Vikan


Vikan - 31.10.1991, Side 8

Vikan - 31.10.1991, Side 8
TEXTI OG MYND: HJALTl JÓN SVEINSSON FJORAR ISLENSKAR UTVARPSSTOÐVAR STARFA í SVÍÞJÓD R>€TT VIÐ ÁSGEIR TÓMASSON SEM HALDIÐ HEFUR TVÖ NÁMSKEIÐ YTRA Taliö er aö um fimm þús- und íslendingar séu bú- settir í Svíþjóð um þess- ar mundir og fjölmargir þeirra hafa sest þar aö til frambúðar. Starfsemi hinna ýmsu íslend- ingafélaga þar í landi er um- talsverð og er hún í ýmsu formi. Meðal annars er ís- lenskum börnum boðið upp á nám í móðurmálinu og skipu- leggja félögin á hverjum stað kennsluna sem kostuð er af sænska ríkinu. Það gefur svolitla vísbend- ingu um hvað íslendingahóp- urinn í Svíþjóð er í raun og veru stór að fjórar íslenskar út- varpsstöðvar starfa þar í landi - þó þær séu hvorki stórar né voldugar. Ásgeir Tómasson, sem hefur margra ára reynslu á þessu sviði, er nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem hann hélt námskeið fyrir nokkra landa sína sem starfa fyrir stöðvarnar eða hafa hug á því. Hann var beðinn um að lýsa námskeiðinu og gera svo- litla grein fyrir þessum útvörð- um íslenskrar menningar. „Útvarpsstöðvarnar eru í Gautaborg, Lundi, Malmö og Stokkhólmi. Hlutverk þeirra er að miðla íslensku efni, bæði á sviði upplýsinga og menning- ar. Meðal annars eru sendir út fréttapistlar frá Ríkisútvarpinu [ hinni vikulegu útsendingu. Starfsmenn stöðvanna fást líka við dagskrárgerð sem sniðin er fyrir þennan sérstaka hlustendahóp og að sjálf- sögðu er leikin íslensk tónlist eftir þv( sem tími gefst til.“ ◄ ÁsgeirTómasson hefurunn- ið við útvarp í áraraðir. Hann var meðal annars starfsmaður Aðal- stöðvarinnar frá stofnun hennar, f rétt tvö ár, þangað til hann var ráðinn til fréttastofu Rikisútvarpsins. X 8 VIKAN 22, TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.