Vikan - 04.04.1991, Blaðsíða 53
in vinir hans eru og hvorum megin óvinirnir
eru. Hann veit ekki hvaö skal taka til bragðs,
skimar í kringum sig og segir varfærnislega:
„Ju-húúú.“
Myndin gerði allt vitlaust. Hitler varð svo
reiður þegar hann sá hana að hann lét tafar-
laust banna sýningar á henni í Þýskalandi og
öllum hernumdu löndunum sínum. Hingað til
hafði hann haft gaman af myndum Chaplins en
nú fyrirskipaði hann að þessi gyðingaskratti
væri réttdræpur hvar sem næðist í hann.
Myndin var til dæmis ekki frumsýnd í Dan-
mörku fyrr en lögu eftir stríð. En þetta var síð-
asta myndin þar sem Chaplin kom fram í hlut-
verki flækingsins með litla yfirskeggið.
VÍSAÐ ÚR LANDI
OG TEKINN í SÁn
Næsta mynd, Monsieur Verdoux, kom ekki á
markað fyrr en sjö árum seinna. Þá var Chapl-
in orðinn 56 ára, orðinn gráhærður og lék
kvennamorðingja. Myndin var öðruvísi en allt
sem Chaplin hafði gert áður og menn urðu fyrir
vonbrigðum með hana. Um svipað leyti kom
upp sá kvittur að hann væri kommúnisti svo að
myndin var tekin af markaðnum og ekki sýnd
aftur í Bandaríkjunum fyrr en mörgum árum
seinna. Chaplin sagðist aldrei hafa verið
kommúnisti og yrði það aldrei. Hann væri að-
eins friðarsinni og væri á móti hernaðarátök-
um. Engu að síður var honum visað úr landi f
Bandaríkjunum. Rétt áður en það gerðist hafði
hann lokið við myndina Sviðsljós sem þótti
heldur drungaleg og lítið fyndin nema í einu
atriði sem annar gyðingur, Buster Keaton, kom
fram í.
Næsta mynd hans, Kóngur í New York, var
gerð í London. Hún var að vísu fyndnari en
Sviðsljós en bitur ádeilan á amerískt líferni
skein alls staðar i gegn. Þetta var síðasta
myndin sem Chaplin lék aðalhlutverkið í. Árið
1966 gerði hann svo síðustu mynd sína, Greif-
ynjuna frá Hong Kong, með Marlon Brando og
Sophiu Loren í aðalhlutverkum. Þetta var eina
litmynd Chaplins og líklega sú lélegasta. Hún
þótti ófrumleg og gamaldags. Þaö eina sem
stóð upp úr í henni var lag Chaplins, This is My
Song, sem Petula Clark söng.
Árið 1972 var hann tekinn í sátt í Bandaríkj-
unum og fór þangað til aö taka við óskars-
verðlaunum fyrir ómælanleg áhrif hans til að
gera kvikmyndirnar að áhrifamestu listgrein
aldarinnar. Chaplin var kominn yfir áttrætt en
hann var svo hrærður yfir stórkostlegum mót-
tökunum í Bandaríkjunum að hann sagði í
sérstakri veislu sem var haldin honum til heið-
urs: „Þetta er endurreisn mín. Ég er fæddur
upp á nýtt.“ Hann lét lítið á sér bera næsta
árið. Þá var hann orðinn áttatíu og tveggja ára
og mundi orð sígaunaspákonunnar: „Þú munt
deyja úr lungnabólgu þegar þú verður áttatíu
og tveggja ára.“ En næsta ár var hann orðinn
hinn sprækasti aftur og árið 1975 sló Breta-
drottning þennan fyrrum flæking úr fátækra-
hverfum Lundúna til riddara. Eftir það þótti til-
hlýðilegt að ávarpa hann sem Sir Charles.
MESTI LISTAMAÐUR ALLRA TÍMA?
Sir Charles Spencer Chaplin gerði aðeins níu
kvikmyndir, sem hann lék aðalhlutverk í, í fullri
lengd um ævina auk tveggja annarra sem
hann samdi og leikstýrði. Þar að auki lék hann
í rúmlega sjötíu stuttum myndum en margar
Chaplin, ásamt Soff íu Loren, meðan á kvikmyndun Greifaynjunnar af Hong Kong
stóð.
► Úr Gullæðinu sem Chaplin fannst best af
myndum sínum.
þeirra teljast til meistaraverka, svo sem Flakk-
arinn (The Tramp, 1915), Umrenningurinn
(The Vagabond), Veðlánarinn (The Pawn
Shop), Að tjaldabaki (Behind the Screen) allar
1916, Easy Street, Lækningin (The Cure), Inn-
flytjandinn (The Immigrant), Ævintýramaður-
inn (The Adventurer) frumsýndar 1917,
Hundalíf (A Dogs Life), Shoulder Arms 1918,
Sunnyside, Skemmtiferðin (A Days Pleasure)
1919, Hjá fínu fólki (The Idle Class) 1921, Út-
borgunardagur (Pay Day) og Pílagrímurinn
(The Pilgrim) 1922.
Á fyrstu árum Chaplins í Hollywood gerði
hann hverja myndina á fætur annarri án þess
að skrifa handrit að þeim og jafnvel án þess að
hafa hugmynd um hvað hann ætlaði að gera
þegar hann vaknaði til vinnunnar. En hug-
myndaflugið var óþrjótandi og hann gerði bara
það sem honum datt í hug í það og það
skiptið. Um þetta leyti var hann einhvern tíma
spurður að því hvernig hann færi að því að
gera svona skemmtilegar myndir. Þá svaraði
hann: „Þetta er ekkert mál. Maður finnur sér
bara aðstæður og umhverfi. Til dæmis elsk-
endur að laumast á bekk í almenningsgarði og
lögregluþjónn bak við runnann -og þar með er
maður kominn með kveikju að hugmynd."
Mack Sennett sagði einhvern tíma að
Chaplin væri mesti listamaður sem nokkurn
tíma hefði fæðst í heiminum og hann kom
meira að segja til álita sem nóbelsverðlauna-
hafi í bókmenntum á sínum tíma. Það eru
hundrað ár síðan hann fæddist og um þrettán
ár síðan hann lést en hann hefur í rauninni
aldrei dáið. Chaplin deyr aldrei. □
7. TBL. 1991 VIKAN 53