Vikan


Vikan - 03.10.1991, Síða 12

Vikan - 03.10.1991, Síða 12
Hér hefur María komið sér fyrir um borð í gömlum hraðbáti við Ákersbrygge. á. Ég gaeti vel hugsað mér að læra meira í ís- lensku þvi mér finnst hún falleg. - Undirbjóstu þig á fleiri sviðum áður en kvikmyndatakan hófst, til dæmis með því að lesa Ólafs sögu Tryggvasonar og um kristnitökuna í Noregi og á íslandi? Nei, ekki beinlinis. Ég reyndi samt að nota tímann til að setja mig svolítið inn í hugsunar- hátt vikingatímans og glöggva mig á tíðarand- anum. ( raun hafði ég enga stund aflögu, ég reyndi að einbeita mér sem allra mest að hlut- verki mínu og að komast til botns í persónu- einkennum Emblu. EMBLA ER STERKUR PERSÓNULEIKI - Hvernig likaði þér við Emblu? Embla þarf að ganga í gegnum ýmsar þrengingar í myndinni. Hún verður eftir hjá Ólafi konungi Tryggvasyni á meðan Askur sinnir erindum hans á íslandi, að kristna landsmenn. Dvöl hennar í konungsgarði er enginn dans á rósum og að því kemur aö hann verður ástfanginn af henni. Embla er hins veg- ar mjög sterk bæði andlega og líkamlega og það hjálpar henni mikið. Og þó hún sé ung að árum lætur hún aldrei stjórna sér. Hún stendur fast á sínu, er ákaflega trú sjálfri sér og gætir þess vel sem henni hefur verið trúað fyrir. Ég held óg hafi líka lært ýmislegt af henni, hún treystir á sjálfa sig og sættir sig við sjálfa sig nákvæmlega eins og hún er. Engu að síður er hún líka viðkvæm innst inni - þó hún þurfi alltaf að sýna mikinn styrk og festu, eins og gagn- vart konunginum. Ég kunni mjög vel við hana. Askur og Embla unna hvort öðru mjög heitt og þurfa að ganga í gegnum ótrúlega margt til þess að geta loks höndlað hamingjuna. Það er einmitt þessi mikla ást og trúnaður sem reynt er að koma á framfæri í myndinni. - Heldur þú að ungt fólk geti lært eitt- hvað af Hvíta víkingnum? Já, það held ég. Eg tel þau Ask og Emblu vera raunsannar persónur. Ungt fólk býr yfir miklum hæfileikum og ég held að margir geti tekið þau sértil fyrirmyndar. Þau ganga í gegn- um þykkt og þunnt til þess að fá að vera sam- an að lokum - og þau eru alltaf sjálfum sér trú. Myndin sýnir líka fram á að þessu unga fólki er allt mögulegt, svo fremi að sannfæringin sé nógu sterk. Þó svo að myndin lýsi atburðum sem eiga að gerast fyrir næstum þúsund árum held ég að í henni komi fram margar hliðstæður við tiðarandann nú á dögum. Þess vegna er ég þess fullviss að hún höfðar ekki síður til unga fólksins en til þeirra fullorðnu. HEF LÆRT MIKIÐ - Hvernig kunnir þú við mótleikarana, Gottskálk og Egil? Þeir voru báðir ótrúlega fínir og það var afar skemmtilegt að vinna með þeim. Við Gotti, eins og hann er oftast kallaður, erum jafnaldrar og við þurftum að komast til botns i mörgum mjög krefjandi atriðum. Við upplifum því heilmikið saman á leiktímanum og urðum fyrir sameiginlegri reynslu sem oft og tíðum reyndi mikið á okkur. Þess vegna kynntumst við mjög vel og að lokum vorum við af eðlilegum ástæð- um orðin nánir vinir. Egill hefur mikla reynslu á þessu sviði og ég lærði óhemju mikið af honum. Hann er líka mikill atvinnumaður í sér, mjög vandvirkur og leggur sig fram. Hann gaf mér því mikið sem fagmaður og ekki síður af eigin persónu því hann er mjög gefandi persónuleiki. - Telur þú að þessi reynsla hafi breytt þér? Ég held ég hafi þroskast mikið á þessum tíma, annað væri óeðlilegt. Ég varð að yfirgefa hinn trygga og góða hversdag - fá frí í skólan- um, kveðja