Vikan - 04.04.1991, Síða 68
TEXTI OG MYND: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON
UÚF KVÖLDSTUND
- á frönskum dögum í nœstelsta húsi Hafnarfjarðar
Framrei&slufólk og hljó&færaleikarar Fjörunnar laða fram rétta andrúmsloftið er gestir Fjörunnar njóta franskrar
matargerðarlistar.
Franskir dagar tóku við á
veitingastaðnum Fjör-
unni í Hafnarfirði eftir
vel heppnaða austurríska
daga. Staðurinn er nú skreytt-
ur á franskan máta og klæðn-
aður starfsfólks sóttur aftur til
daga Napóleons. Og að sjálf-
sögðu er matargerðin eins
frönsk og hún getur orðið og
úrvals frönsk vín á boðstólum.
Og tónlistin er vitaskuld frönsk
líka.
Matreiðslumaður Fjörunnar
heitir Ásbjörn Pálsson og er
hann nýkominn frá námi og
starfi á virtum veitingastöðum
í Frakklandi. Hann er í klúbbn-
um Framanda og á einmitt
uppskriftirnar á matarkortun-
um, sem fylgja þessu tölublaði
Vikunnar. Matreiðsla Ásbjörns
er hreinasta afbragð og rann
hver munnbiti Ijúflega niður
með vinunum, sem sérstak-
lega voru valin af Gissuri Krist-
inssyni, sem um árabil hefur
kynnt sér vínframleiðslu og
vínmenningu.
Það er fimmrétta matseðill,
sem boðið er upp á í Fjörunni
í apríl á fimmtudögum og
sunnudögum og eru forréttirnir
pönnukaka fyllt með rækjum
og grænmeti og gufusoðin fyllt
smálúðurúlla með sveppum,
blaðlauk og kræklingasósu.
Með þessu mælir Gissur með
hvítvíninu Riesling Hugel,
sem er bragðmikið og þurrt
vín.
Áður en kemur að kjötrétt-
inum er boðið upp á sítrónu-
kraumís með múskati. Aðal-
rétturinn er léttsteikt villi-
gæsarbringa með rifsberja-
sósu og með því drukkið rauð-
vínið Moulin-a-Vent Ch. d.
Jacq, sem er bragðmikið, þurrt
vín. Það besta frá Beaujou-
laise í dag að áliti Gissurar.
Eftirrétturinn er það sem Ás-
björn kallar „fljótandi eyja með
ávaxtasalati og ensku krerni".
Á eftir þessum krásum er boð-
ið upp á kaffi og konfekt og
ekki finnst Gissuri saka að
bragða á annaðhvort koníak-
inu Frapin V.S.O.P. eða Gor-
don Rouge kampavíninu.
Tekið er á móti matargest-
um Fjörunnar með hljóðfæra-
leik hafnfirskra tónlistarmanna
og hafnfirskar söngkonur
koma jafnframt við sögu milli
þess sem réttirnir eru bornir
fram.
Það er einstök stemmning
ríkjandi í Fjörunni, sem er í
næstelsta húsi Hafnarfjarðar.
Það er líkt og horfið sé öld aft-
ur í tímann og ekki spillir sú
umgjörð sem sköpuð er í
kringum frönsku dagana Ijúfri
tilfinningu í húsinu þegar notið
er gæða vína og matar. Það
verður enginn svikinn af
kvöldstund í Fjörunni. □
ÞAU FARA MEÐ FLUGLEIÐUM TIL ORLANDO
egar dregið var úr innsendum úr-
lausnum í ferðagetraun Vikunnar
og Flugleiða komu upp nöfnin
Nikólína Th. Snorradóttir, Vestur-
götu 129, Akranesi, og Valur Krist-
jánsson, Selsstöðum á Seyðisfirði. Hljóta þau
hvort um sig fimm daga ferð fyrir tvo með Flug-
leiðum til Orlando á Flórída þar sem þau munu
lifa í vellystingum praktuglega.
Gista þau í glæsilegum svítum á Hawthorn
Suites Villa Resort, sem er steinsnar frá
Disneyworld. Til umráða hafa þau þægilega
bifreið frá bílaleigunni Payless meðan á dvöl-
inni stendur.
Jafnframt fá vinningshafarnir frían aðgang
fyrir sig og sína boðsgesti að Disneyworld og
Universal Studios.
Lesendur Vikunnar eiga væntanlega eftir að
sjá ferðasögu verðlaunahafanna þegar þar að
kemur.
Getraunaseðillinn var jafnframt skafmiði
sem hefur fært fjölda lesenda AKAI ferðaút-
varp eða nýjustu hljómplötu Whitney Houst-
on, l’m Vour Baby Tonight. Nöfn vinningshafa
allra verða birt í Vikunni síðar.
Um leið og vinningshöfunum er óskað til
hamingju vill Vikan þakka lesendum geysilega
góða þátttöku. Þeim sem ekki höfðu heppnina
með sér að þessu sinni viljum við benda á að
fylgjast vel með Vikunni í vor þegar nýrri get-
raun verður hleypt af stokkunum. □
UÖSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
66 VIKAN 7. TBL. 1991