Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 36
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR hafa aðgang að tölvu heima hjá sér. Hinir, sem eiga hana ekki, geta fengið aögang að tölvum skólans eftir því sem þurfa þykir.” Markmið skólans er að vera með starfsnám og því er leit- ast við aö kenna ekki náms- greinar nema þær sem nýtast fólki beinlínis úti á vinnumark- bregðast viö þeim fjölmörgu ábendingum sem við höfum fengiö og stjórnendur þessara fyrirtækja hafa verið okkur hjálplegir. Samstarfið við hin ýmsu fyrirtæki hefur því haft mikil áhrif á skólann, sem reynir að vera í takti viö þau. Sem dæmi um eitt slíkt má nefna Flugleiðir. Fræðslustjór- inn þar hefur verið okkur hjálplegur meö uppbyggingu sölu- og markaösbrautar svo dæmi sé tekið. Þangaö hafa fjölmargir nemendur frá okkur farið í starfsþjálfun og þá hafa yfirmenn fylgst með því hvaða hluti námsins og námsgreinar nýtast starfsmanninum best og hverju mætti við bæta eða sleppa.” MIKIÐ HEIMANÁM Skólinn starfar annars vegar frá því í janúar og fram í júlí og hins vegar frá því í sept- ember og fram i maí og tekur hvor önn heilar þrettán vikur. Nemendur eru að meðaltali þrjá tíma á dag í skólanum, auk þess sem gert er ráð fyrir miklu heimanámi, einkum á sérbrautunum. „Fólk þarf til dæmis aö gefa sér góðan tíma til að æfa sig á tólvurnar ef það ætlar að ná fullkomnu valdi á hinum margbreytilegu verkefnum,” segir Kristín. „Þeir standa betur að vigi sem aöinum. „Þess vegna hefur veriö um nokkurt tilraunastarf aö ræða og við höfum ávallt verið að þróa skólann með því að bæta við námsgreinum og taka aðrar út, þær sem okkur finnast ekki passa leng- ur inn í myndina.” AÐ FJÁRFESTA í NÁMI Þar eð skólinn er ekki styrktur af opinberum aðilum þurfa nemendur sjálfir að bera allan kostnað af náminu. Því má segja að þeir sem skólann sækja ætli sér að fjárfesta í náminu í orðsins fylltu merk- ingu. Sérhæfða námið kostar 209.500 krónur en almenna námið 197.500. Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir nemendum sérhæfða náms- ins framfærslulán en íslands- banki lánar hins vegar öllum nemendum fyrir skólagjöldum. - Hvers konar fólk sækir skólann? Að sögn Kristínar veröa nemendur að vera orðnir 18 ára þegar þeir hefja nám og eru flestir á aldrinum 18-20 ára. Þeir hafa annaðhvort hætt námi strax að grunn- skóla loknum eða verið í framhaldsskóla í einhvern tima án þess að hafa lokiö námi. „Konur eru ennþá í meirihluta en karlmönnum fjölgar jafnt og þétt," segir Kristín. „Almenna skrifstofu- námiö sækja margar konur sem eru á leið út á vinnu- markaðinn á nýjan leik eftir að hafa verið heima að gæta bús og barna um nokkurra ára skeið. Einnig er algengt aö til okkar komi fólk sem vill breyta til. Þaö hefur þá kannski lært iöngrein og starfaö við hana um tíma, svo og hafa verið hér fóstrur til dæmis, sjúkra- liðar og kennarar.” GÓDAR UNDIRTEKTIR - Hvernig hefur svo vinnu- markaðurinn tekið skólanum og nemendum sem útskrifast hafa? „Hann hefur fengið mjög góöar undirtektir úti á vinnu- markaðinum, sérstaklega eftir að við byrjuðum meö starts- þjálfun sem fer fram í fyrir- tækjunum. Við gerum þær kröfur til nemenda okkar aö þeir út- skrifist ekki nema þeir hafi náð aö minnsta kosti 7,0 í ein- kunn í öllum greinum. Til þess að komast í starfsþjálfun þurfa nemendurnir