég bað
pabba að gefa mér hlera fyrir utan „minn
glugga“ — hinu megin í húsinu — og þar
eignaðist ég líka mína vini. Hvergi var eins
mikið af grátittlingunum, eða umhverfis
nokkurt hús á Seyðisfirði, og hjá „Bjarka“,
— en svo var húsið nefnt, eftir blaðinu,
sem þar var gefið út og prentað, — og
mér hefir síðan dottið í hug, að óvíða á
landinu muni grátittlingum hafa verið sint
jafn vel og á Seyðisfirði á þessum árum.
Því að margir tóku upp sið merka manns-
ins, ritstjórans og ljóðskáldsins góða, Þor-
steins Erlingssonar. Þetta var hann, þessi
merki maður, og hann var þar hjá okkur
nokkur ár. Og ég á margar Ijúfar minn-
ingar um Þorstein frá þeim árum og marg-
ar þeirra broslegar líka. Hér skal nú sagt
frá einni slíkri.
Eitt var það mitt skyldustarf, þegar ég
var drengur, að hirða um fáein hænsn,
sem móðir mín átti. All-fús var ég að sinna
þessu, því að mér fannst mér vera sýnt
nokkurt traust með því.
Það var auðvitað brýnt fyrir mér, að
mjög væri áríðandi, að þetta væri sam-
vizkusamlega af hendi leyst, hænsnunum
gefið reglulega, hænsnahúsinu haldið þrifa-
legu, hafðar gætur á því, að ekki væri
súgur á hænsnunum og að ekki rigndi inn
á þau. En þetta gaf mér oft kærkomið til-
efni til að nota nagla og hamar, — ég
hafði ákaflega gaman af að „smíða“, eins
og títt er um drengi, og alltaf var eitt-
hvað hægt að klambra við þennan hænsna-
kofa.
Þetta gekk allt saman prýðilega, þó að
fyrir kæmu mistök. En þau voru þá helzt
þau, að egg vildu stundum ónýtast hjá
mér, með dálítið leiðum hætti. Ég leit
venjulega inn í kofann, þegar ég átti leið
fram hjá honum, og tók þá eggin, ef nokk-
ur voru. Það gat þá viljað til, að ég ræk-
ist á einhvern leikbróður minn á leiðinni
heim að húsinu, gæfi mér ekki tíma til að
skila eggjunum, ef þau voru fá, t. d. tvö
eða þrjú. Stakk ég þeim í buxnavasana,
ef ég þóttist þurfa að nota hendumar til
annars. Kom það þá fyrir, að ég gleymdi
þeim alveg og hugsaði ekki um þau fyrri
en ég rankaði við mér við það, að ég var
farinn að vökna innan klæða, — eggin þá
orðin að óþrifnaði í vösum mínum!
Alltaf má búast við því, að einhverjar
áhyggjur fylgi ábyrgðarmiklum störfum.
Og það var ekki örgrant um það, að ég
hefði nokkrar áhyggjur út af hænsnunum
hennar móður minnar. Einkum var það ein
hænan, ljótt, gult og geðvont hænurægsni,
sem oft gerði mér lífið leitt. Hún sóttist
eftir að liggja á eggjunum sínum, en henni
var ekki leyft það nema stöku sinnum, því
að hún var engin hæna til þess að hirða um
unga sína, þegar hún var búin að koma
þeim úr eggjunum. En hún tók þá bara
til sinna ráða, og verpti alls ekki heima hjá
sér, þegar þessi gállinn var á henni. Hún
fann sér fylgsni á hinum ólíklegustu stöð-
um, þar sem hún bjó um sig, verpti og ,,lá
á“, og svo var hún slungin, að ég var oft
í marga daga og jafnvel vikur, að leita
þessa staði uppi. Það kom fyrir, að ég fann
þá aldrei, en hún kom þá ef til vill spás-
sérandi heim, einn góðan veðurdag, með
heila hersingu af ungum á eftir sér. En
þegar hún var búin að velja sér stað, var
hún svo slóttug, að ég hafði ekki roð við
henni. Hún sat þá um færi að ,,hverfa“
einhvern veginn, t. d. ofan í skurði eða
moldarflög og híma þar tímunum saman,
þangað til hún þóttist vera viss um, að ég
væri búinn að gleyma henni, — eða þá
að hún vissi, að ég var hvergr nærri, og
og Ijóta,
gula
hœnan
skauzt þá til sinna eggja, til þess að bæta
við sig — og svo týndist hún alveg dög-
um saman, lá á eggjunum og bjargaði sér
einhvern veginn upp á sínar eigin spýtur.
En ég fékk skömm í hattinn á hverju
kvöldi fyrir ódugnaðinn, að finna ekki
hreiðrið hennar. Og það var sannarlega
öðru nær, en að mér þætti vænt um ljótu,
gulu hænuna.
Einu sinni sem oftar var á henni þessi
gáll, — hún búin að vera að heiman í
marga daga og ég búinn að leita mig
þreyttan.
En einn daginn, er ég var að koma heim
úr sendiferð fyrir móður mína, sá ég henni
bregða fyrir — og tókst þá allur á loft.
Hún var að skjótast inn í anddyri prent-
smiðjunnar, sem var í öðrum enda húss-
ins okkar. Ég hafði verið spölkorn í burtu,
en brá á sprett. En þegar ég kom inn í
forstofuna, var hænan horfin. Allar hurðir
í forstofunni voru lokaðar, svo að hænan
hlaut að hafa farið upp á loftið, því að
stiginn var þarna, gegnt útidyrunum. Ég
fór upp á loftið, en það var óinnréttað, að
öðru leyti en því að þar var eitt herbergi,
sem Þorsteinn notaði þá sem svefnher-
bergi, en annars var loftið eitt gímald og
notað til geymslu á pappír og alls konar
skrani, — og engir gluggar á. Þarna var
auðvelt fyrir hænuna að fela sig, enda
fann ég hana ekki. Leitaði þó aðeins laus-
lega á loftinu þá, og gægðist inn í svefnher-
bergi Þorsteins, því að hurðin stóð í hálfa
gátt. En nú þóttist ég þurfa að fá leyfi Þor-
steins til að leita rækilega á loftinu, fór
niður aftur og knúði að dyrunum á skrif-
stofu hans. Spurði ég hann, hvort hann
hefði ekki orðið var við ljótu, gulu hæn-
una mína undanfarna daga, — hún myndi
halda til einhvers staðar á loftinu. Hann
svaraði þeirri spurningu ekki, en fór að
brosa, og sagði: „Er hún nú að angra þig
enn þá einu sinni, ótætist ljóta, gula hæn-
an?“
Ég hélt það nú, og kvaðst hafa séð til
hennar fara inn í forstofuna, — hún væri
eflaust einhvers staðar á loftinu, — hvort
ég mætti ekki gera rækilega leit að henni
þar?
,,Já,“ sagði Þorsteinn og var enn bros-
andi, „líklega er hún einhvers staðar á loft-
inu, hænu-tetrið, og þú mátt leita, og leit-
aðu nú vel!“ — en svo bætti hann við:
„Þú hallar aftur hurðinni á svefnherberg-
Framhald á bls. 52.