Vikan


Vikan - 31.10.1991, Side 24

Vikan - 31.10.1991, Side 24
TEXTIOG MYNDIR: HJALTIJÓN SVEINSSON VIKAN RÆÐIR VIÐ INGIBJÖRél ÞORBERGS UM TÓNLISTAR- FERILINN OG STARF HENNAR Ingibjörg við píanóiö og syngur eigið lag og texta, „Hjarta mitt átt þu einn,“ sem hún hefur tileinkað manninum sínum. „Þá voru helsiu m þjóéarinnar da Ingibjörg Þorbergs var ein ástsælasta söngkona þjóðarinn- ar um árabil og naut mestra vinsælda á sjötta áratugnum. Æ síðan hefur mátt heyra söng hennar hljóma á öldum Ijósvakans öðru hverju. Hver þekkir ekki lagið sem hún gerði við Aravísur eftir Stefán Jónsson, svo dæmi sé tekið? í vetrardagskrá sjónvarpsins er von á Ingi- björgu fram í sviðsljósið eftir margra ára hlé. Til stendur að flytja þar söng og leik nokkurra frægustu stjarnanna fyrr á árum og rifja upp með áhorfendum ýmislegt gamalt og gott. Ingi- björg kvaðst ekki hafa komið fram opinberlega síðan á Vísnakvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir sjö árum eða svo - og þá höfðu liðið mörg ár síðan síðast. í sumar heyrði sá sem þetta skrifar lag með Ingibjörgu, sem hann mundi ekki eftir að hafa heyrt áður. Það var í morgun- þætti Eiríks Jónssonar á Bylgjunni. Nokkrum vikum síðar brá Eiríkur því aftur undir nálina. Þetta var lagið um hann Sveinka skó, skósmið- inn káta sem söng og hló og sólaði skóna fyrir stúlkuna sem ætlaði síðan að stíga dans í þeim. Kannast einhver við það? Öðru hverju síðan hefur þetta lag verið á ferli í huga blaðamanns, eins og upp úr þurru, bara sisvona. Það var tilefni þess að haft var samband við listamanninn sem hefur verið á eftirlaunum frá Ríkisútvarpinu síðastliðin sjö ár, en þeim áfanga náði Ingibjörg aðeins 57 ára gömul, samkvæmt hinni svokölluðu 95 ára reglu. Þar sem tíðindamaður Vikunnar sat í mið- degiskaffi heima hjá þeim Ingibjörgu og eigin- manni hennar, Guðmundi Jónssyni píanó- leikara, varð honum fyrst að spyrja hana hvers vegna hún skrifaði sig Þorbergs en ekki Þor- bergsdóttur. Hún svaraði því til að þetta hefði fyrr en varði orðið að hefð en í raun hefði tilvilj- un ráðið. „Þetta hófst strax í barnaskóla en þar vorum við tvær jafnöldrurnar með sama föður- nafnið. Til aðgreiningar var ég alltaf kölluð Þor- bergs en hún Þorbergsdóttir. Reyndar heiti ég Kristín líka en á þeim tíma hugkvæmdist mér ekki að skrifa mig Ingibjörgu Kristínu. Þetta festist síðan við mig og ég fór að kunna þvf vel.“ Ingibjörg er borin og barnfædd í höfuðborg- inni sem hefur verið starfsvettvangur hennar alla tíð. „Ég er fædd að Laugavegi 45, á horn- inu á Frakkastíg og Laugavegi, en ættir mínar rek ég vestur í Borgarfjörð og Breiðafjörð og síðan norður í Skagafjörð." Foreldrar hennar voru Kristjana Sigurbergsdóttir og Þorbergur Skúlason. Aðspurð um tónlistaráhugann og tónlistarnám í bernsku sagði hún að móðir sín hefði spilað svolítið á orgel sem til hefði verið á heimilinu. „Ég fór að læra á orgel níu ára. Móðir mln hafði einnig gaman af söng og lærði svolítið í þeirri grein. Ég stundaði orgelnámið í þrjú ár en fór þá að læra á gítar hjá Önnu Páls- dóttur. Fljótlega fór ég líka að læra á píanó og söngtíma sótti ég hjá hjá ýmsum." PÍANÓKENNARINN í HERMANNABÚNINGI „Fyrsti píanókennarinn minn var klæddur í amerískan hermannabúning. Það var Ragnar 20 VIKAN 22. TBL.1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.