Vikan


Vikan - 03.10.1991, Page 50

Vikan - 03.10.1991, Page 50
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásta K. Árnadóttir, Elva B. Ævarsdóttir, Þórunn A. Gylfadóttir, Halla R. Ólafsdóttir. Æ RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 S 22077 BRÚÐARKJÓLALEIGA KATRÍNAR ÓSKARSDÓTTUR * BRÚÐARKJÓLAR ★ BRÚÐARMEYJAKJÓLAR ★ SKÍRNARKJÓLAR * SMÓKINGAR ★ KJÓLFÖT * SAMKVÆMISKJÓLAR GRJÓTASELI 16 109 REYKJAVÍK SÍMI 76928 HÁRSEIi í MJÓDD Ilársnyrtistofa Þarabakki 3-2. h. Sími79266 Hársnyrting fyrir dömur, herra og börn. Agnes og Ingunn AAÁAAAÁÁAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA iÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT BLEIKIIR HIMINN Á BRODDANESI Hvað ræður því hvað okkur finnst fallegt og ómótstæðilegt? Ég hef löngum velt því fyrir mér og ekki enn fundið neitt svar. Því meira sem við lesum og leitum verðum við meðvitaðri um hve lítið af öllu ævintýrinu við skiljum. En skilningsleitin er flestum í blóð borin og fegurð- arþráin stýrir okkur oft í höfn. Norður við reginhaf á Ströndum hvílirlítil byggð. Þar er fallegt hús með sérkenni- legum kvistum og stórri ver- önd og þar átti ég heima. Tvö ár í lífi mínu en ég er þar eig- inlega enn. Á nóttunni flýg ég i lágflugi yfir fjöllin, niður að ánum og þar sé ég silfurfiska synda. Stundum er ég að rog- ast með kartöflupoka eða því þegar lítið er um að vera í kringum okkur verða allir hlutir og allar hreyfingar sem fyrir augu ber svo þýðingarmiklar. Litla kirkjan á Kollafjarðarnesi hinum megin við fjörðinn, þvotturinn hennar Siggu blakt- andi í golunni og hestamaður sem leggur hnakk á blakkan hest og ég sé hann hverfa I fjarskann. Nýlega fékk ég gamla guln- aða mynd í póstinum. Myndin er yfir fjörutíu ára gömul og sýnir haf við strönd, sérkenni- lega klettótta strönd. Þegar ég var búin að kyssa myndina varð himinninn ofurlítið bleik- ur, alveg eins og himinninn á Broddanesi á vorin. Fallegur og ómótstæðilegur í huga mínum. -------- draga járnbindiefni í hús. Ég ligg í háu grasi og hugsa, fyrir framan lítið brúnt timburhús og einstöku sinnum geng ég inn um glugga. Meira af draumum mínum segi ég ekki í bili en hin ævin- týrin voru mörg og Ijúf. Morg- unkaffi á Broddadalsá, verslað svolítið í leiðinni, svo sem egg, reyktur silungur eöa sveitarjómi og rölt svo heim í rólegheitum. Alltaf nógur tími. Það nægði mér að sitja við eldhúsgluggann og horfa yfir, STRÖNDUÐ Loksins fast undir fótum. Strönduö. Á hjara heimsins fann hjarta mitt frið órólega fuglshjartað sem alltaf sló of ótt og of títt. Loksins. Friður, fast undir fótum. Strönduð. \ 50 VIKAN 20.TBL.1991 ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR:

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.