Vikan


Vikan - 31.10.1991, Side 44

Vikan - 31.10.1991, Side 44
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFUM FRÁ LESENDUM ANDSTREYMI SÉÐ ÖDRUVÍSI Vegna þess hvað mér hafa borist mörg bréf sem beint eða óbeint tengjast mótlæti ákvað ég að birta hér á síðum Vikunnar hugleiðingu sem mögulega getur reynst hentug til umhugsunar fyrir alla þá sem sent hafa mér bréf sem uppfull eru af vanlíðan vegna ýmiss konar afleiðinga andstreymis. Ekkert þessara mörgu bréfa krefst beinlínis nákvæmrar úttektar fyrir bréfritara á þeirri forsendu sem aigengust er hér i sálrænum sjónarmiðum. Af þeim ástæðum og öðrum er heppilegt að deila þess- um uppsöfnuðu vangaveltum minum um mótlæti með ykkur bréfriturum. Reyndar er það gert i þeirri trú og von að það kunni að verða þeim til gagns sem vilja íhuga og velta fyrir sér sjónarmiðum þeim sem eru uppistaða hugleiðingarinnar. Mögulega koma því þessar einföldu hugleiðingar flestum ykkar að einhverjum notum til viðmiðunar í leit ykkar að farsælli lausn á vanda þeim sem ykkur finnst hrjá ykkur í augnablikinu. Vandinn er oftast tímabundinn en getur oneitanlega tengst hvers kyns afleiðingum andstreymis. Bréfin til mín frá ykkur hafa hlaðist upp með þeim hætti á síðustu mánuðum að ég verð að biðja ykkur, elskurnar, að sýna mér biðlund. Á endanum fá vonandi allir þau svör sem er á mínu færi að gefa. Rétt er að minna enn og aftur á að öll svör mín eru afleiðing af innsæi mínu, hyggjuviti og reynsluþekkingu en alls ekki fagleg úttekt af neinu tagi. Sálfræðingar, félagsráðgjafar, geðlæknar og prest- ar eru þær stéttir samfélagsins sem veita hvers kyns aðstoð og ráðgjöf öllum þeim sem kjósa að nota sér fagþekkingu þessara sérfræðinga þegar þeir standa frammi fyrir hvers kyns vanda og kunna ekki sjálfir leiðir til bóta eða léttis. Hikum ekki við að nota okkur af ýmsum ástæðum þá sem þegar hafa aflað sér fag- legrar þekkingar eins og þessar áðurnefndu stéttir samfélagsins hafa svo sannarlega gert. Ekkert í lífinu er svo þrautafullt og á annan hátt óyfirstíganlegt að ekki sé hægt að fá stuðning og góða leiðsögn til að vinna sig frá afleiðingu þess sem hendir af þörf krefur og óskað er. Kannski er mestur vandi að velja af kostgæfni þær leiðir sem mögulega geta hentað okkur til léttis þegar þannig árar. Hvað um það, ég þakka ykkur kærlega fyrir traustið sem þið sýnið mér með því að opna hjarta ykkar og hugskot fyrir mér í gegnum öll bréf- in sem hafa borist mér á síðustu mánuðum. Ég veit að við munum í sameiningu finna skynsamlegar og happadrjúgar leiðir til mögulegs gagns ef við viljum sjálf vinna að eigin velferð og hundsum ekki þá góðu menn og konur sem búa yfir sérþekkingu á vandamálum fólks og bjóða sérhæfða þjónustu sína öðrum til gagns, sem er og verður kostur að þiggja, ef við nálgumst hana án fordóma. Spakviturt fólk á ekki að koma í stað sérhæfðra en á móti er engin ástæða til að sætt- ast á að sérfræðingar vanvirði það sem rétt er fram og gefið öðrum af kærleika og stað- fastri trú og byggist meðal annars á reynsluþekkingu, augljósum hæfileikum innsæis og vilja til að láta gott af sér leiða með ýmsum hætti. Verðmætamat okkar er misjafnt eins og gengur og breytist meira að segja nokkr- um sinnum á ævinni af ýmsum ástæðum. Veraldlegir hlutir eru vissulega