Vikan - 04.04.1991, Qupperneq 35
KYNNGIMÖGNUÐ FRAMHALDSSAGA EFTIR
MEISTARA SPENNUSAGNA - STEPHEN KING
Inngangur
Um þaö leyti sem John Smith út-
skrifaðist úr háskóla var hann búinn
aö steingleyma byltunni slæmu er
hann hlaut á ísnum þennan janúar-
dag árið 1953. Hann hefði raunar
varla munað hana þegar hann útskrifaöist úr
grunnskóla. Og foreldrar hans vissu aldrei af
henni.
Þeir voru á skautum á skika sem búið var að
ryðja á Runaround-tjörn í Durham. Stærri
drengirnir léku hokkí með gömlum límdum
kjuðum og höfðu kartöflukörfur fyrir mörk. Litlu
krakkarnir flæktust um á sama hátt og litlir
krakkar hafa gert síðan sögur hófust - ökklar
þeirra svignuðu inn og út á spaugilegan hátt,
andardráttur þeirra myndaði lítil ský í frostinu.
[ einu horninu á svellinu brunnu tvö gúmmí-
dekk og sótuðu og nokkrir foreldrar sátu hjá og
fylgdust með börnum sínum. Öld vélsleðans
var enn víðs fjarri og vetrarskemmtun fólst enn
í því að nota líkamann í stað bensínvélar.
Johnny hafði gengið frá heimili sínu, rétt
handan við Pownal-mörkin, með skautana
hangandi á öxlinni. Sex ára að aldri var hann
orðinn sæmilegur á skautum. Ekki ennþá nógu
góöur til að vera með í hokkíleik stóru krakk-
anna en þó miklu færari en flestir aðrir fyrstu-
bekkingarnir sem alltaf þurftu að sveifla hand-
leggjunum til að halda jafnvæginu eða duttu á
rassinn í sífellu.
Nú skautaði hann hægt umhverfis svellið
sem rutt hafði verið af og óskaði þess að hann
gæti skautað afturábak eins og Timmy Ben-
edix, hlustaði á dynkina og brakið í ísnum und-
ir snjóhlífinni lengra úti, hlustaði einnig á hróp-
in í hokkíleikurunum, skröltið í vörubíl með við
til pappírsgerðar á leið yfir brúna í átt að Gyps-
um í Lisbon Falls, niðinn frá samtali fullorðna
fólksins. Hann var afar ánægður með lifið
þennan kalda og heiðríka vetrardag. Ekkert
amaði að honum, hann hafði ekki áhyggjur af
neinu, hann þráði ekkert... nema að geta
skautað afturábak eins og Timmy Benedix.
Hann skautaði framhjá eldinum og sá að
tveir eða þrír hinna fullorðnu létu vínflösku
ganga á milli.
„Gemmér svona!" hrópaði hann til Chucks
Spier sem var dúðaður í þykka skógarhöggs-
mannaskyrtu og grænar kuldabuxur úr flann-
eli.
Chuck glotti. „Burt með þig, strákur. Ég heyri
að mamma þín er að kalla á þig.“
Hlæjandi skautaði hinn sex ára gamli
Johnny Smith áfram. Og vegarmegin við
skautasvæðið sá hann Timmy Benedix sjálfan
koma niður brekkuna með pabba sinn í humátt
á eftir sér.
„Tirnrny!" hrópaði hann. „Sjáðu þetta!“
Hann sneri sér við og hóf að skauta klaufa-
lega afturábak. Án þess að gera sér grein fyrir
því var hann aö skauta í áttina að hokkíleikn-
um.
„Hei, strákur!" hrópaði einhver. „Farðu frá!“
Johnny heyrði ekki til hans. Hann var að því!
Hann skautaði afturábak! Hann hafði náð því -
allt í einu. Maður átti að sveigja fótleggina á
vissan hátt.. .
Hann leit niður, heillaður, til að sjá hvernig
fætur hans fóru að þessu.
Hokkípökk stóru strákanna, gamall og risp-
aður, þaut framhjá honum án þess að hann
sæi hann. Einn stóru strákanna, ekki sérlega
fær á skautum, elti hann næstum eins og hann
væri að stinga sér blindandi með miklu írafári.
