Vikan


Vikan - 04.04.1991, Page 16

Vikan - 04.04.1991, Page 16
jjEitt skipti keyrði maður næstum því á ijósastaur, honum brá svo mikið við að sjá konu undir stýri á þessum stóra bíl.M anna. Stundum skelli ég líka framan I mig meiki. Vinnufélagarnir hlæja oft að mér þegar þeir hitta mig svoleiðis. Þeim finnst ekki passa að sjá mig svona uppábúna. Á einni árshátíð- inni var ég I skemmtinefnd og sá um að bjóða menn velkomna með fordrykk. Ég hafði ekki hitt strákana utan vinnutíma og margir hverjir þekktu mig ekki svona uppdubbaða. Eftir árs- hátíðina vildu þeir endilega lögbjóða fötin mín sem vinnuföt. Ég gerði það einu sinni að mæta í pilsi, það geri ég ekki aftur. Ef ég klifraði upp í bílinn urðu þeir allt í einu aö skoða undirvagninn. Þessi dagur var mjög erfiður líkamlega þar sem alltaf vantaði einhverja hluti úr efstu hillu og ég var beðin að ná I þá. STELPA Á SALTBÍL Fólk er ekki vant því að sjá kvenmann við stýr- ið á þessum stóru saltbílum. Eitt skipti keyrði maður næstum því á Ijósastaur, honum brá svo mikið við að sjá konu undir stýri á þessum stóra bíl. Fyrst þegar ég byrjaði fannst mér allir vera að horfa á mig en nú er ég hætt að taka eftir því. Ég lenti í svolitlu spaugilegu núna í nóvember eða desember þegar bærinn lokað- ist og ég var að ryðja og salta uppi I Breiðholti. Ákveðiö var aö strætó hætti ferðum klukkan ellefu. Ég sá strætó koma síðustu ferð. Ákveð- in ( að fara á undan og ryðja leiðina fer ég og stoppa strætisvagninn. Hoppa út úr bílnum, geng upp að vagnstjóranum og segi: - Hvaða leið ferðu? Hann horfði á mig, stamaði: - Ha, ja, þarna. Svo ég spurði hann aftur en hann bara horfði. Ég fékk aldrei upp úr honum hvaða leið hann færi svo ég neyddist til að giska á leiðina. ÍSLENSKU STRÁKARNIR ERFIÐIR Draumurinn rættist þegar ég fór til Los Angeles milli jóla og nýárs '87. Ég vissi ekkert hvert ég var að fara og lenti á flugvellinum á mánudags- morgni með heimilisfangið í skólanum og búið. Ég tók leigubíl ( skólann. Mér var útvegað jjTilfínningin í fall- inu er einhver besta tilfínning sem til er, svona álíka og tuttuguföld fullnæging.fí jjEins og sjá má hefur ekki verið nein lognmolla í kringum mig. Núna er félagi minn að athuga með vinnu fyrir mig í Lúxem- borg, foreldrum mínum til mikillar hrellingar. Þau segja að ég sé búin að gera nóg í bifí. tt húsnæði á heimavistinni og þar bjó ég fyrstu sex mánuðina. Ég var fljót að fá heimþrá. Ég leigði mér að vísu bílaleigubíl, keyrði til San Francisco og var hjá vinum mínum yfir áramót- in. Ég skil ekkert I því að ég skyldi komast þangað því ég var ekki einu sinni með kort með mér, en ég komst samt. Síðan fór ég í skólann og hélt áfram að vera með heimþrá. íslensku strákarnir I skólanum vildu ekkert við mig tala. Samfélagið hjá íslendingunum úti er mjög sérstakt. Ameríkanar halda örugglega að ísland sé himnaríki á jörð, svo montnir eru ís- lendingar af landinu. Það voru þarna eintómir strákar og ég pass- aði ekki inn I þetta strákasamfélag. í skólanum var ekki nema ein