nauðsynlegir sé tekið mið af þörfum nútímamannsins. Hann verð- ur að eignast eitt og annað sem forfeður okkar gátu ekki látið sér detta í hug að væri nauðsyn- legt að eignast enda kröfur manna sífellt að breytast. Eitt og annað er og verður alltaf fylgi- fiskur mannsins og við því fátt að gera annað en að læra að skilja tilgang mannlegrar reynslu sem best og mest. Armæða ýmiss konar hefur fylgt manninum frá ómuna tíð og auðvitað hefur okkur gengið mis- jafnlega að höndla gæfuna. Það sem einum finnst erfitt að mæta í lífinu getur öðrum þótt harla léttvægt. Þá erum við enn einu sinni komin að mikilvægi hugsunarinnar og því hve áríðandi öllu hugsandi fólki er að þekkja sem best mátt hugans. Hann er nefnilega tækið sem stýrir aflinu sem framleiðir hugsunina. Flestir eru nokkuð klárir á því að ef þeir borða sömu fæðutegund viku eftir viku er hætt við að þeir líði skort en gleyma að ef hugsanir þeirra eru neikvæðar þessar sömu vikur er hætt við andleg- um efnaskorti sem er síst betri en sá líkamlegi. Þess vegna erum við svo oft illa undirbúin þegar á móti blæs. Það gerist auðvitað en mismikið. Við hreinlega gleymum að við þannig aðstæður reyn- ir ekkert lítið á það hugsanamynstur sem við höf- um tamið okkur sjálfum okkur til varnar. Öll verðum við að gera okkur grein fyrir þeim einfalda sannleika að við komumst ekki langt til lausnar vanda sem steðjar að okkur ef við erum eins og átta ára börn í skilningi okkar á jafn- algengu atriði eins og mótlæti er í lífi flestra sem á jörðinni búa. Ekki er óalgeng afstaða hjá okkur að mótlæti sé einhvers konar böl sem sé ósann- gjarnt og hvimleitt að forsjónin skuli leggja á okk- ur í tíma og ótíma. Ef við skoðum dálítið hugsanlegan tilgang andstreymis er öruggt mál að ýmislegt forvitnilegt getur komið fram. Auk þess er mótlæti afstætt hugtak yfir reynslu sem getur orkað mismunandi sterkt á okkur, til dæmis eftir því á hvaða aldri við erum eða ef til vill hver staða okkar er innan þjóð- félagsins. Eins getur mótlæti lagst þyngra á okkur ur ef það tengist ástvinamissi, höfnun af ein- hverju tagi og gjaldþroti. Andstreymi vegna rógs er til ásamt mótlæti sem stafar af rongu sjálfs- mati, röngum viðmiðunaratriðum í lífinu, veikind- um eða jafnvel viðskilnaði við foreldra. Ýmsir muna líka fyrstu sveitavist sína sem meiri háttar mótlæti. Eins er heimatilbúin afbrýðisemi milli hjóna ein tegundin og líka stór systkinahópur á kostnað persónulegrar athygli. Jafnvel getur óvarkárni maka í orðum verið meiri háttar mót- lætishvati fyrir hinn aðilann sem þá er þolandinn af augljósum ástæðum. Fall á prófum og óupp- fylltar væntingar foreldra, þegar barni þeirra mis- tekst góður árangur, að þeirra mati, verður í aug- um slíkra foreldra hreinasta yfirstærð af and- streymi. Endalaust er hægt að telja upp það sem okkur getur fundist áþján og þjáningarfullt mótlæti. Allt er þetta þó meira og minna á einhvern hátt tengt ef betur er að gáð þótt hryggilegt sé að segja það. Ef við skoðum hæfni barna til að taka skynsamlega á andstreymi erum við örugglega sammála um að barn er ekki í sömu aðstöðu til að meta gildi erfiðleika og við fullorðna fólkið. Það stjórnast að miklum hluta af tilfinningum sínum en ekki rökhugsun, þar af leiðandi er vörn þess sárgrætilega lítil þegar það upplifir