Vikan


Vikan - 17.12.1942, Síða 52

Vikan - 17.12.1942, Síða 52
52 JÓLABLAÐ VTKUNNAR 1942 Fyrir handan höf. Framhald af bls. 16. fæðingu heima, og okkur kom saman um, að ekki væri hægt að lá honum það, að honum væri órótt. „Við verðum einhvern veginn að framleiða þetta bréf,“ varð hjúkrunarkonunni að orði. Og þú getur sjálf hugsað þér, hvernig við fórum að því. Þetta voru aðeins örfáar línur. Okkur þótti ekki sennilegt að móðir gæfi sér mikinn tíma til bréfaskrifta, svona fyrsta kastið. Bréfið var þannig: „Elskulegur! „Við erum hér tvö að bíða eftir þér. Færðu okkur aftur hjörtun okkar, sem nú eru handan við höfin.“ Þetta var ákaflega snoturt og óákveðið, en það bar með sér það sem til var ætlast, á viðeigandi og viðkvæmnilegan hátt. En það ætlaði að standa í okkur, þegar kom að undirskriftinni. Hver kona á eitthvert gælunafn, sem maðurinn hefir gefið henni og enginn notar, alveg eins og — jæja, þú veizt, hvernig þetta er — og við töldum alveg sjálfsagt, að hún myndi skrifa sitt gælunafn undir slíkt bréf. Og hvernig held- urðu að ég hafi snúið mig út úr þessu? Ég verð að játa það sjálfur, að þar var ég sniðugur. Ég klíndi útklesstu kross- klóri neðan til á pappírsörkina og skrifaði neðan undir skýringu: „Merkið hans.“ Ég hefi ekki komið nálægt John síðan. Hann hefir ekki hugmynd um, að ég sé hér nálægur. En ég horfði á það álengdar, þegar honum var fært bréfið. Auðvitað sá hann ekkert, en hann hélt á umslaginu Dorsteinn Erlingsson og Ijóta, g-ula hænan. Framhald af bls. 51. inu mínu, Tiddi minn, — ég trúi að ég hafi skilið eftir opnar dyrnar í morgun!“ Ég lofaði þessu, en skildi það þannig, að Þorstemn vildi síður að ég væri að fara inn í svefnherbergið hans. Leitaði ég svo á loftinu og snéri þar öllu við, sem ég réði við, — en ljótu, gulu hænuna fann ég hvergi. Daginn eftir sat ég svo um þá gulu, hélt mig álengdar, og þó ekki all fjarri. Ekki þurfti ég lengi að bíða, því að hún kom fram á tröppurnar og viðraði sig. Úti- dyrnar þessar stóðu alltaf opnar. Brá hún sér síðan ofan að læk, sem þar var skammt frá, fékk sér að drekka og fór svo heim að húsinu aftur. Hún hoppaði upp tröpp- umar, spásséraði síðan inn í anddyrið — en þá tók ég til fótanna. Hún var komin upp í miðjan stigann, þegar ég kom í dyrnar. Leit hún þá við, og mun hafa kannast við þann, sem þar var á ferð, því að hún tók viðbragð og flýtti sér allt hvað af tók upp stigann. Og það stóð heima, að þegar ég kom upp á stigaskörina, var hún að skjótast inn í svefnherbergi Þorsteins — dyrnar voru opnar í hálfa gátt, eins og dagmn áður, — og sú gula var að hverfa undir rúm- ið, begar ég kom í dyrnar. Ég varð alveg forviða. En þó skildi ég strax hvernig í öllu lá. Þorsteinn var vin- ur fuglanna og smælingjanna, e;ns og áður er sagt, og nú hafði ljóta, gu’a hænan leit- að á hans náðir, hann skilið vandræði hennar og auðvitað talið sjálfsagt að lið- sinna henni. Og þegar ég leit undir rúmið, var sú stundar korn, án þess að rífa það upp. Hann vildi trúa því, að það væri frá kon- unni, en hann var hræddur um, að svo væri þó ekki. Loks