Vikan


Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 65

Vikan - 03.10.1991, Blaðsíða 65
sökuö er um aö hafa myrt eig- inmann sinn. Hinn skotheldi leikari Nick Nolte leikur í myndinni The Price of Tides. Leikur hann bitran mann sem á systur sem í tvígang hefur reynt að fremja sjálfsmorð. Bróðirinn afræður að aðstoða sálfræðing, sem hefur systur hans til meðferð- ar, með því að rifja upp bernskuárin. Auk þess leika í myndinni Barbra Streisand (Yentl, Nuts) og Blythe Dann- er (Alice). Nýstirnið Adrienne Shelly. Fögur, saklaus og efnileg. Zalman King er ófeiminn aö gera fagrar myndir. Nýstirnið Adrienne Shelly hefur nú gert það gott vestan- hafs. Hún hefur leikið í þremur myndum, hvorki meira né minna. Þetta eru myndirnar The Unbelievable Truth, Trust og Stepkids. Trust greinir frá ungri menntaskóla- stúlku sem hættir námi. Hún tekur síöan saman við amer- íska fótboltahetju sem yfirgef- ur hana eftir að hún reynist vera ófrísk. Þunguð og yfirgef- in ákveður hún þó að gefast ekki upp á lífinu, stendur sig eins og hetja og hefur þrosk- ast svo um munar. í Stepkids leikur hún líka unga konu sem er barnshaf- andi. Hún eignast tvíbura og giftist mun eldri manni sem á börn frá fyrra hjónabandi. Börnin geta þó ekki sætt sig við þessa nýju ungu mömmu. Leikkona þessi þykir sviplík leikkonunum Rosanna Arqu- ette (Flight of the Intruder) og Rebecca De Mornay (Back- draft). Leikkonan Penelope Ann Miller (Freshman, Kindergart- en Cop) leikur nú í mynd sem er undir leikstjórn hins virta Normans Jewison. Myndin heitir Other Peoples Money. Þar leikur Penelope farsælan lögfræðing sem lendir heldur betur í klípu. Mótleikarar hennar eru ekki af verra tag- inu, leikarar á borð við Danny DeVito og Gregory Peck. Hin unaðslega Greta Scacchi (Presumed Innocent, Fires Within) leikur nú í mynd- inni A Man in Love. Þar leikur hún á móti Peter Coyote. Greta leikur fágaða og kynæs- andi konu frá Evrópu sem stel- ur hjarta ríks Ameríkana. Hver man ekki eftir myndun- um 9Va Weeks og Wild Orchid? Maðurinn sem stóð að þessum léttbláu listamynd- um heitir Zalman King. Hann stóð líka að myndinni Two Moon Junction sem sýnd var hér fyrir tveimur árum eða svo. Nú hefur Zalman King gert nýja léttbláa mynd sem hlotið hefur titilinn Blue Movie Blue og fjallar um stúlku sem tekin er í fóstur. Þegar stúlka þessi er orðin fulltíða ákveður hún að gerast gleðikona. Hún vinn- ur síðan í glæsilegu pútna- húsi. En þrátt fyrir frjálsar ástir gegn greiðslu verður unga gleðikonan raunverulega ást- fangin. Hún segir síðan skilið við pútnahúsið og ákveður að ganga menntaveginn. Sá næstum því níræði Sir John Gielgud (Chariots of Fire) leikur nú í nýjustu mynd hins umdeilda breska leik- stjóra Peter Greenway (The Cook, The Thief, His Wife & Her Lover). Mynd þessi heitir Prosperos Books og er ein- hvers konar sérútgáfa Green- ways af hinu sígilda verki Will- iams Shakespeare, The Tempest. Martin Scorsese og uppáhalds- leikari hans við tökur á Cape Fear. Við skulum enda pistil þenn- an á nýjasta meistaraverki Martins Scorsese (GoodFell- as). Nýjasta myndin úr smiðju hans heitir Cape Fear og er endurgerð. Frummyndin var gerð árið 1962 og var með Gregory Peck og Robert Mitchum í aðalhlutverkum. í útgáfu Scorseses leikur öflugt leikaralið á borð við Robert DeNiro, Nick Nolte og Jess- icu Lange. Hvílíkt einvalalið! Söguþráðurinn er á þá leið að Nick Nolte, sem leikur lög- fræðing, hefur komið morð- ingja, sem leikinn er af Robert DeNiro, bak við lás og slá. Jessica Lange leikur eigin- konu Nicks Nolte. Robert DeNiro leikur moröingjann frábærlega vel. Hann leggur á ráðin öll árin sem hann situr inni. Um leið og hann sleppur úr prísundinni leggur hann til atlögu við hjónakornin. Hann ætlar ekki að sýna neina miskunn. Nú er kominn tími til aö hefna sín grimmilega. Mynd þessi verður sýnd í Laugarásbíói eftir nokkra mánuði. SENDUM FRÍTT HEIM ALLA DAGA VIKUNNAR Heimsending Frá sunnudegi til fimmtudags 11.00 til 23.30 föstudaga og laugardaga frá 11.00 til 06.00 Pöntunarsími 679333 20. TBL. 1991 VIKAN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.