Vikan


Vikan - 03.09.1992, Page 27

Vikan - 03.09.1992, Page 27
VIÐ MISSTUM ALDREI SKOPSKYNID Taliö berst enn aö mismun lýöræðis og einræðis komm- únismans. Lidia lýsir því hvernig fólki í Sovétríkjunum var haldið í einangrun hvað varöaði allar staðreyndir og upplýsingar um líf og kjör á Vesturlöndum. Stööugur á- róður fyrir yfirburðum komm- únismans yfir kerfi kapítalista dundi á almenningi allt frá vöggu til grafar. Þjóðum Sov- étríkjanna var talin trú um að þær mættu þakka sínum sæla fyrir að búa við hamingju kommúnismans í staö þess aö þjást undir oki kapítalista sem héldu vestrænum þjóð- um í helgreipum harðstjórnar. Frelsið var aðeins að finna i Sovétríkjunum og öðrum þeim löndum sem voru umvafin vel- ferö leiðtoga kommúnista. Hvernig skyldi vera að upplifa það að þessari blekkingu var nánast allt í einu svipt í burtu? „Ef við hefðum vitað sann- leikann fyrr, vitað að heimur- inn fyrir utan væri miklu betri, hefði verið búið að gera bylt- ingu fyrir löngu og koma á lýðræði að vestrænni fyrir- mynd. Það er alveg ótrúlegt aö skyldi vera hægt að halda okkur svona lengi í greipum lyginnar. Ég hugsa mikið um það hvernig þetta var hægt. í Sovétríkjunum býr gáfað og vel menntað fólk. Við gátum smíðað geimför og staðið að merkum vísindalegum upp- götvunum. Hvers vegna var hægt að halda okkur í and- legu fangelsi allan þennan tíma? Það var vegna þess að fólkið fékk ekki að velja sjálft hvað það las, hlustaði á í út- varpi eða fylgdist með í sjón- varpi. Allar upplýsingar voru skammtaðar að ofan. Samt fundum við að það var ýmislegt að og kerfið kom oft fáránlega fyrir sjónir. Við misstum aldrei skopskyniö og gerðum okkar á milli óspart grín að mörgu í stjórnarfarinu. Hins vegar var eins og okkur þætti ógerningur að breyta kerfinu eða bylta því enda átti þetta að vera það besta sem boðiö væri upp á í heiminum. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar ég hugsa um þetta,” segir Lidia og gerir hvort tveggja í senn. „Þrátt fyrir ofstjórn komm- únista var lífið ekki tómur harmleikur. Mér fannst gaman að lifa sem unglingur. Það voru góðir skólar og mikið lagt upp úr að menntun. Rússar lesa gríðarlega mikið þótt úr- valið af lesefni hafi auðvitað ekki jafnast á við það sem er á Vesturlöndum. íslendingar segjast lesa mikið en Rússar lesa miklu meira. í vinnunni les fólk í kaffitímanum, það les í strætisvögnum, lestum og raunar hvar sem því verð- ur við komið - klassísk rit þekktra sovéskra höfunda jafnt sem eitthvert léttmeti. Núna er farið að þýða vest- ræna höfunda og fólk bíður í röðum eftir að kaupa þessar bækur. Ég las ekki Gulagið eftir Solzhenítsyn fyrr en ég kom til íslands og það hafði svo mikil áhrif á mig að óg svaf ekki dúr nóttina eftir.” KONURNAR RÁÐA Við förum að tala um stöðu konunnar í Rússlandi. Lidia fer ekkert í launkofa með að það séu konurnar sem haldi uppi þjóðfélaginu þótt karl- menn hafi jafnan verið hæst- ráðandi í Flokknum. „Það getur vel veriö að rússneskar konur séu ráðríkar en þær verða að vera það. Konurnar bera ábyrgð á heim- ili og börnum og þurfa samt að vinna eins og hestar enda veitir ekki af þegar litiö er til þess að lágmarkslaun eru um fimm hundruð rúblur á mánuði en hálfur lítri af mjólk kostar átján rúblur. Karlarnir horfa bara á vandamálin og fá sér svo vodka til að gleyma þeim. Við