vonbrigðasúp- una og óöruggið sem eðlilega getur fylgt and- streymi. Barnið hefur oftast óljóst hugboð um að eitthvað sé öðruvísi en það á að vera en gerir sér ekki alltaf grein fyrir hver hin raunverulega ástæða er. Barn sem missir annað foreldrið til dæmis á unga aldri og lendir annaðhvort hjá vandalausum eða jafnvel ættingjum er oft illa haldið andlega og tilfinningalega. Jafnvel þó þetta fólk leggi sig eftir því að reynast barninu vel kemur það í tilfinn- inga- og hugarheimi barnsins aldrei í stað raun- verulegs foreldris. Eins er ef nýr aðili kemur á heimili barnsins. Sennilegt er að sá aðili komi ekki í fyrstu í stað þess foreldris er farið er og barnið sé óafvitandi í stanslausum samanburði sem erfitt getur reynst nýja aðstandandanum. Hann hefur sjaldan vinninginn í þeim saman- burði, jafnvel þó hann sé allur af vilja gerður. Slíkt barn er óhamingjusamt alla sína æsku og tregar mjög sárt farið foreldri. Það leitar og leitar að ein- hverjum sem uppfyllt getur missinn, en hvar á það að leita? Það ræður svo litlu um líf sitt. Mótlæti æskuáranna mótar oft viðkomandi sem fullorðna persónu sem sífellt óttast kannski að missa þá sem henni eru kærir og lenda svo kannski á sama andlega verganginum þar sem enginn fær skilið þjáningu hans og ótta. Ef við íhugum aftur á móti hugsanlegt mótlæti I huga unglings getur það verið margþætt, þó ekki sé víst að okkur fullorðna fólkinu finnist ástæðurnar augljósar og fyrirferðarmiklar. Unglingur, sem skólafélagar hafna á forsendu sem kannski er óskiljanleg, fyllist oft ólýsanlegri vaniíðan sem oft kemur fram heima I þyngslum og fýlu sem svo aftur foreldrarnir taka nærri sér og ekki síst ef þeir skilja ekki hvar ræturnar liggja. Þá skapast oft mikil spenna og togstreita á báða bóga og við fyrra mótlæti skólans bætast foreldr- arnir I hóp óvinanna líka, að barninu finnst. Þá er mælirinn yfirleitt fullur. Afleiðingarnar geta svo orðið margþættar og miður áhugaverðar eins og víða hefur komið fram. Þessir unglingar leita oft á náðir áfengis og ef til vill eiturlyfja og fá í gegnum þá einstaklinga sem eins er ástatt fyrir, að minnsta kosti að þeim finnst, þokkalegustu af- greiðslu á sjálfum sér, sem auövitað er partur af blekkingunni. Eins er líka þjáning fyrir ungling eða barn að vera óánægt með holdafar sitt eða útlit. Það eru þættir sem geta skipt gífurlegu máli á þessum aldri. Mikil andleg þjáning fylgir því til dæmis að vera bólugrafinn, svo ekki sé talað um aukakíló- in. Þau eru hryllingur í okkar augum á þessum aldri. Ef við þetta bætist svo óregla eða upplausn heimilis eru börnin virkilega á kafi í þrengingum sem þau sjá sjaldnast leið út úr. Óreglunni fylgja svo auðvitað alls konar tilfinningaflækjur og rangt hugsanamynstur sem börn geta ekki hjálþarlaust greitt úr. Þarna hvílir mikil ábyrgð á foreldrunum. Við eigum ekki rétt á að bjóða börnum okkar upp á mótlæti sem kannski er á okkar valdi að uppræta. Börn sem eru fötluð verða líka áþreifanlega fyrir þjáningu vonþrigða vegna skilningsleysis ann- arra og ófatlaðra barna sem þá bætist við erfitt upphaflegt ástand þeirra sem er kannski þess eðlis að það út af fyrir sig er alveg nógur skammt- ur fyrir viðkvæma barnssál að burðast með, þó 40 VIKAN 22. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.