Vikan


Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 40

Vikan - 03.09.1992, Qupperneq 40
til tvær vikur aö fá svarið. Barnalæknir skoöar öll börn viö útskrift af fæðingardeild og viö skoðun eru PKU-börn eölileg. Ég fékk Pétur í hendurnar fínan og heilbrigöan strák sem ég fór meö heim. Hann var aö vísu einstaklega óvær og vansæll fyrstu dagana eftir heimkomuna. Svo var þaö rúmri viku seinna, á föstudegi, aö Atli Dagbjarts- son barnalæknir hringdi í mig og sagði aö þaö væri grunur um PKU. Þaö þyrfti því aö gera frek- ari blóöpróf og niðurstööurnar lægju fyrir á mánudegi. Þá var erfið helgi framundan og eng- inn til að tala viö né spyrja hvaö þetta myndi þýöa fyrir okkur. Sérstaklega var þetta erfitt af því aö viö vorum búin aö fá heilbrigt barn í hend- urnar. Á meögöngunni er sú hugsun alltaf í und- irmeövitundinni hvort barnið veröi heilbrigt. Þaö er því mikil gleöi viö fæðinguna þegar allt er eöli- legt og barniö heilbrigt. Mér fannst þessi þægi- lega tilfinning allt í einu tekin frá mér aftur og heilmikil vandamál virtust framundan. Þá vissi ég svo lítið um PKU. Mér fannst þetta yfirþyrmandi ábyrgö. Þaö var eins og að vera meö sprengju í höndunum, ef mér mistækist yröi Pétur þroska- heftur. Þessi hugsun var mjög áleitin til að byrja með og þá heföi verið mjög gott aö hafa ein- hvern annan meö þessa reynslu til aö tala við og sjá barn sem hefði þroskast eðlilega. Ég vona aö félagiö geti meðal annars veitt slíkan stuðning þeim sem á eftir koma.” AUGUNíHNAKKANUM Sigurbjörg segist hafa öölast meira öryggi núna og tilfinningin fyrir sprengjunni sé horfin. „Mér finnst ég vita hvaö hann þolir örugglega núna. Þaö var svo erfitt að halda þessu í jafn- vægi í byrjun án þess aö þaö væri nokkur aug- Ijós ástæöa fyrir því. Ég veit hins vegar núna aö hann er sérstaklega viökvæmur og þolir óvenju lítiö fenýlalanín. Þetta er auðvitaö mikil vinna sem tók tíma aö venjast en nú er fjölskyldan öll komin upp á lagið. Það þarf aö vigta og reikna út flestar matartegundir. Það eina sem Pétur má fá ómælt eru ýmsir ávextir, grænmeti og sérbakað brauð sem er prótínsnautt. Hann getur fariö í berjamó og honum þykja hundasúrur sælgæti. Maöur er eins og gangandi ísskápur hvert sem farið er því þaö þarf alltaf aö taka með birgðir fyr- ir Pétur, en þetta er bara liður í daglega lífinu hjá okkur. Pabbi hans og stóri bróðir eru jafnvígir aö reikna út matinn hans og ég. Svo er Pétur líka oröinn býsna klár I því hvaö hann má borða. Hann biður mjög sjaldan um þaö sem hann má ekki fá. Mikilvægur hluti af öllu þessu stússi er dagbókin okkar þar sem ég færi samviskusam- lega inn allt sem hann borðar og svo fylgir hon- um bók á leikskólann, þar sem allt er skráö sem hann fær aö boröa yfir daginn.” Sigurbjörg segir aö I fyrstu hafi verið erfitt fyrir alla aö átta sig á þessu, ekki síst afana og ömm- urnar aö sætta sig viö aö þau mættu ekki lauma góögæti viö og viö aö barninu. „Þetta veröur hversdagslegt heima viö þegar frá líður og kemst upp í vana en maður veröur alltaf aö vera með augun í hnakkanum. Fólk kemur í heimsókn og viö förum með Pétur í heimsókn þar sem eru kannski börn meö kex í hendinni sem þau missa á gólfið og litil börn eru eins og ryksugur. Ég þurfti alltaf aö vera aö minna fólk á en núna gengur þetta orðið ótrúlega vel. Á leikskólanum hafa allir sett sig inn í málið. Auövitað veröa einstaka slys heima og heiman, en maöur veröur bara aö halda ró sinni yfir því og þegar maöur fær aö vita af svona slysum má bregðast við með því aö draga úr kvöldskammt- inum. Næringarráðgjafinn okkar og ég höfum farið tvisvar á leikskólann og átt fund með starfsfólk- inu um mataræði Péturs. Viö höfum haft góöa samvinnu viö fóstrurnar og þaö er mjög mikil- vægt. Mér finnst þetta hafa gengið óskaplega vel og er fegin að hafa fengiö pláss fyrir hann á leik- skóla. Þar er vel fylgst meö máltíðum og ég get treyst því aö ég fæ aö vita ef eitthvað ber út af. Þaö er líka ýmislegt sem maöur lærir aö meta, til dæmis hvað vörur eru orðnar vel innihalds- merktar. Þaö er gulls ígildi þegar allt þarf aö vera svona nákvæmt. Maöur kemur sér smám sam- an upp ákveðnu kerfi, til dæmis þegar þarf aö versla og Pétur vill horfa á vídeóið í Fjarö- arkaupum. Þá gef ég honum gúrkubita