Vikan - 04.04.1991, Page 42
finningar sem um sál okkar og
huga fara hverju sinni.
NAUÐSYNLEGT AÐ EFLA
GOn SJÁLFSTRAUST
Ef þú hefðir fengið slíka þjálf-
un strax sem lítil stúlka ættir
þú örugglega betra með að
vinna sjálf bug á viðkvæmu og
vanmáttugu ástandi því sem
gripið hefur um sig í huga þér
og sál að undanförnu.
Best er því fyrir þig að afla
þér staðgóðrar þekkingar á
samsvarandi líðan annarra í
gegnum sjálfsstyrkjandi bæk-
ur sem víða eru til. I þeim er
líka leiðsögn um hvernig
mögulega má vinna sig
markvisst frá svipuðum andleg-
um þrautum og þú finnur svo
mjög fyrir.
Bækur eins og Elskaðu
sjálfa þig og Vertu þú sjálfur
eru mjög ákjósanlegar í þinni
stöðu og blessunarlega lausar
við yfirlæti eða annarlegar
flækjur á eðlilegum tilfinninga-
vandræðum þeirra sem litla
þekkingu hafa á þeim þáttum
sjálfs sín og þurfa staðgóða
og skynsamlega viðmiðun.
Þarna eru þessar tilfinningar
greindar og skoðaðar af þekk-
ingu höfundar, með viðmiðun
við það venjulega fólk sem
hefur þegið stuðning viðkom-
andi með ákaflega góðum ár-
angri á endanum.
Eftir þessum leiöum getur
þú sjálf auðveldlega byggt upp
aukið sjálfstraust, án þess að
gera sjálfa þig fyrirfram að
vonlausu tilfelli sem þurfi fag-
legrar nálægðar við. Það þarf
sem sé alls ekki aö vera þó oft
sé slíkt mikill kostur jafnframt
hinum möguleikunum.
AUKAKÍLÓIN
Hvað varðar aukakílóin
verður, elskuleg, að segjast
eins og er að það er oftast ein-
hvers konar áhugaleysi á sjálf-
um sér sem fær okkur til að
breikka umfang okkar umtals-
vert. Það liggur því í augum
uppi að ef þú eflir persónulegt
sjálfstraust, sem byggist á
aukinni þekkingu á kostum
þínum og öðrum áhugaverð-
um eiginleikum, kemur af
sjálfu sér að þér verður annt
um útlit þitt líka.
Enginn vill vera afmyndaður
af aukafitu. Þess vegna er
mjög eðlilegt að við sóum ósátt
við það ef útlit okkar atvikast
þannig. Við verðum flest eyði-
lögð yfir aukakílóum þeim sem
auka umfang okkar þannig að
það stingur í stúf við það sem
verður að teljast ákjósanlegra,
svo sem holdafar sem sam-
svarar nokkurn veginn beina-
byggingu og stærð. Sjálf hef
ég verið f hópi þeirra fjörlega
vöxnu og fundist það mjög
miður.
AUÐVELD MEGRUNAR-
AÐFERÐ
Ef við viljum grenna okkur er
venjulegast best að sleppa öll-
um sætindum og borða okkur
aldrei yfirsödd. Þetta hef ég
sjálf reynt frá því í nóvember
án þess að auka við hreyfingu
og hef þegar, mér og þeim
sem hafa mig daglangt fyrir
augunum til mikillar ánægju,
Þú þjálfar
þig í stað-
föstu
trausti á
eigin dóm-
greind í
stað þess
að láta aðra
og hugsan-
lega tak-
markaðri
einstakl-
inga en þig
hugsa fyrir
þig og velja
niðurstöð-
ur þér til
handa...
lést um ein fimmtán kíló.
Ennþá þurfa um tíu kíló að
fara og þú sérð því að ef ég
get þetta án nokkurrar áreynslu
- einungis eftir ákvörðun um
að breyta hvimleiðu ástandi
offitu í huggulegt útlínulag -
þá getur þú það líka.
Hitt er svo annað mál að í
sjálfu sér segja innri eiginleik-
ar og heilbrigði meira um
manngildi fólks en nokkur kíló
til eða frá. Hvað varðar það að
húð þín sé skemmd finnst mér
það í sjálfu sér ekkert vanda-
mál því ef þú ert elskuleg og
jákvæð manneskja skiptir ekki
máli þó húðin sé öðruvísi en
ákjósanlegast er. Það er auk
þess venjulega auðvelt að fela
slíkt ef þannig stendur á.
