Vikan


Vikan - 03.09.1992, Page 21

Vikan - 03.09.1992, Page 21
bárust þaðan og túlka þau. Það var svipað að fara í vettvangsrannsókn þangað og að vinna á íslandi; rigning, kalt, vindur og lítill gróður,” segir Egill og gefur í skyn með hlátrinum að sér líki ekki alls kostar að vinna við slíkar að- stæður. ,Að tveimur árum liðnum fluttist ég til Kali- forníu með eiginkonu minni, Lucy Jones, en hún er líka jarðskjálftafræðingur og henni hafði verið boðin staða við Jarðvísindastofnur\ Bandaríkjanna (U.S. Geological Survey) sem er innan veggja California Institute of Technology. Ég réð mig hins vegar til rann- sókna hjá USC (University of Southern Cali- fornia) þar sem ég var fram til áramóta 1989-1990 er ég kom loks hingað.” - Segðu mér í stuttu máli hvað gerist við jarðskjálfta og af hverju þetta gerist? „Ef við lítum á Kaliforníu höfum við það sem kallað er plötuskil og hreyfing platnanna er aðalorsök jarðskjálftanna hér. Norður-Am- eríkuplatan er að austanverðu og Kyrrahafs- platan vestan megin. Þar sem þær mætast er San Andreas-sprungan. Að meðaltali hreyfast plöturnar hvor framhjá annarri með hraða sem er um það bil fimm sentímetrar á ári en í reynd hreyfast þær kannski ekkert í hundrað til tvö hundruð ár. Þannig myndast með tím- anum spenna uns viðnámið er yfirunnið og þær hreyfast skyndilega í jarðskjálfta um fimm til tíu metra. Þegar plöturnar hreyfast berast hljóðbylgjur í gegnum jörðina frá staðnum þar sem færslan verður og við finnum þær eins og hristing á yfirborði jarðar. ísland er einnig á plötuskilum sem kennd eru við Mið-Atlants- hafshrygginn en Evrópa er að færast frá Norður-Ameríku og skjálftasvæðið á Suður- landi er ekki ósvipað því sem er hér.” EKKI ÓSVIPUÐ STÖÐU RICTERS - Mér skilst að á meðan þú starfaðir við USC hafi orðið stór skjálfti innan borgarmarka Los Angeles, kenndur við Whittier-hverfið og þú hafir sýnt fram á að fjöldi misgengja væri und- ir borginni en vísindamönnum ekki verið kunnugt um það áður. Hvað getur þú sagt mér um það? „Þetta er rétt hjá þér en í öllum svona rann- sóknum eru margir aðilar sem vinna að mis- munandi tegundum gagnavinnslu sem síðan sameinast um að framkalla heildarmyndina. Það einkennilega við þennan skjálfta var að upptök hans voru utan við skráð misgengi. Ég leit á alla skjálfta sem orðið höfðu á borgar- svæðinu tólf ár þar á undan og skoðaði hreyf- inguna sem átti sér stað í skjálftum af stærð- inni tveir og hálfur og sfærri á Ricter-kvarða. Það var athyglisvert að skoða stefnu hreyfing- arinnar í þessum skjálftum og í Whittier- skjálftanum og eftirskjálftum frá honum. Þegar ég teiknaði upp skjálftana mynduðust tvö meginsvæði en á þeim svæðum eru setlög og jarðfræðingar höfðu bent á að undir setlögum í nágrenninu væru sprungur sem valda mynd- un fellinga í þeim, þannig að samræmi varð á milli rannsókna minna og kenninga þeirra. Sprungan lá til norðurs og hallaði um 20 gráð- ur en hreyfingin var lóðrétt. Þetta var spenn- andi tími því við vorum að uppgötva nýja hluti og gögnin voru samkvæm því sem var að gerast.” - í framhaldi af þessari skýrslu færðu stöðu hjá California Institute of Technology. Hvert er hlutverk þessarar stofnunar og út á hvað gengur starf þitt þar? „Hlutverk stofnunarinnar er að stunda vfs- indarannsóknir og kennslustörf en nemendur eru á bilinu 2500 til 3000 talsins og kennar- 18.TBI. 1992 VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.