Vikan


Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 37

Vikan - 31.10.1991, Blaðsíða 37
< Ánægðir feðgar. Hérgeturaðlítahluta þeírra verðlaunagripa sem Jón hefur unnið til á ferli sinum, þeir skipta hundruðum. Fjölskyldan samankomin daginn eftir að Jón og félagar komu heim með heimsmeistaratitilinn. Börnin eru að vonum stolt af honum og bræðurnir Jón Bjarni og Magni Rafn geta ekki á sér setið og setja upp sigurmerkið. Systkini Jóns tóku á móti honum með þessum skemmtilega borða sem strengdur var þvert yfir stofuna. stöð um nóttina. Þegar heim kom hafði íbúðin verið skreytt rækilega með borðum, blöðrum og blómum. Á borðinu trónaði vegleg terta með súkkulaðiáletrun í tilefni dagsins. Skeyta- bunki lá á borðinu og einhver hafði verið svo hugulsamur að færa heimsmeistaranum kon- íaksflösku. Þegar Vikumenn höfðu fengið að bragða á tertunni góðu var tekið til við spjallið. Beinast lá við að spyrja hvort þau hjónakornin hefðu ein- hvern tíma spilað saman - bæði á kafi í briddsinu en hvort á sinn hátt! „Ég spila nú eiginlega aldrei," segir Elín. „Ég hef ekki spilað síðan í menntaskóla - jú, reyndar, við Jón spiluðum saman í parakeppni árið 1984. Við vorum einhvers staðar í miðj- unni þegar keppninni lauk en ég man samt ekki eftir að Jón hafi skammað mig nema einu sinni fyrir slæma spilamennsku. Þá fékk ég að- eins að heyra það.“ - Hefur þig aldrei langað til að ná góðum tökum á þessari íþrótt? „Ég á svo mikið ólært og ég nenni bara ekki að byrja á því núna. Mér finnst aftur á móti miklu skemmtilegra að vasast í kringum þetta og stjórna þegar svo ber undir. Það eru svo margar hliðar á briddsinu og mér þykir sþenn- andi að fylgjast með öllu því sem er að gerast, eins og á mótum þegar sálfræðihliðin kemur inn í spilamennskuna. Sem framkvæmdastjóri sambandsins hef ég í mörg horn að lita, til dæmis fyrir mót. Undirbúningurinn er kapítuli út af fyrir sig. Spilararnir þurfa að vera viðbúnir bæði aö tapa og vinna, ekki kannski síður að tapa.“ ÁHUGINN KOM MEÐ JÓNI - Hvernig stóð á því að þú fórst að fá áhuga á þessu. Einhver hefði haldið að það væri frum- skilyrði að kunna að spila til þess að hafa áhuga á bridds? „Nei, nei, það þarf ekki endilega að vera þannig," segir Elín og brosir skilningsrík yfir þessari fávisku í blaðamanninum. „Hjá mér var það þannig að áhuginn kom smám saman eftir að ég kynntist Jóni, þá fór ég að lifa mig meira inn í þetta.“ - Framkvæmdastjóri Bridgesambandsins og heimsmeistari í bridds undir einu þaki. Er þetta ekki nokkuð mikið lagt á eitt heimili? „Heimilið er ekki undirlagt af briddsinu nema óbeint því við spilum aldrei heima. Aftur á móti verða fjarvistirnar frá heimilinu miklar. Þegartil dæmis stórmót er innan seilingar eða stendur yfir sjá börnin lítið af okkur. Ég er þá að vinna við mótið og undirbúa þaö en Jón er á æfing- 22. TBL.1991 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.