Vikan


Vikan - 31.10.1991, Page 34

Vikan - 31.10.1991, Page 34
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Egill Ólafsson var að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Tifa Tifa heitir hún og kom út um miðjan október. Af því tilefni mælti Vikan sér mót við hann á svölu síðdegi. Við hittumst á heitum pitsu- stað í miðborginni og Egill var fyrst spurður að því hvort það væri mikill léttir að vera búinn með plötuna. „Því er bæði hægt að svara játandi og neit- andi. Það er alltaf erfitt þegar maöur er að vinna hugverk að setja punktinn aftan viö og alltaf viss tregi til staðar þegar maður gerir slíkt. Það sest líka stundum aö langvarandi tómleikakennd en þá er um að gera að byrja að hugsa um eitthvað annað. Léttirinn er samt frekar ofan á að þessu sinni.“ ELSTA LAG PLÖTUNNAR FRÁ 1982 Egill byrjaði að vinna að plötunni í janúarlok, aðallega einn með sjálfum sér, vann í textum og lögum. Sumum eldri lögum, sem hann átti í fórum sínum, breytti hann. Elsta lag plötunnar er upprunalega frá árinu 1982, önnur fjögur aðeins nýrri en fimm laganna samdi Egill þeg- ar tók að vora. Því má segja að Tifa Tifa spanni næstum tíu ára tímabil. Þegar kom að upptökum gengu þær snurðulaust fyrir sig enda allt mjög vanir menn i faginu sem unnu að plötunni með Agli. „Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ekkert í rauninni sem kom á óvart við vinnslu plötunnar," segir Egill. - Felur titill plötunnar í sér tilvísun í tímann eða kannski bara lífið sjálft? „Ja, þetta tifar allt meira og minna; hjartað tifar, hendur tifa, klukkan tifar og tifa getur líka verið smábára. Annars var ég nú líka bara að finna skondið nafn á plötuna, var reyndar með nokkur í huga en leist best á þetta. Og að sjálf- sögðu vísar það til titillagsins sem fjallar um lífsdansinn sem við dönsum öll. Eftir á að hyggja finnst mér hann eins konar samnefnari fyrir alla plötuna - innihald hennar." Egill segir að yfirleitt komi lag á undan texta og textarnir þjóni þeim tilgangi að skapa stemmningu með laglínunni sjálfri. Hann segir að það sé frekar erfitt fyrir sig að tala mikið um texta laga sinna þegar þau séu komin á plastið, hann hafi ekki miklu við að bæta. En blaðamaður bað hann um að segja frá textan- um við lagið Sigling sem hann tileinkar vini sínum, Karli heitnum Sighvatssyni. „Þetta er svona keltneskt lag og er um lífið og fólk sem hefur gott hjartalag. Það er nú ein- hvern veginn þannig að þess konar fólk á oft ekkert upp á pallborðið hjá fjöldanum f okkar samfélagi, þar sem hlutirnir ganga meira út á peninga og efnishyggju. Ég tileinka kannski Karli lagið vegna þess að hann var einmitt sú manngerð sem lét öll efnisleg gæði lönd og leið og hlýddi oftast hjartslættinum. Almennt séð eru textarnir oftar en ekki úr mínum eigin reynsluheimi og sum laganna syng ég beinlín- is til mín.“ - Samsöngur þinn og Guðrúnar Gunnars- dóttur er mjög áberandi á plötunni og gefur 30 VIKAN 22. TBL. 1991 henni skemmtilegan blæ. Hvers vegna fékkstu hana með þér? „Ástæöan er auðvitað sú að hún syngur mjög vel og ég var dálítið búinn að leita að rödd sem er ekki of einkennandi, það er til- heyrir ekki einni ákveðinni persónu. Mín rödd er til dæmis bundin við mína persónu. í Guð- rúnar tilfelli held ég að fólk tengi rödd hennar ekki strax við persónuna. Auk þess studdi hún mjög vel við mína rödd. Fyrst og fremst er hún þó þarna vegna þess að hún syngur svo fal- lega.“ - Svo er Diddú þarna líka og hún endar plötuna. „Já, lagið sem Diddú syngur í, Það brennur, var tekið upp töluvert fyrir áramót og var þá hugsað sem framlag til norrænnar sjónvarpsmyndaseríu. Þar átti það að vera kynningarlag en ekkert varð úr því.“ STUÐMENN ENDANLEGA HÆTTIR Egill segir að við gerð plötunnar hafi hann ekki verið með neina tilraunastarfsemi í gangi held- Ég vil bara halda ófram að vinna með fólki og í tónlist, segir Egill í viðtali við Vikuna

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.