Vikan


Vikan - 31.10.1991, Side 14

Vikan - 31.10.1991, Side 14
TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM.: BRAGI P. JÓSEFSSON „SPILA KANA í FRÍMÍNÚTUM" — segirsjöundi keppandinn f forsíðustúlkukeppninni, Emilía Ragnarsdóttir Emilía verður kynnt gestum Hótel íslands á glæsilegu kynningarkvöldi 21. nóvember ásamt hinum sjö þátttakendum keppninnar. Emilía Ragnarsdóttir er sjöundi keppandinn í forsíðustúlkukeppni SAM- útgáfunnar. Emilía er átján ára, fædd I vogarmerkinu, þann 28. september 1973. „Mér finnst meira og minna allt passa við mig sem sagt er um fólk í voginni. Er þetta ekki líka besta rnerkið?" segir Em- ilía brosandi við blaðamann sem er í sama merki. Heimili Emilíu hefur alltaf verið í Breiðholti. Þar býr hún ásamt foreldrum sínum, Ragnari Harðarsyni og Sigríði Emilsdóttur, og tveimur systrum, annarri eldri og hinni yngri. Emilíu finnst gott að búa í Breiöholtinu og þar sækir hún líka skóla. Hún er á snyrti- fræðibraut í Fjölbrautaskólan- um bar. „Á snyrtifræðibraut lærum við allt um líkamann. Svo lær- um við nudd, vaxmeðferð, andlitsböð og förðun, en það mætti vera meira af förðun- inni," segir Emilía. í sumar skrapp hún í tveggja vikna frf til London þar sem hún skemmti sér konunglega. Ann- ars vann hún á sjúkradeild elli- heimilisins Seljahlíðar sem er líka í Breiðholti. Þar hlynnti hún að gamla fólkinu og fannst það skemmtilegt. Oftast hefur hún þó unnið f sjoppum á sumrin. Hvað ætlar Emilía að verða? „Ég veit það ekki. Ég erekki búin að ákveða það. Það er „Það er bókað mál að ég verð ekki sitjandi á skrifstofu,11 segir Emilía aðspurð um framtíðina. um svo margt að velja," segir hún hugsi. „En það verður pottþétt einhvern iðngrein; eitthvað sem ég get notað hendurnar við. Það er bókað mál að ég verð ekki sitjandi á skrifstofu." Emilía hefur mjög gaman af að skemmta sér og segist helst fara út til að dansa. Þá verður Tunglið helst fyrir val- inu. Áður sótti hún tíma f djassballett en fannst það leiðinlegt því það voru eintóm- ar æfingar og ekki nógur dans. Hún hefur líka gaman af að fara á skíði og gerir mikið að þvf þegar nægur snjór gefst. „Svo finnst mér æðislega gaman að spila á spil. Ég kann að vísu ekki bridge en ég spila kana í frímínútum í skólanum. Svo er ég algjör sjónvarps- sjúklingur og horfi eiginlega á allt í sjónvarpinu. Ef ég fer f bíó vil ég helst sjá hressilegar gamanmyndir eða spennu- myndir." Þegar tfmar líða vill Emilía eignast eigin íbúð, ágætan bíl, vera í góðri stöðu, láta sér líða vel og vera hamingjusöm. En eins og hún segir sjálf: „Til þess verður maður að hafa einhvern við hliðina á sér.“ Seinna vill hún kannski eign- ast eitt barn - svona til að byrja með. Reyndar telur Emil- ía sig vera búna að finna lífs- förunautinn því hún er búin að eiga sama vininn í tvö ár. Hann er núna í skóla í Banda- ríkjunum svo hún eyðir líklega miklum tíma í bréfaskriftir um þessar mundir. Emilía er f lcelandic Models og hefur verið þar síðastliðin tvö ár. Hún hefur sýnt á tísku- sýningum og verið með í myndböndum hjá Geira Sæm og í Batman-laginu. Henni líst vel á að taka þátt í keppninni og segir það ýta undir að hún passi upp á sjálfa sig, fari f er- óbikk og þess háttar. Henni finnst líka spennandi að kynn- ast nýju fólki. Hvernig mundi henni líka að fara utan og taka þátt í fegurðarsamkeppni? „Það yrði sjálfsagt skemmti- legt að upplifa það. Þá mundi maður kynnast ennþá fleira nýju fólki." Svo er Emilía rokin. Hún er að fara í skólann þar sem bekkurinn hennar á að horfa á myndband um sið- fræði, dauða og líknarmorð. 14 VIKAN 22. TBL1991 HAR: EYVI f HÁRÞINGI MEÐ JOICO OG MATRIX HÁRSNYRTIVÖRUM. FÖRÐUN: KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR MEÐ NO NAME COSMETICS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.