Vikan


Vikan - 03.09.1992, Síða 41

Vikan - 03.09.1992, Síða 41
Atli Dagbjartsson barnalæknir. okkur læra af. En þarna var fólk sem sinnti þess- um krökkum mjög vel svo aö ég þekkti þetta sæmilega þegar ég kom heim úr framhaldsnámi 1975. Síðan hef ég fengið þá ánægju að taka að mér meöferð og eftirlit þessara barna sem hefur rekið á okkar fjörur og fundist hafa með þessari skipulögðu leit, sem byrjaði 1972 hér á landi og komst vel í gang 1975. Frá þeim tíma hefur hvert einasta barn, sem fæðst hefur á íslandi verið próf- að fyrir þessum sjúkdómi með blóð-prufu sem tekin er úr hæl á fimmta degi lífsins. Engar líkur eru á því að við höfum misst af neinum, vegna þess að við erum búin að finna eins marga og við eigum að finna samkvæmt tíðnitölum. Fyrir 1975 var reynt að leita að sjúkdómnum með þvi að prófa þvag meö ákveðnum hætti í bleiunni. Þá voru börnin kannski orðin nokkurra mánaða gömul. Þau fundust því ekki eins fljótt og nú og þaö virtist vera svolítið tilviljunum háð hvort þau fundust með þessu prófi eða ekki. Eina örugga leiðin til að finna sjúkdóminn er að prófa blóð. Tíðni þessa sjúkdóms hjá okkur er eins og í löndunum í kringum okkur, um eitt barn af hverj- um 15.000. Núna vitum við um tíu manns hér á landi með þennan sjúkdóm. Við fengum þrjá drengi á stuttum tíma, 1989-1990, en þar á und- an fengum við tvo drengi sem fæddust á milli '75 og ‘80. Þessum fimm drengjum fylgjumst við náið með.” Hvert telur þú mikilvægi þess að stofna sam- tök eins og PKU-félagið? „Vissulega er það svo að svona samtök geta haft talsvert mikla þýðingu fyrirfólkið sem lendir í því aö eignast PKU-börn, vegna þess að þetta er töluvert erfitt á fyrstu árunum og foreldrarnir þurfa mikinn stuðning. Þýðing þess að búa til svona samtök er líka að láta vita af því að svona einstaklingar eru til, þeir þurfa á samfélagshjálp að halda og ef þessi meðferð er veitt og samfé- lagshjálp á réttan máta og meö góðu eftirliti þá er árangurinn aldeilis frábær. Þessir einstakling- ar verða gjörsamlega óskemmdir og nýtir þjóðfé- lagsþegnar í staðinn fyrir að án meðferöar myndu þeir verða það sem kallað er fávitar. Þá meina ég að þau verða svo gífurlega þroskaheft að þau komast aldrei upp fyrir þroska tveggja ára barna, þau tala ekki, þau haga sér eins og krakki á öðru aldursári. Árangurinn er því alveg feikilegur. Við getum líka nefnt sem dæmi um hvað sam- félagið gerir vel hér á landi, af því að við íslend- ingar erum svo ríkir og vel stæðir og höfum það þróaða samfélagskennd að við teijum ekkert eftir okkur að sjá til þess aö þessir einstaklingar fái rétt fæði, sem er gífurlega dýrt. Ef ekki væri samþykkt af samfélaginu að við borguðum fæð- ið, sem þessi börn þurfa á að halda á fyrstu ár- unum úr sameiginlegum sjóðum okkar, þá hefðu engir foreldrar efni á því að ala upp barnið sitt, ég tala nú ekki um ef börnin væru tvö í fjölskyld- unni. Það er alveg gjörsamlega vonlaust, nokk- urn veginn sama hvaða fjölskylda það væri. Þetta er talsvert mikiö álag fyrir foreldrana og þau eru dálítið tvístruð í byrjun - vita ekki sitt rjúkandi ráð og það getur verið mjög gott að geta fengið stuðning frá félagsskap sem þessum. Við höfum til dæmis ekki nema fáa hér á landi, það getur verið að það líði 15-20 ár þar til næstu ein- staklingar koma. Þegar næstu þrír koma verða foreldrarnir jafnóviðbúnir þessu vandamáli og þá er gott að hafa samtök til þess að leita til og sem geta bent á að það séu til upplýsingar og farveg- ur