Vikan


Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 22

Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 22
arnir um 300. Það eru fáar deildir innan stofn- unarinnar en hver deild er vel mönnuð þannig að stofnunin er mjög sterk á þeim sviðum sem stundaðar eru rannsóknir á. Að því leyti er Caltech öðruvísi en flestir aðrir háskólar sem leitast við að hafa kennslu í fleiri greinum en hér. Mitt starf er fjölþætt. Ég stunda rannsóknir á skjálftum hér í Kaliforníu og er í forsvari fyrir daglegan rekstur á skjálftamælunum sem Caltech er með. Oft er þó um samvinnu við aðrar stofnanir að ræða um ýmis verkefni. Ég er með tólf manns sem sjá um að mælarnir séu í lagi og gögnin berist rétta leið. Verkefn- unum er hægt að skipta í nokkra þætti. Það er til dæmis stóra skjálftanetiö sem ég sýndi þér en það er með 300 skjálftanemum. Þá erum við með verkefni sem nefnist CUBE en það er skammstöfun fyrir Caltech, U.S.G.S., Broad- cast of Earthquakes. Það gengur út á að senda upplýsingar um jaröskjálfta með hraði til hagsmunaaðila í Kaliforníu um leið og þær berast okkur. Þeir aðilar sem hér er um að ræöa eru til dæmis fyrirtæki sem tengjast samgöngum, vatnsveitu, gas- og raforkusölu. Mörg þessara fyrirtækja þurfa að fylgja á- kveðnum reglum ef verða jarðskjálftar. Járn- brautarlestirnar veröa til dæmis að hægja á sér í framhaldi af skjálfta af stærðinni 5 eða stærri og athuga ástandið á járnbrautarteinun- um. Ef skjálftinn er stærri en 6 þarf að stoppa allar lestir í 50 mílna radíus frá upptökunum. Það er mikið í húfi og upplýsingarnar þurfa að berast þessum aðilum skjótt ef þær eiga að koma að gagni því kerfið hreyfist mjög hratt. Á margan hátt er mín staða ekki ósvipuð stöðu Charles Ricter (sem Ricter kvarðinn er kennd- ur við) en hann var jaröskjálftafræðingur hjá Caltech frá 1921 til 1970.” - Tíðni jarðskjálfta hefur aukist mikið í Kali- forníu á síðustu þremur árum. Veit nokkur hvað er aö gerast? Er kannski að koma heimsendir? Hvernig er ástandið annars staö- ar á jörðinni? „Ég held ekki aö það sé aö koma heimsendir,” segir Egill og hlær. „Ef þú lítur á skjálftavirkni í Kaliforníu á tímabilinu frá 1960 til 1980 þá voru sex stórir skjálftar á hvorum áratug en ef við skoðum gögn hundrað ár aft- ur í tímann kemur I Ijós að það er meira sam- ræmi á milli þeirra og gagna frá 1980 til 1992, þetta 15 til 20 meiri háttar skjálftar yfir áratug- inn. Við erum ennþá innan þeirra marka svo ástandið er tiltölulega eðlilegt aö því er mér sýnist. Það sem hefur breyst er að mannfjölgunin hefur verið gífurleg síðastliðinn áratug á skjálftasvæðum eins og í Suður-Ameríku og á austurströnd Kyrrahafsins og þar af leiðandi verður meira um sýnilegt tjón og mannfall af völdum jarðskjálfta." - Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Kali- forníu í fjörutíu ár varð 28. júní síðastliðinn. Var þetta sá stóri sem menn eru búnir að bíða eftir eða var þetta kannski fyrirboði um eitt- hvað miklu stærra? „Þetta var ekki stóri skjálftinn því hann mun verða á San Andreas-sprungunni. Einungis hún er nógu löng til að geta orsakað stóra skjálftann. Hvort þessi skjálfti var fyrirboöi um skjálfta á San Andreas-sprungunni vitum við ekki en ef um fyrirboða yrði að ræða er erfitt að hugsa sér hann öðruvísi en sem skjálfta svipaðan þessum. Þetta var svo stór skjálfti, 7,5 á Ricter, og hann var mjög nálægt sprungunni og ýtti við þeim öflum sem þar takast á. Við getum samt sem áður ekki notað gögnin til að segja fyrir um hvenær næsti skjálfti á San Andreas-sprungunni verður.” HÆTTA Á SUÐURLANDSSKJÁLFTA - Það hefur verið talað um væntanlegan Suð- urlands-skjálfta á íslandi frá því að ég man eftir mér. Er það raunveruleg hætta og hvað má þá búast við stórum skjálfta? „Það er mjög raunveruleg hætta. Sagan er greinileg og skjálftasagan á Suðurlandi er lík- lega með betri skjálftasögum sem til eru að því leyti að hún nær yfir hér um bil þúsund ár. Það eru góð rök fyrir skjálftunum og augljóst mál að þar verða skjálftar í framtíöinni. Skjálftastærðin er á bilinu 6,5 til 7 á Ricter og þeir eru á svæðinu milli Heklu og Hveragerð- is. Það var mikið um skjálfta á síðari hluta 19. aldar en síðasti stóri skjálftinn var 1912. Mér finnst ég ekki vera í aðstöðu til að segja hvort við séum komin fram yfir þann tíma sem bú- ast má við skjálfta en vísa til kollega minna á íslandi hvað það