Vikan - 04.04.1991, Qupperneq 39
lokaársins hennar. Hann bæði skelfdi hana og
laðaði hana aö sér. Hann var fyrsti raunveru-
legi elskhuginn hennar og jafnvel núna, þegar
tveir dagar voru til hrekkjavöku ársins 1970,
var hann enn eini elskhugi hennar. Þau
Johnny höfðu ekki farið í rúmið saman.
Dan hafði verið mjög góður. Hann haföi not-
að hana en hann hafði veriö mjög góður. Hann
neitaði að nota verjur svo hún hafði neyðst til
að fara á sjúkrastofu skólans þar sem hún tal-
aði vandræðalega um sársaukafullar tíðir og
fékk pilluna. Kynferðislega hafði Dan ráðið yfir
henni allan tímann. Hún fékk ekki oft fullnæg-
ingu með honum en einskær hrottaskapur
hans gaf henni eitthvað og vikurnar áður en
sambandinu lauk var hún farin að finna til
græðgi þroskaörar konu í gott kynlíf. Þessi þrá
blandaðist þó öðrum tilfinningum sem rugluðu
hana í ríminu: andúð bæði á Dan og sjálfri sér,
hugboði um að kynlíf, sem byggðist í svo mikl-
um mæli á auðmýkingu og drottnun, ætti ekki
skilið að kallast „gott kynlíf" og sjálfsfyrirlitn-
ingu vegna þess að hún var ófær um að rifta
sambandi sem virtist byggt á niðurrifstilfinning-
um.
Því hafði lokið skyndilega, snemma á þessu
ári. Hann fékk falleinkunn. „Hvert ætlarðu að
fara?“ spurði hún hann feimnislega, sitjandi á
rúmi herbergisfélaga hans meðan hann fleygði
dótinu sínu ofan f tvær ferðatöskur. Hana hafði
langað að spyrja annarra og persónulegri
spurninga. Verðurðu í grenndinni? Ætlarðu að
fá þér vinnu? Fara í kvöldskóla? Er rúm fyrir
mig í áformum þínum? Þeirrarspurningar, um-
fram allar aðrar, hafði hún ekki fengið sig til að
spyrja. Vegna þess að hún var ekki tilbúin að
fá neitt svar við henni. Svarið sem hann kom
með við einu hlutlausu spurningunni hennar
gekk nógu mikið fram af henni.
„Til Víetnam, býst ég við.“
„Hvað jbá?“
Hann teygði sig upp ( hillu, blaðaði sem
snöggvast gegnum bréfabunka og fleygði til
hennar bréfi. Það var frá herkvaðningarskrif-
stofunni í Bangor: skipun um aö koma í lækn-
isskoðun.
„Geturðu ekki sloppið við þetta?“
„Nei. Kannski. Ég veit það ekki.“ Hann
kveikti í sígarettu. „Ég held að mig langi ekki
einu sinni til að reyna."
Hún hafði starað á hann, ofboðið.
„Ég er þreyttur á þessu. Háskólanám og fá
sér vinnu og finna litla konu. Þú hefur líklega
veriö að sækja um stöðu litlu konunnar. Og
láttu þér ekki detta í hug að ég hafi ekki hug-
leitt það. Það myndi aldrei ganga. Þú veist það
og ég sömuleiðis. Við eigum ekki saman,
Sara.“
Þá hafði hún flúið, öllum spurningum hennar
svarað og hún sá hann aldrei eftir það. Hún
hitti herbergisfélaga hans nokkrum sinnum.
Hann fékk þrjú bréf frá Dan frá janúar til júní.
Hann var kvaddur i herinn og sendur eitthvað
suður eftir í undirbúningsþjálfun. Og þaö voru
síðustu fregnir sem herbergisfélaginn fékk.
Þaö voru einnig síðustu fregnir sem Sara
Bracknell fékk.
í fyrstu bjóst hún við að þetta biti ekkert á
hana. Öll sorglegu lögin, sem alltaf virtust vera
í bílútvarpinu eftir miðnætti, áttu ekki við hana.
Eöa margþvældu tuggurnar um endalok ást-
arævintýris eða grátköstin. Hún náði sér ekki
strax í strák eftir áfallið né fór hún að stunda
barina. Flestum kvöldum þessa vors varði hún
við hljóðlátt nám í heimavistarherberginu sínu.
Það var léttir. Það var ekki sóðalegt.
Það var ekki fyrr en eftir að hún hitti Johnny
- á nýnemaballi í síðasta mánuði; þau voru
bæði gæslufólk, af einskærri heppni - að hún
gerði sér grein fyrir hve hryllileg síðasta önn
hennar í skólanum hafði verið. Svona mál sá
fólk ekki skýrt meðan á þeim stóð, maður var
of flæktur í þau. Tveir asnar hittast við áning-
arstað í litlu kúrekaþorpi. Annar þeirra er borg-
arasni með ekkert nema söðul á bakinu. Hinn
er asni gullgrafara, hlaðinn bögglum, útilegu-
og eldunarbúnaöi ásamt fjórum fimmtíu punda
pokum af málmgrýti. Bak hans svignar undan
hlassinu. Borgarasninn segir: Þetta er ekkert
smávegis hlass sem þú ert með. Og asni gull-
grafarans segir: Hvaða hlass?
