Vikan


Vikan - 04.04.1991, Síða 48

Vikan - 04.04.1991, Síða 48
SYRGJENDUR SEGJA FRÁ Ó, nei, ekki þú, elsku barnið milt... Framhald af bls. 9 - Hvenær fannst þér líf þitt vera aö færast í eðlilegt horf eftir dauða Magnúsar? Mér fannst ég vera að verða ég sjálf aftur eftir þrjú ár. Það sem ég á viö er að í raun og veru þarf maður að læra að lifa upp á nýtt. Það breytist allt við svona áfall og þá tekur við mikill lærdómur. Ekki kannski hvað síst lærdómur um mann sjálfan. Mér fannst ég komin á réttan kjöl eftir þrjú ár. Þá var áhugi minn fyrir lífinu að vakna aftur. Ég var búin að læra að lifa án hans og lífið og tilveran að falla í fastar skorður. Þá missti ég elsta barnið mitt, Ólöfu, 21 árs gamla. Við það hrundi tilvera mín gjör- samlega til grunna. - Segðu mér frá Ólöfu. Ólöf var sannkallað sólskinsbarn. Hún var hraust og heilbrigð og hafði aldrei orðið misdægurt svo ég muni. Hún var einstaklega vel gerð stúlka sem gekk allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Ég held að hún skilji eftir sig meira Ijós fyrir samferðamenn sína en margir sem lifað hafa mun lengur en hún. Tæpum mánuði áður en hún dó trúlofaðist hún yndis- legum dreng svo hún var ástfangin og ham- ingjusöm. Hún var hárgreiðslumeistari og var full áætlana og framtíðin blasti við henni björí og full fyrirheita. En skyndilega, eins og hendi væri veifað, slokknaði líf yndislegu stúlkunnar minnar og nú eru rétt rúm tvö ár síðan hún fór. - Hvernig gerðist þetta? Til að geta sagt þér það verð ég að fara aftur um tvö ár, að laugardagskvöldi í febrúar. Við vorum heima og Ólöf var að undirbúa sig fyrir kvöldið. Hún ætlaði út aö borða með krökkun- um sem útskrifuöust með henni og síðan ætl- uðu þau á Hótel ísland. Kærastinn hennar var að lesa fyrir próf og þau ákváðu að hann yrði heima en hún kæmi til hans eftir ballið. Ólöf lagði mjög hart að mér að koma á Hótel ísland og hitta sig en ég var ekki viss. Um kvöldið hringdi hún í mig og ítrekaði ósk sína. Ég lét tilleiðast og sagðist mundu hitta hana þar. Þegar ég kom þangað nokkru síðar var húsið troðfullt. Mér veittist erfitt að finna hana en eins og fyrir tilviljun fundum við hvor aðra. Ekki bar á að neitt amaði að henni. Hún lék við hvern sinn fingur og virtist líða mjög vel. Þegar ég þreyttist á að dansa ákváðum við að hittast klukkan hálfþrjú í fatahenginu og verða sam- ferða heim. Eg var þar á tilsettum tima en aldrei kom Ólöf. Ég beið eftir henni í rúma klukkustund en taldi svo aö við hefðum farist á mis og fór heim. Seinna frétti ég að hún hefði farið í fata- hengið tfu mínútum á undan mér, náð í káp- una sína og beðið vini sína um að keyra sig heim. Kvartaði hún um að sér liði illa, væri óglatt og líklega væri hún að fá flensu. Hún fór beina leið heim til kærasta síns sem þá var sofnaður, háttaði sig og lagðist til svefns. Um nóttina vaknaði kærastinn hennar við það að honum var illt í bakinu. Tók hann þá eftir því að Ólöf var þvöl og hann varð hræddur og sótti foreldra sína. Þau sáu strax að eitthvað alvar- legt var að henni og hringdu á sjúkrabíl sem flutti hana á Borgarspítalann eftir að reynt hafði verið að halda í henni lífinu í tvær klukku- stundir. Það var undir morgun að tengdamóðir Ólaf- ar hringdi í mig og sagði mér hvað hefði gerst. Hún fór mjög varlega að mér en ég varð strax mjög hrædd og fann