Vikan


Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 38

Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 38
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR PKU-FÉLAGIÐ Ein af grundvallarþörfum manneskjunnar er aö nærast. Matur er óþrjótandi umhugsun- arefni þar sem okkur er yfirleitt í sjálfsvald sett hvernig viö nærumst. Viö getum aukið við okkur mat og minnkað eftir þörfum eöa vilja og ákveðið hvort við viljum vera jurta- eöa kjötætur. Þetta á þó ekki við um alla og 1. apríl sl. var PKU-félagið á íslandi stofnað. Þaö eru lands- samtök áhugafólks um fenýlketónúríu og skylda efnaskiptagalla. Þeir sem þjást af fenýlketónúríu (PKU) eiga það sameiginlegt að vera í ævilangri matarmeð- ferö, þar sem útiloka þarf eöa forðast að veru- legu leyti allan mat sem inniheldur mikið magn af prótínum, svo sem kjöt, fisk, egg, mjólkurvörur, þurrkaöar baunir og „venjulegar” kornvörur (brauð, kökur og hnetur). Jafnframt þarf að reikna út og vigta nánast allan mat á tölvuvog sem er nákvæm upp á gramm. Til þess að fá öll næringarefni, sem líkaminn þarf á að halda, þurfa þessir einstaklingar aö drekka sérstaklega til þess gerðan aminósýrudrykk. Drykkur þessi kemur í staðinn fyrir nánast allt eggjahvítufæði og er um 60-70% af öllu fæöi PKU-barnanna. Sjúkdómurinn stafar af því að það vantar virkni í einn efnahvata (ensím) í lifrinni sem á að brjóta niður aminósýruna fenýlalanín svo að hún geti nýst líkamanum. Þegar þetta gerist safnast fenýlalanínið saman í blóði, óeðlileg niðurbrots- efni myndast og hafa hættuleg áhrif á þroska miðtaugakerfisins. Það þýðir að ef sjúkdómurinn fær að vera ómeöhöndlaður verður viðkomandi einstaklingur þroskaheftur. Um tíu núlifandi íslendingar hafa greinst með þennan efnaskiptagalla sem er arfgengur og erf- ist víkjandi frá báðum foreldrum. Þaö var Norð- maðurinn Asbjörn Föllinge sem fyrstur fann sjúk- dóminn árið 1934 en það var ekki fyrr en upp úr 1950 að menn fóru að gera sér grein fyrir að með ákveöinni matarmeðferð mætti koma í veg fyrir þau mein sem sjúkdómurinn vinnur ef hann er ómeðhöndlaöur. Vikan fór á stúfana til aö fræðast um hvað hér er á ferðinni. HVAÐ ER ÞAÐ Sigurbjörg Ólafsdóttir ásamt syninum Pétri gagnkvæman stuðning fjölskyldnanna. „Þegar Pétur fæddist voru ellefu ár síöan barn hafði greinst með þennan sjúkdóm á íslandi og mér fannst ég ofboðslega ein í heiminum. Ég komst í samband við PKU-félagið í Bretlandi nokkrum mánuðum eftir að hann fæddist. Félag- ið gefur út fréttabréf og ýmsa upplýsingabækl- inga sem ég fékk senda. Reyndar fór ég á árlegt landsþing PKU-félagsins í Bretlandi í mars í fyrra. Þingið er haldið fyrir foreldra og meðferðar- aðila barna með PKU til að þessir aðilar megi fræðast sem best um sjúkdóminn fenýlketónúríu, eðli hans og meðferð barnanna. Þessi tveggja daga ráðstefna var mjög lærdómsrík. Þar fóru fram fyrirlestrar og umræður og einnig kennsla í tilbúningi sérrétta fyrir PKU-einstaklinga. Síðast en ekki síst var þarna tækifæri til að ræða við aðra foreldra í sömu aðstöðu, einkum þá sem áttu heldur eldri börn og voru búnir að ganga í gegnum þau vandamál sem ég var að glíma við, svo sem að fá Pétur til aö drekka aminósýru- drykkinn, án þess að þurfa að plata pelann í hann hálfsofandi og borða grænmeti í öll mál. Þetta var ómetanlegt að