ÁKVARÐAN ATÖKU R
Þú segist eiga erfitt með að
taka ákvarðanir og það er
sennilega afleiðing af einhvers
konar stjórnsemi annarra [
uppvexti þínum. Trúlega hefur
of mikið verið hugsað fyrir þig.
Slíkt tengist venjulega ofurást
foreldris eða þess sem annast
okkur. Við þessu er margt að
gera og nauðsynlegt að upp-
ræta slíkan ávana. Það getur
fyrst og fremst orðið mögulegt
sem afleiðing af auknu sjálfs-
trausti.
Við verðum að treysta eigin
dómgreind og nota frjálsan
vilja okkar viturlega á eigin
máta við allar ákvarðanatökur,
ef vel á að vera. Best er að
byrja þessa þjálfun f mjög
smáu, svo sem með einhverju
sem þú setur á svið sjálfri þér
til hvatningar.
Þú getur farið í búð og keypt
þér skó. Ef þú átt erfitt með að
gera upp við þig hvort pariö af
tveim er hentugra skaltu taka
upp blýant og blað á staðnum
og gefa þér tíma til að skrifa
niður kosti og galla beggja
paranna fyrir þína fætur.
Veldu svo parið sem þér reikn-
ast til að hafi fleiri kosti tengda
þessum tilgangi, án þess að
bera ráðstöfunina undir nokk-
urn annan.
Með þessari einföldu aðferð
ert þú að byggja upp eigin af-
stöðu og skerpa sjálfstæði þitt
í væntanlegum ákvörðunum
vegna framtíðarinnar. Sömu
aðferð má vitanlega nota á allt
annað sem krefst ákvörðunar-
töku. Þú þjálfar þig í staðföstu
trausti á eigin dómgreind með
þessu, [ stað þess að láta aðra
og hugsanlega takmarkaðri
einstaklinga en þig hugsa fyrir
þig og velja niðurstöður þér til
handa, í málum sem þú átt
raunverulega með réttum að-
ferðum auðvelt með að leysa
ef þú þjálfar þig til þess.
HÖFNUN
Hvað varðar það að þér sé
hafnað, þegar þú óskar eftir
starfi, er það kannski ekki
óeðlilegt, sé tekið mið af því
sem þú sendir frá þér til ann-
arra. I bili ertu sjálf með van-
mat á eigin persónu og það
hefur áhrif á athafnir þínar og
atferli. Þeir sem eru samvist-
um við okkur finna þetta, hvort
sem er í gegnum það sem frá
okkur fer eða í gegnum
persónulega nánd, þó þeir
skilji kannski ekki í fyrstu í
hverju það liggur.
Fólk eignast þannig ekki trú
á möguleikum okkar við fyrstu
kynni eða í gegnum skriflegar
upplýsingar okkar. Hvort
tveggja er náttúrlega smitað
og haldið eigin óöryggi sem
síöan gerir aðra óvissa um
hugsanlega möguleika okkar.
Þess vegna er okkur oftast
hafnað, af þessum ástæðum
sem þú ert að tala um.
Höfnun getur líka stafað af
öfund eða öðrum óheppileg-
um samanburði en því er vart
til að dreifa í tilvikum þar sem
viðkomandi er að líta okkur
augum fyrsta sinni eins og oft-
ast er þegar verið er að sækja
um vinnu.
Um leið og þú hefur náð upp
því sem fellur undir eðlilega
sjálfsást og vanmat þitt hefur
dvínað aukast líkur þínar á
mögulegu framtíðarstarfi.
Þannig stemmd gagnvart
sjálfri þér eykur þú nánast óaf-
vitandi áhuga annarra á
persónu þinni og hæfileikum til
tiltekins starfs.
INNRI OG YTRI
UPPBYGGING
Þess vegna er afar mikilvægt
fyrir þig að hefja sem fyrst
markvissa innri uppbyggingu
sem eflir þitt innra líf, auk þess
sem viturlegt væri að setja sér
um það bil eins árs prógramm
í skynsamlegu mataræði. Það
fæli í sér meðal annars algjört
sætindabindindi.
Rétt er þó að ástunda smá-
svindl af og til - en engar refsi-
aðgerðir vegna þannig fram-
hjáhlaups frá upphaflegu
markmiði vegna þess að það
er eðlilegt að gefast upp dag
og dag. Við þolum illa stöðug-
an vind eða sól. Við þurfum
vissa tilbreytingu og hreyfingu
í daglegt innra sem ytra
mynstur, eitthvað sem fellur
ekki fyllilega í einhvert fyrir-
fram ákveðið, ófrávíkjanlegt
hólf.
42 VIKAN 7. TBL. 1991