í samfélaginu til þess að fara eftir. Félags- skapurinn getur líka oröið hjálplegur til að finna leiðir við að leita sér þekkingar. Foreldrarnir þurfa að læra alveg gífurlega mikið um sjúkdóm- inn sjálfir til að geta meöhöndlað hann á réttan hátt.” i hverju felst lækningin á PKU-börnunum? „Meðferðin, sem við veitum þessum einstak- lingum, liggur í fæðunni og fæðunni er stjórnað samkvæmt blóöprufum. Einu sinni var talaö um að þessi börn þyrftu ekki að fá sérfæði nema til 6 eða 7 ára aldurs. Þá væru þau komin með góð- an og þroskaðan heila og myndu ekki bíða tjón af því þótt fæðismeðferð væri gefin frjáls. Núna eru menn ekki á þessari skoðun lengur og telja margir að það sé best fyrir einstaklingana að vera á einhvers konar takmörkuðu eggjahvítu- fæði allt sitt líf, sérstaklega ef um er að ræða konur sem ætla að verða þungaöar. Þá verða þær að fara í mjög stranga meðferð sem vel er fylgst meö, jafnvel áður en þær verða ófrískar. Þessir fimm, sem ég nefndi áöan, koma reglu- lega í blóðprufur og við mælum alveg hiklaust með því að eldri einstaklingar komi í blóðprufu svona einu sinni til tvisvar á ári. Það getur vel verið að þeim liði betur ef fenýlalanín þeirra væri svolítið lægra. Það er kannski dálítill skortur á því að við fáum einmitt þetta fólk sem er eldra. Sumir hafa dottið úr tengslum, bæði viljandi og óviljandi, og eru ekki í þvi eftirliti sem okkur finnst að ætti að vera.” Atli segir mikilvægt að þessir krakkar fái að lifa sem eðlilegustu lífi: „Ef við finnum krakkana snemma og vel gengur veit maður að þeir dafna og þroskast nákvæmlega eins og erfðamynstur þeirra segir til um. Þeir veröa nákvæmlega eins og þeim var ætlaö að verða og ekki síðri því þeir fá svo mikla athygli út af sjúkdómnum. Lífið fyrir þessi er börn að þau fái rétt fæði og haldist með eðlilegt magn af fenýlalaníni í blóði. Ef það gerist er þetta ekki neitt vandamál og þá á ekki að vera að gera þetta að neinu vandamáli,” sagði Atli aö lokum. VORKUNNSEMIN ER VERSTI ÓVINURINN Valgerður Hildibrandsdóttir hóf störf sem næring- arráðgjafi á Landspítalanum árið 1986 og hefur séð um næringarmeðferðina á þeim þremur börnum sem greinst hafa frá því 1989. Hún sótti menntun sína til Svíþjóðar og starfaði meðal annars á barnadeild Östra-sjúkrahússins í Gautaborg. Þar kynntist hún fyrst meöferð á PKU-börnum. „Ég byrjaði hins vegar ekki að meðhöndla þetta sjálf fyrr en í ársbyrjun 1989 hér á Land- spítalanum. Þá fékk ég minn fyrsta sjúkling og þeir eru nú orðnir þrír. Þetta eru sjúklingar sem þurfa mikinn tíma hjá næringarráðgjafa, sérstak- lega fyrsta árið. Þaö þarf mikla fræðslu því fæðið er svo mikið öðruvísi en venjulegt fæði. Við Atli vinnum saman að því að fræöa for- eldrana um sjúkdóminn og meðferðina, en síðan koma foreldrarnir líka einir til mín til að læra um fæðið. Ég fræði, útbý skriflegar upplýsingar og ef þörf krefur liðkum við til við að þessi börn komist í þá dagvistun sem við teljum heppilega fyrir þau þegar foreldrarnir fara út að vinna eða í skóla. Ég fer á fundi hjá dagvistarheimilinu, tala um mataræðið við fóstrurnar og kenni þeim á það. Þær hafa síðan samband við mig þegar þær þurfa á því að halda. Það hefur líka komiö fyrir að við höfum þurft að hafa fræðslu fyrir afa og ömmur, en það er aðallega nánasti hópurinn sem fær fræðslu og síðan þurfa foreldrarnir að Framh. á bls 66 Valgeröur Hildibrandsdóttir næringarfræóingur. 18. TBL. 1992 VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.