eöa banana í staö sælgætis. Starfsfólkiö er orðið vant okkur og sýnir því fullan skilning þegar ég kem skundandi meö bananann og síðan ban- anahýöiö til aö vigta þaö svo ég viti hvað hann hefur fengiö mikið magn. Svo geng ég alveg eins og „Kristján heiti ég Ólafsson” í allar hillur versl- unarinnar og gaumgæfi innihaldsmerkingarnar,” segir Sigurbjörg hlæjandi. DRAMATÍSKT FYRIR FORELDRA Fyrsta áriö var erfitt hjá fjölskyldu Péturs. í fyrstu voru þau viðloöandi spítalann, þar sem næring- arráðgjafinn og læknirinn fræddu þau um sjúk- dóminn og meðferðina viö honum. „Svo þurfti aö mæla og taka blóðprufu á hverj- um einasta degi á meðan veriö var aö finna út hvernig stjórna ætti fæðinu. Þaö getur veriö mjög erfitt aö taka blóö úr svona litlum krílum. Ég fann svo til með honum,” segir Sigurbjörg og stynur við þegar hún rifjar þetta upp. Þetta er þónokkuð dramatískt fyrir foreldra og þaö er til dæmis eitt af því sem er viðurkennt erlendis aö fólk þarf virkilega á stuöningi aö halda. Þar er félagsráö- gjafi, sálfræðingur og uppeldisfræöingur til staö- ar auk lækna og næringarráðgjafa. „Þetta viljum viö svolítiö ýta á í félaginu líka, en þaö er kannski ekki auðvelt í svona litlu samfélagi. Hugsanlega væri hægt að veita okkur þennan stuöning meö því aö senda okkur út svona einu sinni á ári fyrstu árin. Þar eru víöa haldnar reglu- lega eins konar fjölskylduhátíöir, sambærilegar viö landsfundinn sem ég var gestur á, þar sem PKU-börnin eru í fyrirrúmi. Sérstakt hlaöborð er útbúið fyrir þau og þau kynnast því að vera meö þeim sem boröa eins og þau, en ekki alltaf bara sér og öðruvísi. Fleiri óþægilegar minningar skjóta upp koll- inum þegar hún rifjar upp fyrstu vikurnar meö Pétri: „Einu sinni var þaö þannig aö ég náöi hvorki I Völu eða Atla. Þau voru þá bæði í fríi og þá var barnið svo hungrað. Ég mátti ekkert gefa honum. Hann var þá ennþá bara á mjólk og ég gat ekki gefið honum neina fasta fæöu. Ég hafði ekki vit á þvi að ég gat gefið honum matarolíu. Ég haföi engan til aö ráöfæra mig viö. Þaö er alveg hræðilegt að vera með barn sem er grátandi af hungri. Ég myndi ekki vilja aö þaö þyrfti aö koma fyrir neitt foreldri aftur. Annars hefur þaö veriö þannig aö við höfum átt aðgang aö Atla og Völu, sérstaklega Völu núna í seinni tíö. Hún ráöleggur og leiöbeinir meö allt sem kemur upp á og hefur lent nokkuö mikið i því aö þaö hefur veriö hringt I hana á öllum tímum, I vinnuna og heim. Þess vegna viljum við líka reyna meö félaginu aö benda á nauðsyn þess að koma upp einhverju smá „kerfi" í kringum þetta. Hafa fasta viðtals- tíma til dæmis. Þetta kostar allt peninga og tíma en Vala og Atli hafa reynst okkur vel og eru öll af vilja gerö að koma einhverju á laggirnar, svo ég er bjartsýn á aö við fáum einhverju áorkað." Þótt lífsreynslan hafi veriö erfiö er Sigurbjörg þakklát og ánægö meö hversu vel hefur gengiö. Hún segir Pétur sýna góða framför á öllum svið- um og gefa jafnöldrum sinum ekkert eftir í hreysti né þroska og í/auninni stórkostlegt aö hægt skuli vera aö koma í veg fyrir allan skaöa af sjúkdómnum meö fæðismeöferðinni einni saman. Þótt alvarlegur tónn hafi fylgt þessari upprifj- un er oft stutt I brosið hjá Sigurbjörgu. Það er stolt móðir sem blaðamaður skilur viö. Hún hikar ekki við að gera grín aö alvörunni eins og auð- sætt er þegar ég spyr hana í lokin hvort þessi sjúkdómur hafi alltaf veriö til: „Já, þetta hefur al- veg örugglega alltaf fylgt mannkyninu. Þetta er bara stökkbreyting á geni. Ætli ég sé ekki komin af Melkorku, alveg ábyggilega. Þetta er svo al- gengt á írlandi.” FÁUM SJALDAN ELDRI PKU-SJÚKLINGA t EFTIRLIT Dr. Atli Dagbjartsson er starfandi sérfræöingur á barnadeild Landspítalans og einn af stofnendum PKU-félagsins á íslandi. Hann kynntist fenýlketónúríu-börnum fyrst þegar hann var I framhaldsnámi í Bandaríkjunum, á Clivland-Clin- ic. Þar var barnadeild sem fékk mikið af sjald- gæfum sjúkdómum og meðal annars mikið af PKU-börnum til meöferöar. „Ég man eftir því aö eina vikuna voru sjö börn inniliggjandi á þessari deild, þá kannski sumpart- inn til aö sýna okkur aöstoöarlæknunum og láta Þaö eina sem Pétur má fá ómælt eru ávextir, grænmeti og sérbakaö brauó. 40 VIKAN 18. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.