fá tækifæri til að hitta aðra með sömu reynslu. í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér hvort það væri grundvöllur fyrir svipaðan félagsskap hér heima þótt í smá- um stíl væri.” Sigurbjörg segir að það hafi svo gerst eigin- lega af sjálfu sér að fjölskyldurnar þrjár, sem nú eiga lítil börn með PKU, hafi farið að hafa sam- band. „Við mömmurnar fórum að hringja svona hver í aöra og miðluðum upplýsingum ef viö fundum eitthvað í verslunum sem strákarnir okkar máttu borða. Þaö er fremur fátæklegt, prótínsnauða hveitið get ég keypt þar sem ég versla vanalega, annars verður að flytja alla sérvöru sérstaklega inn. Vala, næringarráðgjafinn okkar, hefur séð um það. Ég bið líka vini og ættingja sem fara utan að hafa augun hjá sér og kaupa fyrir okkur ef þeir finna eitthvert prótínsnautt sælgæti og þess háttar. Þaö er nær eingöngu brjóstsykur sem ég get gefið honum til hátíðarbrigða af því sem fæst hér. Ég bý reyndar til frostpinna fyrir hann, en þá gæti ég keypt ef þeir væru ekki súkkulaðihjúpaðir. Það eru reyndar til frostpinnar án hjúps en þeir eru meö sætuefninu nutrasweet eða aspartame. Þessi sætuefni eru hættuleg PKU-einstaklingum, þar sem þau eru búin til úr tveimur aminósýrum og önnur er fenýlalanín, sem þeir geta ekki brotiö niður. Þaö er eitt af því sem við foreldrarnir verðum að vera á varðbergi fyrir. Þessi börn mega drekka alla venjulega gos- drykki en alls ekki „dief'-drykki né aöra vöru með þessum sætuefnum. Það varö svo úr, eftir að við höfðum haft nokk- uð mikil samskipti í gegnum þetta, aö við drifum í að halda stofnfund PKU-félagsins 1. apríl sl., viku fyrir landsþing Þroskahjálpar, þar sem við erum nú aðildarfélag. ” MIKIÐ ÁFALL Sigurbjörg er hjúkrunarfræðingur og Ijósmóöir að mennt og segist hafa lært lítillega um fenýl- ketónúríu þegar hún var í námi, en það hafi nátt- úrlega aldrei hvarflað að henni að hún þyrfti að fara svona nákvæmlega ofan í saumana á þessu. „Það eru tekin blóðsýni úr hæl á öllum nýbur- um á fimmta degi frá fæðingu. Þar er sjúkdómur- inn greindur sé hann til staðar en það tekur eina EINS OG AÐ VERA MEÐ SPRENGJU I HÖNDUNUM Sigurbjörg Ólafsdóttir er formaður bráðabirgða- stjórnar PKU-félagsins á íslandi og einn aöal- hvatamaöurinn að stofnun þess. Hún eignaöist barn með þennan efnaskiptagalla í ársbyrjun 1989. Áður en Pétur sonur hennar fæddist voru um ellefu ár liðin frá því að barn hafði greinst með PKU hér á landi. Nú eru tveir yngri drengir einnig með sjúkdóminn. Sigurbjörg hefur frá mörgu aö segja. Hún hefur gengið í gegnum harðan og strangan skóla, skóla sem aðeins þeir sem eignast þörn með fenýlketónúria þurfa aö ganga í gegnum. Þetta er jafnframt skóli sem útskrifar nemendur sína með hárri einkunn fari þeir eftir fyrirmælum - heilbrigt barn í stað þroskahefts. Því er ekki nema eðlilegt að upprifj- uninni af þessum fyrstu æviárum með Pétri fylgi bæði alvöru- og gleðitónn en við byrjum á að ræða tilganginn meö stofnun PKU-félagsins. STUÐNINGURINN MIKILVÆGUR Sigurbjörg segir markmið félagsins vera meðal annars að stuðla að sem bestri heilbrigöisþjón- ustu fyrir einstaklinga meö PKU og skylda efna- skiptagalla, fylgjast meö nýjungum í greiningu og meðferö og ekki síst að vera vettvangur fyrir 38 VIKAN 18.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.