vini mína á meðan og ganga inn í hinn harða heim þar sem ég umgekkst nær eingöngu fullorðið fólk með allt aðra reynslu en unglingurinn ég. - María hefur ekki setið auðum höndum síðan hún lauk við leik sinn í Hvíta víkingn- um. í sumar lék hún í annarri kvikmynd. Þetta er ævintýramynd fyrir börn og er því mjög ólík hinni. í myndinni leik ég prinsessu sem verður ástfangin af hvítabirni og í Ijós kemur að hann er prins í álögum. Þessi reynsla var mjög ólík þeirri sem ég hlaut við gerð Hvíta víkingsins - en góð engu að síður og lærdómsrík fyrir mig. Leikstjórinn er norskur, Olaf Solum. Hann er rólegur og yfir- vegaður og að mörgu leyti ólíkur Hrafni. Ég hef því unnið með tveimur góðum en mjög ólikum leikstjórum og að sjálfsögðu hefur þetta verið mjög spennandi. - Var þetta líka krefjandi hlutverk? Mér fannst hlutverk mitt sem prinsessa erfitt. I ævintýrunum eru prinsessur algóðar, sætar og elskulegar í öllu tilliti. Ég átti hins vegar að reyna að gæða hana lífi og sýna fram á að í raun væri prinsessan ósköp venjuleg stúlka, með öllum sínum kostum og göllum. Mér fannst þetta alls ekki svo einfalt en leikstjórinn hjálpaði mér mikið. MÁ EKKITAKA ÞETTA OF HÁTÍÐLEGA - Kvíðir þú fyrir frumsýningu Hvíta vík- ingsins og viðbrögðum þínum þegar þú sérð sjálfa þig á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn? Ég er að minnsta kosti ákaflega spennt og stundum hefur mér ekki oröið svefnsamt upp á síðkastið. í leiknum var svo mikið byggt á mis- munandi tilfinningum og ég varð fyrir hvers konar upplifunum. Það eiga því örugglega eftir að fara um mig ýmsir straumar og kenndir meðan á sýningu myndarinnar stendur enda hefur töluvert vatn runnið til sjávar í millitíðinni. Ég hef aðeins séð pínulítinn bút af myndinni og þvi veit ég í raun ekkert hvernig þetta kem- ur út. Sjálfsagt á ég eftir að sjá mig gera marg- vísleg mistök og vafalaust eru mörg þeirra því að kenna að þetta var frumraun mín framan við myndavélina. Meðan á tökunum stóð þótt- ist ég stundum innra með mér vera þess full- viss að ef ég hefði mátt reyna einu sinni enn hefði atriðið orðið betra. - Ertu hrædd við gagnrýni? Það held ég ekki. Ég reyni að minnsta kosti að sannfæra sjálfa mig um að taka þetta ekki of alvarlega. Ég gerði mitt besta og þar við situr. Ég á sjálfsagt eftir að verða gagnrýnd fyrir hitt og þetta en ef það er vel meint og mál- efnalegt tel ég mig geta lært af því. Kannski er ég spenntust að sjá viðbrögð foreldra minna og fjölskyldu. Þau eiga eftir að kynnast mörg- um nýjum hliðum á mér á tjaldinu. Ég vona að þeim verði þetta ekki um megn. Auðvitað er ég mjög spennt og ég hlakka mikið til að koma til íslands og vera viðstödd frumsýninguna - ég veit að það verður ógleymanleg stund fyrir mig. - Hvað gerir þú í frístundum? Ég hef mjög lítinn tíma aflögu þegar náminu sleppir, kannski eitt kvöld í viku. Þegar ég er ekki í skólanum þarf ég að sitja við námsbæk- urnar heima. Ég hef líka þurft að vinna upp þann tima sem ég missti úr i fyrra þegar kvik- myndatakan stóð sem hæst. Það kostar síðan svita og tár að taka tvo vetur á einum og því er námið tímafrekt þessa dagana. Ég vil samt mikið á mig leggja til þess að geta lokið þess- um mikilvæga grunni sem menntaskólinn er. Áður en kvikmyndirnar komu til dansaði ég mikið, söng svolítið og lék á píanó. Þessu hef ég því miður ekkert getað sinnt að undanförnu. 12 VIKAN 20. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.