Chuck Spier sá hvað verða vildi. Hann reis á
fætur og hrópaði: „Gættu þín, Johnny!"
John leit upp - og á næsta andartaki komu
öll áttatíu kíló klunnans fljúgandi á John litla
Smith á fleygiferð.
Johnny tókst á loft með handleggina beint út
frá sér. Tæpu andartaki síðar snerti höfuð
hans ísinn og hann missti meðvitund.
Missti meðvitund... svartur ís... misstí
meðvitund... svartur ís... svart. Svart.
Honum var sagt að hann hefði rotast. Það
eina sem hann var viss um var þessi skrítna
hugsun sem endurtók sig aftur og aftur og
skyndilega leit hann upp á hring andlita -
hrædda hokkíleikara, áhyggjufulla fullorðna,
forvitna litla krakka. Tommy Benedix glotti.
Chuck Spier hélt á honum.
Svartur fs. Svart.
„Hvað?“ spurði Chuck. „Er allt í lagi með
þig, Johnny? Þú fékkst heljarmikinn skell.“
„Svart," sagði Johnny kokmæltur. „Svartur
ís. Ekki starta honum með köplum, Chuck."
Chuck leit í kringum sig, dálítið hræddur,
svo aftur á Johnny. Hann snerti stóru kúluna
sem var að rísa á enni drengsins.
„Mér þykir fyrir þessu,“ sagði klaufalegi
hokkíleikarinn. „Ég sá hann ekki einu sinni.
Litlu krakkarnir eiga ekki að vera nálægt
hokkíinu. Það eru reglurnar." Hann leit hikandi
í kringum sig eftir stuðningi.
„Johnny?" sagði Chuck. Honum leist ekki á
augu Johnnys. Þau voru dökk, fjarræn og
kuldaleg. „Er allt í lagi með þig?“
„Ekki starta honum aftur," sagði Johnny án
þess aö vita hvað hann var að segja. Hann
hugsaði aðeins um ís - svartan ís. „Spreng-
ingin. Sýran.“
„Ættum við að fara með hann til læknis?"
spurði Chuck Bill Gendron. „Hann veit ekkert
hvað hann er að segja."
„Láttu hannjafna sig aðeins," ráðlagði Bill.
Þeir létu hann jafna sig aðeins og höfuð
Johnnys skýrðist. „Það er allt í lagi með mig,“
tautaði hann. „Leyfið mér að standa upp.“
Timmy Benedix var enn glottandi, sá auli.
Johnny ákvað að sýna Timmy í tvo heimana.
Hann skyldi vera orðinn miklu færari en Timmy
í vikulokin - hvort sem væri afturábak eða
áfram.
„Komdu hingað og sittu við eldinn," sagði
Chuck. „Þetta var heljarmikill skellur."
Johnny lét þá hjálpa sér yfir að eldinum.
Lyktin af bráðnandi gúmmíi var sterk og þung
svo honum varð svolítið óglatt. Hann var með
höfuðverk. Forvitinn snerti hann kúluna fyrir
ofan vinstra augað. Það var eins og hún skag-
aði fram úr enni hans.
„Manstu hver þú ert og svona?“ spurði Bill.
„Auðvitað. Auðvitað man ég það. Það er allt
í lagi með mig.“
„Hverjir eru foreldrar þínir?"
„Herb og Vera. Herb og Vera Srnith."
Bill og Chuck litu hvor á annan og ypptu
öxlum.
„Ég held aö það sé allt í lagi með hann,“
sagði Chuck og svo í þriðja sinn: „En þetta var
heljarmikill skellur sem hann fékk. Ekkert
smávegis."
„Krakkar," sagði Bill og leit blíðlega á átta
ára gömlu tvíburastúlkurnar sínar sem skaut-
uðu hönd í hönd og svo aftur á Johnny. „Þetta
hefði líklega drepið fullorðinn mann.“
„Ekki Pólverja," svaraði Chuck og þeir fóru
báðir að skellihlæja. Ginflaskan gekk hringinn
aftur.
Frh. á bls. 36
7. TBL. 1991 VIKAN 35
ÞÝÐING: ÞORDIS BACHMANN