önnur stelpa og tvö hundruð og fimmtíu strákar. Stelpan kláraði á svipuðum tíma og ég kom þannig að á tímabili var ég ein. Seinna komu svo tvær eða þrjár stelpur í viðbót. Ég komst nú samt smám saman inn í þetta strákasamfélag en heimþráin var sterk. FALLHLÍFARSTÖKK EINS OG TUTTUGUFÖLD FULLNÆGING Fallhlífarstökkið kom til eins og flest annað. Einhver minntist á að hafa stokkið. Þetta hljómaði svo vel að við tókum okkur til og drif- um okkur I að prófa. Tilfinningin í fallinu er ein- hver besta tilfinning sem til er, svona álíka og tuttuguföld fullnæging. Bandaríkjamenn kalla þetta líka „airgasm". Nóttina eftirfyrsta stökkið svaf ég brosandi. Ég var ákveðin í að stökkva en ekki detta og var langt frá því að vera hrædd. I tíu þúsund fetum er erfitt að gera sér grein fyrir hæðinni. Að komast út á hjólastellið, þaðan sem stokkið er, var að vísu svolitlum erfiðleikum háð. Erfitt að ná handfestu en þeg- ar þangað var komið var eftirleikurinn auðveld- ur. Ég lokaði augunum fyrstu sekúndurnar en svo var svifiö I hálfa mínútu og landslagið fyrir neðan virt fyrir sér. Við stukkum nokkrum sinn- um en þegar einkunnirnar í skólanum voru farnar að lækka of mikið varð ég að hugsa minn gang. Fallhlífarstökk er dýrt og þar sem ég var líka í þyriuflugsnámi varð ég að velja og hafna. Þyrluflugsnámiö gæti skilað peningum en ekki fallhl ífarstökkið. Ég kláraði reyndar ekki þyrlu- flugið, ég hafði ekki efni á því. Ég náði þó að Ijúka tuttugu tímum en I Ameríku þarf fjörutíu tíma í fyrstu réttindi. Ég er ákveðin í að fara og klára námið, kannski kemst ég í sumar enda er þetta ekki svo erfitt. Munurinn á bíl og þyrlu er svona eins og munurinn á mótorhjóli og bíl. Að vísu er þetta svolítið erfitt, það er eins gott að mann klæi ekki I nefið þegar bæði hendur og fætur eru upptekin við stýrið. LÉTTIST UM ÁTJÁN KÍLÓ Mér gekk ágætlega I þessum blessaða skóla. Ég náði því þó að falla einu sinni. í lok hverrar viku er tekið próf. Ég tók 58 próf og féll einu sinni. í lok skólans voru svo 23 próf á sextán dögum. Fyrri vikuna, sem prófin stóðu yfir, svaf ég ellefu tíma og þá seinni átta tíma. Ekki mik- ill svefn, nítján tímar á sextán dögum enda létt- ist ég um átján kíló. Ég drakk örugglega fimm- tán kíló af kaffi og borðaði ekkert annað en mangó og appelsínur þar sem ég þurfti ekki að standa upp því ég gat teygt mig ( ísskápinn. Eldaði þar af leiðandi ekki neitt. Námið er í flestum skólum fjögurra ára nám en ég kláraði á fjórtán mánuðum sem er rétt ríflega tvöfaldur hraði, ekkert tvítekið og prófað úr öllum smá- atriðum. Þvílíkt helvíti og síðustu vikurnar hef ég aldrei gengið í gegnum. Prófið var tekið um miðjan ágúst, 40 stiga hiti úti og engin loftræst- ing í húsinu, þannig að þetta var frekar erfitt. Ég kláraði samt með 9,2 í aðaleinkunn. 9,3 þurfti aö vísu fyrir A en þaö er sama, ég klár- aði. DÝRT AÐ VERA í AMERÍKU Ameríka er mjög dýrt land. Sem dæmi þá brotnaði ég á rist daginn áöur en ég fór út. 16 VIKAN 7.TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.