að eitthvað alvarlegt var að. Ég bað hana að segja mér sannleikann en hún sagðist lítið vita annað en að Ólöf hefði verið flutt meðvitundarlaus inn á Borgarspít- ala. Ég ákvað að fara þangað samstundis, rauk út hálfklædd og keyrði eins og vitleysing- ur inn eftir. Þegar þangað kom spurði ég um dóttur mína en beið ekki eftir svari heldur gekk beint af augum að herbergi þar sem hún lá. Það var eins og ég hefði verið leidd þangað. Þegar ég fór inn í herbergið var þar fyrir læknir sem ætlaði að stöðva mig en ég brást ókvæða við og spurði hann hvort ég ætti þessa stúlku eða hann. Þá sá ég að þarna inni var sjúkraliði sem áður hafði stundað Magnús og þegar hún sá mig hrópaði hún upp yfir sig: Ó nei, ekki þú, elsku barnið mitt, ekki þú. Ég gekk beint að barninu mínu, tók utan um hana og fann að hún var farin að kólna. Það var eins og eitthvað spryngi innan í mér. Ég hrópaði og bað um að mér yrði sagt hvað hefði gerst. Ég kyssti hana og hélt henni í fangi mínu og endurtók í sífellu að hún væri farin og hvað hefði komið fyrir. Líklega hef ég barist eitthvað þegar ég var losuð frá henni en það næsta sem ég man eftir er að ég var komin fram og presturinn okkar, séra Sigurður Guðmundsson, var þar kominn. Ég var gjörsamlega lömuð og það þyrmdi svo yfir mig að ég vissi varla af mér. Þannig yfirgaf ég þetta sjúkrahús og oft hef ég hugsaö um það síðan hvað ég var tóm og hvað mörgum spurningum var ósvarað. Einhver tók utan um mig en enginn talaði við mig og gerði mér grein fyrir hvað um var að vera. Ef séra Sigurður hefði ekki verið þarna hefði ég alveg eins get- að verið ein. Þarna vantar alvarlegan hlekk í starfsemi sjúkrahúsanna. Það þarf nauðsyn- lega að vera til staðar einhver til að sinna fólki við aðstæður sem þessar, einhvern sem skilur og veit hvað best er að gera til að hjálpa þeim sem eru að missa ástvin. Séra Sigurður reyndist mér mjög vel. Hann kom margoft til mín næstu vikurnar en ég var ekki tilbúin að taka við neinu. Ég var gjörsam- lega búin, ég gat ekki meira. Þær spurningar sem leituðu á hug minn þá, öll þau efsem ég fgrundaði, slíkt væri ekki hægt aö útskýra með orðum. Hvernig gat þetta gerst? Hvernig gat hrausta og heilbrigða stúlkan mín, hún Ólöf, bara dáið allt í einu? Mér var lífsnauðsyn að fá að vita hvað hafði gerst, hvers vegna það hafði gerst. Ég fékk útskýringar á borð við þær að hjartað hefði gefið sig - en hvernig gat það verið? Hvernig gat hjartað gefið sig hjá hraustri stúlku um tvítugt. Allt eintómar tilgátur en eng- in svör. Það var ekki fyrr en krufningalæknirinn talaði við mig að ég fékk einhver svör. Hann bauð mér að koma aftur og aftur og spyrja sig þar til ég væri orðin sátt við útskýringar hans. - Hver var dánarorsökin? Það kom í Ijós við krufningu að Ólöf var full- komlega heilbrigð. Ekkert fannst sem skýrt gæti skyndilegan dauða hennar. Á hverju ári verða eitt til tvö dauðsföll sem vísindin geta ekki skýrt, ekki frekar en þau geta útskýrt vöggudauöa. - Geturðu með nokkru móti lýst líðan þinni eftir að þessi ósköp dundu yfir? Nei, ég get það ekki enda hugsaði ég ekki skýrt. Ég man þó að ég var stöðugt á varð- bergi, hélt að eitthvað myndi henda hin börnin mín. Ekki vissi ég þó hvað ég óttaðist, ég var bara óttaslegin. Ég brotnaði ekki strax. Hálfum mánuði eftir lát Olafar fór ég aftur að vinna. Það er svo erfitt