Þegar hún leit til baka var það tómleikinn
sem fyllti hana hryllingi, tómleiki þessara fimm
mánaða. Átta mánaða ef hún taldi sumarið
„Söru fannst Johnny vera skemmtilegur og gam-
an aö vera meö honum. Og henni fannst hann
kynferöislega aðlaðandi - hún gat bara ekki sagt
til um hve aðlaðandi, ekki ennþá.“ Það er leikkon-
an Brooke Adams sem fer með hlutverk Söru i
kvikmyndinni sem gerð hefur verið eftir þessari
sögu Stephen King.
með, þegar hún fékk sér litla íbúð á Flagggötu
í Veazie og gerði ekkert annað en að sækja
um kennarastörf og lesa pappírskiljur. Hún fór
á fætur, fékk sér morgunmat, fór á námskeið
eöa í þau atvinnuviðtöl sem hún var búin að
fastsetja, kom heim, snæddi, lagði sig (stund-
um í fjóra tíma), borðaði aftur, las til hálftólf
eða svo, horfði á Cavett þartil hana syfjaði, fór
að sofa. Hún mundi ekki til þess að hafa hugs-
að á þessu tímabili. Lifið var tilbreytingarlaust.
Stundum fann hún til vægs verkjar í lendunum,
ófullnægðs verkjar- bjóst hún við að kvenna-
bókahöfundar kölluðu hann. Við þeim verk fór
hún ýmist í kalda sturtu eða skolaði sig. Síðan
fór skolunin að valda henni sársauka sem olli
henni eins konar biturri, fjarrænni ánægju.
Meðan á þessu stóð óskaði hún sjálfri sér til
hamingju öðru hvoru með hve fullorðinslega
hún tæki þessu. Hún hugsaði varla nokkurn
tíma um Dan - hvaða Dan, ha-ha? Siðar gerði
hún sér grein fyrir að hún hafði ekki hugsað um
neitt eða neinn annan í átta mánuöi. Allt landið
hafði gengið gegnum hvern krampaskjálftann
á fætur öðrum þessa átta mánuði en hún hafði
varla tekið eftir því. Kröfugöngurnar, löggurnar
með hjálmana og gasgrímurnar, vaxandi árás-
ir Agnews á fjölmiöla, vígin við Kent-háskóla,
ofbeldissumarið sem svertingjar og róttækling-
ar ruddust út á göturnar - þetta hefði allt getað
gerst í einhverjum sjónvarpsþætti. Sara varal-
gerlega upptekin af því hve vel henni gengi aö
ná sér eftir sambandið við Dan, hve vel henni
gengi að aðlaga sig og hve mikill léttir það væri
að komast að þvi að allt væri í stakasta lagi.
Hvaða hlass?
Svo fór hún að kenna við framhaldsskólann
í Cleaves Mills og það haföi verið persónulegt
umrót að vera hinum megin við kennaraborðiö
eftir sextán ár sem atvinnunemi. Að hitta
Johnny Smith á þessu balli (og gat hann verið
alveg raunverulegur, með jafnfáránlegt nafn
og John Smith?). Að koma nægilega út úr skel
sinni til að taka eftir því hvernig hann horfði á
hana, ekki nautnalega heldur með heilbrigðri
viðurkenningu á því hvernig hún leit út í Ijós-
gráa prjónakjólnum.
Hann hafði boðið henni á bíó - það var verið
að sýna Citizen Kane í Skugganum - og hún
sagði allt í lagi. Þau skemmtu sér vel og hún
hugsaði með sjálfri sér: Engir flugeldar. Hún
hafði notið þess er hann kyssti hana góða nótt
og hafði hugsað: Hann er sannarlega enginn
Errol Flynn. Aftur og aftur kom hann henni til
að brosa með hneykslaniegu tungutaki sínu
og hún hugsaði: Hann langar til að verða grín-
leikari þegar hann verður stór.
Síðar um kvöldið, er hún sat í svefnherbergi
sínu og horfði á Bette Davis leika tæfu á
framabraut í sjónvarpinu, komu sumar þess-
ara hugsana aftur upp i huga hennar og hún
hikaði meö tennurnar í eplinu, frekar brugðið
yfir eigin ósanngirni.
Og rödd sem hafði verið þögul lungann úr ári
- ekki beint rödd samviskunnar heldur frekar
yfirsýnar - lét skyndilega í sér heyra. Þú átt við
að hann sé sannarlega enginn Dan. Er ekki
svo?
A/e/7fullvissaði hún sjálfa sig, ekki bara frek-
ar brugðið núna. Ég hugsa aldrei um Dan
lengur. Það... er svo langt um liðið.
Bleiur, svaraði röddin, það er langt um liðið
síðan þú notaðir þær. Dan fór í gær.
Hún gerði sér skyndilega grein fyrir því að
hún sat ein í íbúð síðla kvölds, var að borða
epli og horfa á mynd í sjónvarpinu sem hún
hafði engan áhuga á og var að þessu af þvi að
þaö var auðveldara en að hugsa. Það var svo
leiðinlegt aö hugsa þegar maður hafði ekkert
annað um að hugsa en sjálfan sig og sína glöt-
uðu ást.
Verulega brugðið núna.
Hún hafði farið að hágráta.
Hún fór líka út með Johnny í annað og þriðja
skiptið sem hann bauð henni og einnig það op-
inberaði hvað hún var orðin. Ekki gat hún
sagst eiga annað stefnumót því svo var ekki.
Hún var greind, falleg stúlka og hafði oft verið
boðið út eftir að sambandinu við Dan lauk en
einu stefnumótin, sem hún hafði þegið, voru
þau skipti sem hún fékk sér hamborgara meö
herbergisfélaga Dans og hún gerði sér grein
fyrir því nú (óbeit hennar milduð af mæðulegri
kímni) að hún hafði aðeins farið á þessi mein-
lausu stefnumót til að fá fréttir af Dan. Hvaða
hlass?
Flestar skólasystra hennar höföu horfið af
sjónarsviðinu eftir útskrift. Betty Hackman var í
friðarsveitunum í Afríku, auðugum, ættstórum
7. TBL. 1991 VIKAN 39