gerði hann á því óyggjandi rannsóknartilraun. Hann bar það upp að vitum sér og þefaði af því. Til allrar ham- ingju hafði ég getið mér þess til, að hann myndi einmitt gera þetta, svo að bréfið stóðst rannsóknina. Ég átti nefnilega enn litla glasið með Fleur Elise, og ég hafði látið ofurlítinn dropa drjúpa inn í umslag- ið. Það lá við að ég sannfærðist um krafta- verk, þegar ég sá hvernig þessi örlitli vott- ur af vorangan feykti brott öllum efasemd- um og áhyggjum Johns. Undirskrift ungbarnsins var hrífandi fagnaðarefni. Og það lá við, að ég væri næstum því eins hreykinn og maðurinn. Hann fór að hlæja, og hló látlaust þangað til allar hjúkrunarkonurnar voru farnar að brynna músum, og ég líka. Og honum hefir stórum batnað. Hann fær að fara heim innan skamms, og það hefir einnig glatt hann og hresst. Og loks kom svo bréf frá konunni, svo að alt er í himna lagi. Hræddur er ég um, að ég fái aldrei svona gott tækifæri til að skrifa þér. Og af þeirri ástæðu, tek ég þráðinn sem liggur á milli þín og mannsins, sem einu sinni var eigin- maður þinn, á milli handa mér og slít hann — svona! Jerry.“ Jerry hafði ekki einu sinni skrifað und- irskriftina sjálfur, og þó var allt bréfið úr hans huga. Og svo þetta alveg óvænta reiðarslag, niðurlagið, um það, að hann ætlaði aldrei að skrifa henni framar. Við hvað skyldi hann eiga með því? Hvers vegna ? Hún las bréfið aftur, ef vera kynni, gula komin upp í hreiðrið sitt, — en það voru öskjur utan af pípuhatti Þorsteins. Hafði Þorsteinn lagt ullarflóka í botninn á öskjunum, og sá rétt aðeins á hausinn á hænunni, þegar hún teygði úr hálsinum, — og nú gerði hún það, og horfði á mig, hrædd en hróðug sýndist mér hún vera. Vindlakassa hafði Þorstemn lagt á hvolf hjá öskjunum, til þess að gera hænunni hægra fyrir að komast upp í hreiðrið sitt. Og vatnsskál var þar á gólfinu, en tóm að þessu sinni, og hænsnabygg á annari skál, — allt í lagi! Rétt í þessu kom Þorsteinn að mér. „Jæja, þú ert þá búinn að finna hæn- una bína, Tiddi minn! Láttu hana eiga sig. Ég ætla að taia við mömmu þína. Það er synd að lofa ekki garminum að koma fram ungunum sínum. Og ég hefi gaman af, að hafa hana hérna hiá mér.“ Og Þorstemn ta’aði við móður mína og allt féll í ljúfa löð þeirra á milli, um ljótu, gulu hænuna. Hún kom fram ungunum sínum, níu að tölu, — en af þeim hóp voru átta hanar. 1 þrjá stundarfjórðunga lá hann vakandi alla nóttina. Punch. * Bjartsýnismenn á Italiu segja: „Við töpum þessu stríði," og bölsýnismennirnir segja: „Já, en hvenær ?“ Daniel T. Brigham. • Við hverju getur maður búist af -degi, sem byrjar með þvi, að maður fer á fætur um morg- uninn ? Manuel Komroff. * Vísindalegar rannsóknir leiða i ljós, að fæðing fyrsta bamsins i fjölskyldu fólks, sem er sæml- lega efnum búið, eykur vinnu húsmóðurinnar um helming. að henni hefði sést yfir eitthvað í fyrra skiftið. Hún var engu nær, kom ekki auga á neitt nýtt, annað en það, að hér og þar á pappírsörkinni voru óljós merki þess, að eitthvað hefði dropið á hana. Tveir eða þrír slíkir dropar á hverri síðu. Fyrst datt henni í hug, að hann hefði látið drjúpa á bréfið fáeina dropa úr ilmvatnsflöskunni. En ekki vottaði fyrir neinum ilmi. Katrín reyndi mikið á heilann út aí þessu, í margar klukkustundir. Síðan fór hún til járnbrautarstöðvarinnar og keypti farseðil til Halés Ferry. Þegar þangað kom, fór hún rakleitt á pósthúsið og spurði: „Fær Mrs. John Scarborough bréfin sín hingað?