að byrja að vinna aftur eftir svona áfall að óttinn við að eiga það eftir rak mig áfram. Það var erfitt en það hafðist. Ólöf dó, sem fyrr segir, í febrúar og í maí fann ég að ég gat ekki meira. Ég var magn- vana af sorg og söknuði eftir stúlkunni minni og manninum mínum. Ef ég átti að geta haldið áfram varð eitthvað að koma til sem hjálpaði mér til þess. Ég settist þá niður með börnunum mínum og í sameiningu ákváðum við að fara í ferðalag. Við fórum á sólarströnd og eftir á er ég mjög fegin að hafa farið þessa ferð. Við kynntumst yndislegu fólki og þarna fannst mér ég ná í fyrsta sinn til barnanna minna eftir lát Ólafar. Við grétum saman í stað þess að gráta hvert í sínu horni áður. í september sama ár hafði ég enn gengið á þá orku sem ég átti. Ég var alltaf þreytt og svaf endalaust. Þrátt fyrir það leyfði ég mér ekki að loka mig inni. Þegar vinir mínir vildu fá mig með sér út fór ég með þeim, jafnvel þótt hugur minn væri allt annars staðar og ég væri yfir- komin af söknuði og væri því langt í frá heil. Það er mikils virði að eiga vini sem gefa manni ekkert eftir og leyfa manni ekki að hætta að lifa f samfélagi við annað fólk. Síðan gekk þetta svona upp og ofan hjá mér en það var ekki fyrr en ég fór að stunda gönguferðir og vera úti í náttúrunni að ég hætti að finna fyrir þessari yfirþyrmandi þreytu. - Einína, ertu sátt? Nei, það er ég ekki. Það er eitt að læra að lifa með sorginni en annað að sætta sig við að missa. Ég er ekki sátt við að hafa misst mann- inn minn og ég er ekki sátt við að hafa misst dóttur mína. Ég verð aldrei sátt viö það en ég verð að læra að lifa með þeirri staðreynd að þau eru farin og sjálfrar mín vegna verð ég að horfa í birtuna og forðast myrkrið. Ég er þakk- lát fyrir að hafa átt svo góðan lífsförunaut sem Magnús var, hafa fengiö að kynnast honum og læra af honum og deila með honum þessum árum. Ég er rfkari fyrir bragðið. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa átt rúm tuttugu ár með elsta barninu mínu, Ólöfu, sem var einhver Ijúfasta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Það sem heldur mér gangandi eru börnin mín þrjú sem ég á eftir. Þau eru yndis- leg og eru mér allt og því get ég þrátt fyrir allt verið þakklát fyrir svo margt. En ég er ekki sátt við að hafa misst Magnús og Ólöfu. Það verð ég aldrei. - Að lokum, Einína, viltu gefa öðrum sem nú eru aö missa ástvini sína einhver ráð? Fyrst og fremst að gefa ekki eftir fyrir þeirri freistingu að leggjast í dvala. Að taka þátt í líf- inu, þó þeir finni að þeir séu ekki heilir, þó hug- urinn sé bundinn öðru og þá langi síst af öllu að vera innan um annað fólk. Það er nefnilega auðveldast að fela sig og draga sig inn í skel. Eins er mikilvægt að þakka það sem við eigum eftir og sinna því eftir bestu getu. Fyrir mig ér þetta stöðug barátta en ég hef svo mikið að lifa fyrir, börnin mín og heimili mitt. Einnig er mér mikils virði að vita að þau sem ég hef misst eru ekki farin að eilífu heldur erum við aðskilin um tíma. Við hittumst aftur og það er bara að hafa af þann tíma án þess aö brotna og gefast upp. Kannski er það rétt, sem fólk segir um mig, að ég sé mikil baráttumanneskja. Það getur vel verið en ég segi bara að ég hafi svo margt að berjast fyrir, þrátt fyrir allt. □ 48 VIKAN 7. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.