varðar.” - Hvernig húsnæði er öruggast gagnvart jarðskjálftum og hverjar eru helstu varúðar- ráðstafanir sem fólk getur gert við þeim? „Forsköluð timburhús eru algengustu húsin hér í Kaliforníu. Þau hafa sveigjanleika og hafa reynst vel í jarðskjálftum. Það eru helst sum eldri húsin, sem eru ekki föst á grunnin- um, sem fara af stað og skemmast í skjálft- um. Jarðskjálftar eru í sjálfu sér ekki hættu- legir, það eru miklu frekar mannvirki ýmiss konar sem geta falliö á fólk í skjálftunum og valdið manntjóni. Múrsteinshús þola skjálfta illa en járnbent steinsteypuhús standa sig vel nema ef þau springa. Hættan í mörgum ný- tísku háhýsum er ekki sú að þau hrynji heldur getur stór skjálfti hreinlega kastað mönnum út um glugga. Til að verjast jarðskjálftum er ráð- legt að festa niður innanstokksmuni sem aug- Ijóslega geta fallið og meitt fólk eins og til dæmis bókahillur og þess háttar. Hér í Los Angeles er mælt með að fólk hafi vatns- og matarbirgðir til þriggja daga því það er tíminn sem reikna má með að taki fyrir hjálp að berast í meiri háttar skjálfta. Það er gömul hugmynd að best sé að standa í gangi eða dyrum við jarðskjálfta en núna teljum við heilladrýgra fyrir fólk að halda kyrru fyrir þar sem þaö er þegar skjálftinn verður. Engu aö síður ætti fólk að varast að vera nálægt gleri sem getur sprungið og rignt yfir það. Þetta eru helstu atriðin sem hafa ber í huga við jarð- skjálfta en best er að fylgja bara augljósri skynsemi.” - Átt þú von á því að við getum fljótlega sagt fyrir um jarðskjálfta og hafa orðið ein- hverjar breytingar þar að lútandi síðan þú byrjaðir í faginu? „Þegar ég byrjaði í faginu var miklum tíma og orku eytt í að safna gögnum til að reyna að segja fyrir um jarðskjálfta og Kínverjar héldu því fram að þeir gætu sagt fyrir um jarð- skjálfta. Þeir sögðu að vísu fyrir um skjálfta 1974 og drógu þá ályktun að þeir hefðu bjarg- að tugum þúsunda manna. Þegar líða tók á sjöunda áratuginn gáfust vísindamenn al- mennt upp á þessum ágiskunum því gögnin, sem þeir studdust við, voru ófullkomin og mjög tvíræð. Út úr þessu kom að þetta var ekki eins auðvelt og menn héldu og skilning- urinn á eðlisfræði í jarðskjálftum reyndist tak- markaðri en fyrr var ætlað. Hlutirnir hafa því snúist við og meiri áhersla er nú lögð á að skilja eðlisfræði í jarðskjálftum og að koma út upplýsingum eftir skjálfta svo hægt sé að gera tilætlaðar ráðstafanir. Það er hægt að líta á þessi mál frá öðru sjónarhorni og velta fyrir sér hver sé hagurinn af að geta sagt fyrir um skjálfta og flutt alla í burtu, aðeins til að fólks bíði rústir einar þegar það kemur til baka. Við höfum meiri áhuga á að skilja hver áhrifin eru frá skjálftum á tiltekn- um svæðum svo að verkfræðingar geti hann- aö mannvirkin út frá því eða styrkt eldri bygg- ingar." FUÚGANDI FURÐUHLUTIR EDA... - Þið hafið ekki fengið upphringingar frá sjá- endum sem hafa spáð skjálftum og þeir spá- dómar ræst? Egill svarar spurningu minni rólega og segir að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem hafi aldrei skipt skapi, hafi reiðst mikið þegar svona óvísindalegt tal bar á góma og hann sé sama sinnis. „Það er til dæmis einn náungi í grennd við San Francisco sem les dagblöðin og telur auglýsingar eftir hundum og köttum sem hafa týnst. Ef fjöldinn er óvenju mikill heldur hann að það verði skjálfti. Það er svo mikið af skjálftum hér að fyrr eða síðar hefur þessi maður „rétt” fyrir sér eins og sá sem spáir alltaf skjálfta „á morgun". Það eru hundr- uð manna sem hringja á stofnunina og telja sig geta sagt fyrir um skjálfta út frá eigin heilsufari eða einhverju öðru.” - Ég minnist þess að ekki alls fyrir löngu var fólk að kvarta yfir „jarðskjálftum" í Los Angeles. Þeir komu ekki fram á mælum og alls konar ágiskanir voru í gangi hvað þetta varðaði. Fólk talaði um fljúgandi furðuhluti og fleira. Hvaö getur þú sagt mér um það? „Á hverjum fimmtudagsmorgni fyrr á þessu ári urðum viö varir viö þotur sem voru að fljúga hér yfir á fjór- til fimmföldum hljóðhraða en venjulegar herþotur geta flogið mest meö tvöföldum hraöa hljóðsins. Þetta er eitthvað sérstakt sem enginn veit um en verið er að gera tilraunir með. Okkur er kunnugt um hraða þotnanna og stefnu þeirra en yfirleitt gefum viö ekki út þær upplýsingar því við vilj- um ekki styggja heryfirvöld.” 22 VIKAN 18. TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.