“ „Nei,“ var svarað, ákveðið. ,Méi* * datt það í hug,“ varð Katrínu að orði. „Býr nokkur hér í nágrenninu með því nafni, eða hefir hún átt hér heima?“ „Nei, og ég er búinn að vera hér æði lengi.“ Þetta var allt og sumt, sem Katrín vildi vita. Raunar voru þessaf upplýsingar 1 samræmi við það, sem hana hafði grunað. Aldrei hafði verið til nein Mrs. Scarbor- ough né heldur nokkur liðþjálfi að nafni John Scarborough, og allt þetta ekki annað en bragð, sem Jerry hafði leikið. Öll þessi ástarbréf, öem hann hafði þótst taka afrit af, voru blátt áfram bréf, sem hann hafði sjálfur skrifað, en ekki árætt að senda í sínu nafni. Það var ekki trútt um, að Katrínu vöknaði ofurlítið um augu, þegar hún fór nú enn einu sinni að lesa bréfin hans. Því að auðvitað hafði hún haft þau meðferðis. Og seinasta bréfið. Þessir drop- ar á hverri blaðsíðu, hvernig voru þeir til komnir? Allt í einu þóttist hún vita það. Þetta voru tár hjúkrunarkonunnar, sem hafði skrifað bréfið eftir fyrirsögn hans. Því að auðvitað var hann sjálfur illa særð- ur, þó að hann gerði lítið úr því. Eflaust var það hann sjálfur, sem hafði orðið fyrir gaseitrun. Og blindur líka, — ef til vill ólæknandi. Það var þá ástæðan til þess, að hann sagði í bréfinu, að hann myndi aldrei skrifa oftar. Hann hafði haft ein- hverja von áður, en nú myndi hann vera farinn að óttast, að þessi þráður, sem hann hafði fleygt til hennar myndi geta orðið til þess, að fundum þeirra bæri saman aft- ur. Hennar vegna hafði hann slitið þráð- inn, — ekki viljað láta hana vorkenna sér. Vegna þess að nú skildi hún þetta allt, loksins, og vegna þess að veðrið var svo indælt og vegna þess að allt var svo ein- kennilegt, fór Katrín að gráta. En hún gerði fleira þennan dag, en að gráta. Katrín vissi venjulega upp á hár, hvenær hún átti að koma inn á leiksviðið. Hún fór inn á símastöð, þar sem tekið var við skeytum til útlanda. Það var sagt á sjúkra- húsinu, að árangurinn af framkvæmda- semi hennar þennan dag, hefði haft betri áhrif á bata eins gaseitrunarsjúklingsins, en allar tilraunir hiúkrunarkvennanna og jafnvel sjálfs skurðlæknisins. Þegar Jerry heyrði skeytið, sem lesið var upp fyrir hann, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann hefði ekki ráð á því, að láta sér ekki batna. Hann fór þegar að leggia sig fram. Hér er skeytið. Dæmið um það sjálf, — titlunum öllum sleppum við: „Elskulegur! Þetta er upphaf pistla- flokks, sem þér er ætlað að ritskoða dag- lega, þangað til þú kemur og sest að á heimilinu, sem við eignuðumst aldrei. Scar- borough-hjónin, sonur þeirra og kötturinn, bíða öll eftir þér hérna. En umfram alla aðra bíður TT , ., , Vops. Merkið hennar.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.