að hafa náð þessu marki - við lítum svo á að þeir séu okkar besta auglýsing. í langflestum tilvik- um fara ekki frá okkur nema úrvals starfskraftar. í skólann kemur yfirleitt mjög áhuga- samt fólk og það borgar ekki þessi skólagjöld nema vegna þess að það vill læra og ætlar að standa sig. Það er undan- tekning ef hingaö kemur fólk til þess að slugsa.” □ INNS/EISNEISTAR SKÆTINGUR Aöllum tímum hefur með einstaka fólki þrifist óheppileg hegðun sem kallast skæting- ur. Ekki þarf hjá okkur sumum mikil innri átök til aö við teljum okkur hafa prýðilegasta tilefni til ónota. Þegar þannig árar hið innra erum við ekkert sér- staklega aö vanda val þeirra oröa sem frá okkur fara eða þær hugsanir sem um hug- ann leika. Við erum einfald- lega, aö okkur finnst þegar þannig stendur á, beinlínins ósátt viö aðra og kannski ekk- ert síður við aðstæður okkar. Furöulegustu ástæður geta legið til þess aö okkur þyki nánast réttlætanlegt að vera bæöi viðskotaill og hortug við allt og alla. Þeir sem minna mega sín verða oftar en ekki fyrir ömurleika þeirra sem eru kaldir og óvarkárir í viðhaldi og yfirfærslu óheppilegra til- finninga. Það er nokkuð al- gengt aö þeir sem eru morg- unlatir séu tilbúnir að hreyta ónotum í aðra heimilisfasta. Ágætt er fyrir þá sem eiga við þannig vanda að stríða að telja fremur upp aö tíu heldur en aö vera afundnir og ó- þægilegir við þá sem eru kannski að hjálpa viðkomandi til að vakna. Þeir sem eru veikir og veröa aö þiggja stuðning ann- arra um tíma eða til lang- frama mega því miöur oft sætta sig við aumlegt og ó- notalegt atferli og framkomu þeirra sem trúa því aö þeir séu að styðja viðkomandi með ráðum og dáð. Vissu- lega getur verið erfitt aö sækja sér þjónustu sem er veitt með mismiklum skömmt- um af hvers kyns ónotum þess eða þeirra sem þjónust- una veita. Börn, sem alast upp við að foreldrar þeirra eru sífellt með ónot hvort við annað, eiga vissulega erfitt. Þau heyra kannski daglega fúkyrði og skæting ganga á milli foreldra Kurteisi kostar ekki aura en greini- lega erfiöi fyrir sum okkar. sinna af nánast engu tilefni. Þetta gerir þau bæöi óörugg og leið, auk þess sem miklar líkur eru á aö þau kunni síðar að taka upp þessa hvimleiðu ósiði sinna nánustu. Kurteisi og mannúðlegt við- mót er býsna mikilvægt atriði tilfinningalega í samskiþtum okkar hvert við annað. Það er ömurlegt til þess að vita aö viö kunnum að geta orðið til að særa og stórsvekkja hvert annað, bara vegna þess aö við erum viöskotaill. Hortug- heit koma oftar en ekki upp um manngildi þess sem þannig framkomu og fas á- stundar. Það er í sjálfu sér ekkert stórmál að temja sér hlýlegt og hrokalaust viðmót en gengur samt bögulega hjá ótrúlegasta fólki. Kurteisi kostar ekki aura en greinilega erfiði fyrir að minnsta kosti sum okkar. Við vitum ekki alltaf hvernig öör- um líöur og ef við venjum okkur umhugsunarlaust á hvers kyns skæting í sam- skiptum kunnum við að valda þeim sem fyrir verður bæöi vanlíðan og vanda. Við ætt- um því aö láta „ósiðaða” um skætinginn, þeim er hann eðlilegur, en aftur á móti kappkosta að vera í sem flestum samskiptum við- mótsljúf og varkár. Þannig aukum við líkur á hamingju- ríkum samskiptum. Skætingur er skaösamur en kurteisi kostur í fari fólks og hana nú. □ 36 VIKAN 18. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.