Vikan


Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 12

Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 12
- Þú varst fljótlega orðinn yfirmaður ADS í Suður-Afríku. „Já, mér var boðin yfir- mannsstaða þegar ég hafði verið í Jóhannesarborg um tíma og ég tók hana. Ég starf- aði þar síðan í rúm tvö ár en þá bauðst mér starf í aðal- stöðvum Omron í Þýskalandi og við fluttumst þangað. Mér var reyndar boðið starf í aðal- stöðvunum fyrr en taldi mig þurfa meiri reynslu sem ég gæti öðlast í Jóhannesarborg og tók því ekki tilboðinu fyrr en ég taldi mig tilbúinn til þess.” kom hann þér fyrir sjónir? „Hann er vissulega mikill en fréttaflutningur frá Suður-Afr- íku ber oft keim af því að allir hvítir hafi það gott en allir svartir vont. Þetta er vitaskuld ekki rétt og lífskjör eru misjöfn þar rétt eins og annars staðar. Þjóðfélagsbreytingar í Suður- Afríku hafa verið bæði miklar og hraðar á undanförnum árum og reynst mörgum erfiðar. Á meðan við bjuggum í Suður-Afríku, frá 1984 til 1986, var tími mikilla umbrota og voru meðal annars sett herlög í landinu. Hermönnum ▼ Viö Búdda- líkneski í Japan. - Hvernig var að búa í Jó- hannesarborg? „Við hjónin höfum oft talað um árin í Jóhannesarborg sem einhver þau bestu sem við höfum lifað. Þar var ein- staklega gott að búa og okkur leið vel frá upphafi. Við bjugg- um í góðu húsi með fallegum garði og sundlaug. Veðráttan átti vel við okkur og ekki spillti einstök náttúrufegurð lands- ins. Við eignuðumst góða vini sem flestir eru Hollendingar og urðum þar með hluti af hóp sem var sérlega samheldinn. Sigrún var heima með Magn- ús og það var okkur báðum mikils virði.” - Oft er talað um hinn mikla mun á lífskjörum svartra og hvítra í Suður-Afríku. Hvernig „Vitaskuld er samkeppnin hörð eins og í öðrum japönskum fyrirtækjum og það eina sem gildir er að vinna vel." og lögreglu fjölgaði stöðugt á götunum því mikið var um ó- eirðir. Víðtækar varúðarráð- stafanir voru gerðar víða vegna sprengjuhættu og voru meðal annars settar plast- himnur innan á allar rúður í skrifstofubyggingunni sem ég vann í.” - Nú hlýtur fólk, sem alið er upp við aðstæður eins og þær sem ríkja í Suður-Afríku, að bera þess merki. „Já, vissulega og það sem ég man að kom illa við mig var hversu lítils mér fannst sumt fólk meta mannslíf. Einn af starfsmönnum mínum, sem var ágætur vinur minn, svartur strákur frá Soweto, kallaður Lucky, varð fyrir því að drepa mann í sjálfsvörn. Hann hafði farið út að skemmta sér, séð fallega stúlku og gefið henni auga. Með stúlkunni voru tveir menn og réðust þeir með vopnum á Lucky fyrir það eitt að horfa á stúlkuna. Lucky snerist til varnar og var vopn- aður hnífi, drap annan mann- inn og særði hinn illa. Hann sat í fangelsi í viku og þegar hann mætti aftur til vinnu kall- aði ég á hann og spurði hvernig honum liði. Terrebel massa, terreble boss, endur- tók hann margoft og átti þá fyrst og fremst við fangelsis- vistina. Nokkrum dögum síðar var þessi atburður gleymdur og grafinn, rétt eins og ekkert hefði gerst. Ég held reyndar að þetta hafi haft mun meiri á- hrif á mig en Lucky því fyrir hann var þetta ekkert tiltöku- mál enda alinn upp við óeirðir þar sem morð og alls konar dráp eru daglegt brauð.” - Kom aldrei til greina að þið settust að í Suður-Afríku? „Jú, það kom vel til greina og við vorum meira að segja farin af huga að húsakaupum. Við höfðum það gott fjárhags- lega og næg tækifæri buðust mér í starfi. Líklega værum við enn í Suður-Afríku ef stjórnmálaástandið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni. Sigrún varð ófrísk að El- ísabetu, öðru barni okkar, og við fórum að velta fyrir okkur framtíð barnanna ef við yrðum kyrr. Ýmsar blikur voru á lofti sem bentu til þess að ástand- ið í landinu versnaði fremur en hitt og töldum við því ekki rétt að ala börnin okkar upp í landi sem gæti orðið hættu- legt að búa í þegar fram liðu stundir. Einnig hafði áhrif á þá ákvörðun okkar að flytja til Þýskalands að þar vorum við nær íslandi og þar með fjöl- skyldum okkar og vinum. Staðan, sem mér bauðst í Þýskalandi, freistaði mín einnig þannig að það var varla hægt annað en að taka hana.” - Hvers konar starf bauðst þér í Hamborg? „Ég veitti forstöðu deild sem ég þurfti að byggja upp svo til frá grunni. Starfið fólst meðal annars í markaðsað- stoð við umboðsaðila Omron í Evrópu, ásamt námskeiða- haldi og kynningum þannig að mikill tími fór í ferðalög til hinna ýmsu landa innan Evr- ópu. Þetta gekk mjög vel og fljótlega bauðst mér að taka að mér allan rekstur sölusviðs fyrirtækisins á Norðurlöndum, írlandi og Hollandi og var ég síðan orðinn yfirmaður sölu- deildar Omron í Evrópu og Afríku.” - Nú hefur þú klifið met- orðastigann í fyrirtækinu mjög hratt, hefur það ekki skapað þér óvild eða öfund sam- starfsmanna þinna? „Ég hef ekki orðið var við það en ég teldi slíkt ekkert ó- eðlilegt, sérstaklega þar sem ég er útlendingur. Vitaskuld er samkeppnin hörð eins og í öðrum japönskum fyrirtækjum og það eina sem gildir er að vinna vel.” - Hvaða hæfileika skiptir mestu að hafa í starfi þínu? „Það er alveg sama hvaða starf maður vinnur, frumskil- yrði er að bera virðingu fyrir því og sinna því eins vel og unnt er. í mínu starfi er nauð- synlegt að kunna að hlusta á margs konar viðhorf og vera opinn fyrir hugmyndum ann- arra. Allar hugmyndir eiga rétt á sér hvort sem þær nýtast eða ekki og maður þarf að geta skipt um skoðun komi einhver annar með betri hug- mynd en maður sjálfur. Blind- ur metnaður eða einstefna í stjórnun er eitur í mínum bein- um. Meginmálið er að taka það besta, hvaðan sem það kemur, með hag fyrirtækisins í huga.” - Þú ferðast afar mikið í starfi þínu, á morgun er það Brussel, í næstu viku Dan- mörk, þá London, París og Spánn. Erþetta alltafsvona? „Já, yfirleitt ferðast ég mjög mikið enda er það hluti af starfinu að heimsækja söluað- ila fyrirtækisins innan Evrópu og í Afríku með vissu millibili. Einnig þarf ég að sækja ráð- stefnur og fundi og ferðast því víða.” - Er ekki þreytandi að ferð- ast svona mikið? „Víst getur það verið þreyti- andi en líka oft mjög gaman. 12 VIKAN 18.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.