Vikan


Vikan - 03.10.1991, Page 61

Vikan - 03.10.1991, Page 61
Haust & vetrartískulitirnir 91/92: varalitir og naglalökk nr 84 85 88 89 99 tvöfaldur augnskuggi nr 50 Þá hefur Quinton heila álmu fyrir sig, tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Hann er með alla veggi þakta veggspjöldum frá kvikmyndum pabba síns og talar um hann daginn út og daginn inn. Ef drengurinn er spurður hverjum þyki vænt um hann svarar hann hiklaust: pabba!“ BURT, CLINT OG CHARLTON Snúum okkur nú svolítið að því sem „pabbi" hefurverið að sýsla undanfarið. Síðasta sumar fór Burt um Ameríku meö sýningu þar sem hann var einn á sviðinu, talaði um sjálfan sig og aðra og sýndi skyggnur. Meðal þeirra sem hann minntist á voru Clint Eastwood og Charlton Heston. Lítum aðeins nánar á sögurnar: Um Clint Eastwood: „Un- iversal kvikmyndaverið rak okkur Clint sama daginn. Þeir sögðu að Péturssporið í hök- unni á honum væri of stórt og ég spurði hvað væri athuga- vert við mig. Þú getur ekki leik- ið! var svarið. Á leiðinni út í bíl varð ég samferða Clint og sagði við hann: Þú ert í helj- armiklum vandræðum af því að ég get lært að leika en þú getur aldrei losnað við Péturs- Sþorið!" Um Charlton Heston sagði Burt: „Hann er sá allra óskipulegasti. Bara til að opna bíldyrnar þarf hann að fá sér einn tvöfaldan!" SÖNG FYRST LÆRÐI SVO Um sjálfan sig sagði Burt með- al annars: „Ég fæddist með svart, hrokkið hár en pabba fannst ég stelpulegur og rak- aði það allt af mér. Það held ég að hafi verið upphafið að mörgum vandamálum. Þá lær- ir maður með árunum að kynna aldrei fyrir móður sinni stúlku sem heitir Bubbles. En enginn er maður með mönn- um fyrr en faðir hans segir honum að hann sé karlmaður. Ég var 47 ára er það gerðist." Árið 1973 gaf Burt út plötu með bandarískri sveitatónlist og galt sú hið mesta afhroð. „Platan var dæmigerð fyrir það hvernig ég gerði hlutina. Fyrst gerði ég plötuna og tók síðan söngtímana eftir það.“ FÓLKIÐ í FORSÆLU Eins og drepið hefur verið á er Burt þessa dagana að gera sjónvarpsþættina Fólkið í For- sælu. Þar leikur hann mann að nafni Wood Newton, fyrrver- andi stjörnu í bandarískum at- vinnufótbolta. Stjarnan snýr síðan aftur til heimaslóða og tekur til við að þjálfa fótboltalið menntaskólans þar. Hjónin taka sér bólfestu á æsku- heimili eiginkonu Woods ásamt þremur börnum sínum. Á heimilinu býr enn faðir hennar, einstrengingslegur rit- stjóri bæjarblaðsins. Hann umber Wood eingöngu vegna barnabarnanna. Þegar Wood er ekki í heita pottinum með félögum sínum eða með hástemmdri eigin- konu sinni er hann að þjálfa lið sem ekkert getur, er með að- stoðarþjálfara sem ekkert kann eða með börnum sínum þremur sem eru hvert öðru ægilegra. Dóttirin er gangandi samheitasafn, eldri sonurinn vill frekar verða leikari en fót- boltamaður og sá yngsti er fjögurra ára vasaþjófur. Fyrir utan allt þetta á Wood síðan í mestu vandræðum með aö halda sínum leyndustu málum utan við almannaróm þvi þar sem allir hafa alist uþþ með öllum þekkja allir allaog í slíku samfélagi verður engu haldið leyndu. LEIKARAÚRVAL OG EMMYVERÐLAUN Eflaust á sjónvarpsefni sem þetta upp á pallborðið hjá okk- ur íslendingum því þarna er á ferðinni þema sem við þekkjum. Ekki spillir heldur fyr- ir þáttunum að þar er áferðinni úrval leikara, fólk sem við þekkjum úr bandarískum bíó- myndum af skárra taginu. Þá hlutu þættirnir einhverja virt- ustu viðurkenningu sem veitt er vestra fyrir sjónvarpsefni, Emmyverðlaun fyrir besta gamanleikara í sjónvarpsþátt- um. Það var enginn annar en Burt sjálfur sem þakkaði fyrir sig. Sjónvarpið hefur nú tryggt sér sýningarréttinn að öllum þeim 23 þáttum sem gerðir hafa verið og verður eflaust forvitnilegt að fylgjast með hjartaknúsaranum Burt Reyn- olds í því hlutverki sem hann nú gegnir loks bæði í mynd og raunveruleika, hlutverki pabbans.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.