þurfum að hafa umsjón með öllu sem máli skiptir. Ég var gift á sínum tíma og eign- aðist dóttur með manninum mínum en svo sagði ég hon- um bara að fara, ég kæmist miklu betur af án hans. Konur í Rússlandi leggja mikið upp úr því að vera hreinar og vel til hafðar. í Kurgan - og þá er ég að tala um borgina sem ég bjó í - er oft erfitt að fá heitt vatn mán- uðum saman. Neysluvatnið er líka svo mengað að fyrst þarf að geyma vatn úr krana í sól- arhring og sjóða það síðan svo það sé nothæft til drykkjar eða við matargerð. Við látum slíkt samt ekki á okkur fá og viljum vera hreinar og líta vel út. Karlmenn leggja minna upp úr því. Rússneska konan er miklu sjálfstæðari en karlmaðurinn og allt tal um jafnrétti kynj- anna hér er eitthvað sem ég skil ekki. Konur í Rússlandi hafa ekki bara sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu heldur hafa þær oft hærri laun af því að þær eru hæfari í starfi. Það erum viö sem þurf- um að hafa frumkvæðið á flestum sviðum.” Nú er Óskari dillað, þá hann hlustar á konu sína, segir að þetta séu orð að sönnu. í húsi þeirra hafði lengi staðið til að smíða stiga upp á loftskörina en Óskar jafnan hummað það fram af sér. Hann brá sér svo í sund einn góðan veðurdag og þegar hann kom heim var stiginn tilbúinn. Lidia hafði tek- ið til hendi og rekið saman stiga meðan Óskar þreytti sundtökin. FASISTAR SLÆMIR EN KOMMÚNISTAR VERRI Talið berst nú vítt og breitt um lífið í Sovétríkjunum undir stjórn kommúnista og Lidia talar hörðum rómi um þær blekkingar sem fólkið var beitt. „í hvers konar leikhúsi lifði ég eiginlega? Foringjar Flokksins sögðu eitt í dag og annað á morgun. Það var aldrei hægt að treysta neinu sem frá þeim kom. Það verð- ur allur heimurinn að skilja hvað kommúnistar gerðu hræðilega hluti svo þetta end- urtaki sig ekki. Þeir drápu fjölda fólks, lokuðu saklausa inni í fangelsum eða geð- veikrahælum fyrir það eitt að hugsa sjálfstætt. Fasistar voru slæmir en kommúnistar miklu verri. Fasistar fóru ekki í laun- kofa með það sem þeir vildu. Kommúnistar töluðu fallega en voru alltaf með rýtinginn uppi í erminni, lugu, sviku og myrtu. Þeir hafa framið miklu verri glæpi en nasistar og fas- istar. Þetta er hræðilegur sann- leikur og mjög erfitt fyrir marga að kyngja þessu, eins og fyrir móður mína sem er oröin sjötug og var alltaf sannfærð um að sovéska kerfið væri það besta f heimi. Nú stendur hún frammi fyrir sannleikanum og spyr hvað hafi komið fyrir. Fólk á Vesturlöndum má ekki rugla leiðtogum kommún- ista saman viö þjóðirnar sem byggja fyrrum Sovétríki. Fólk- ið sjálft er gott og friðsamt en það var kúgað af glæpamönn- um. Það á mjög erfitt núna og margir hafa ekki einu sinni nóg að borða en það er ekki lýðræðinu að kenna heldur því að kerfi kommúnismans var búið að koma öllu í þrot. Það tekur mörg ár að bæta fyrir öll mistökin en rússneska þjóðin er kjarkmikil og henni mun takast aö komast yfir erf- iðleikana svo lengi sem kommúnistar komast ekki til valda aftur. Mér finnst gott að búa á íslandi en hluti af hjarta mínu er ennþá í Kurgan og hjá fólkinu mínu þar," sagði Lidia Einarsson að lokum. □ ▲ Óskar og Lidia búa i snotru húsi i miöju Kapellu- hrauninu í nágrenni Hafnar- fjaröar. HAFNARSTRÆTI 15 REYKJAVÍK • SÍMI 13340 18.TBL. 1992 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.