Vikan


Vikan - 03.09.1992, Side 44

Vikan - 03.09.1992, Side 44
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFIFRÁ LESANDA DULRÆNIR FYRIRBOÐAR SVAR TIL BÓA MILLI TVÍTUGS OG ÞRÍTUGS Kæra Jóna Runa! Mer linnsl frekar erfitl aö koma oröum aó þvi sem mig langar til ad spyrja þig um en ég ætla aö reyna. Ég er kominn vel á þrítugsaldurinn og er. aö ég held. sæmilega raunsær og Irekar jaröbundinn. Siöustu tvö arin hei ég eins og upp úr þurru fengiö fyrirfram vitneskju um eitl og annaö sem síöar hef- ur hent mig og mina nanustu. Einstaka sinnum varöar þetta lika aöra eöa tengist einhverjum at- buröum. Ekki hefur þó allt sem ég hef skynjaö komiö Iram enda hef ég einungis lengiö eins og ööruvísi tilfinningu en mér er eða ætti aö vera eöli- legt og ég þá alls ekki áttaö mig á hvers kyns vis- bending væri i gangi. Mig tangar aö segja þér hvernig þetta atvikast. Ég er kannski staddur einhvers staöar og allt í einu er eins og yfir mig komi nokkurs konar leiösla. Ég sé þa atburöi og atvik ásamt kringumstæöum sem eins og brenna sig inn i vitund mina. Upplifanir þessar hala allar komiö fram eftir mislangan tima nema. eins og áöur sagöi. þegar einungis er á ferö- inni þessi skrýtna. skýringarlausa skynjun sem engu sérstöku viröist tengjast en kemur samt i kjöl- tar breytt ástands. Ég get sannaö þelta el hægt er aö segja svo. alla vega þaö sem hefur oröiö aö raunveruleika. vegna þess aö ég hef sagt konunni minni Irá þessum atburöum skömmu eltir aö þeir geröust og jafnvel á meöan þeir koma yfir mig. Viö höfum þvi bæöi séö þá veröa aö raunveruteika siö- ar. Vinsamlegast hand- skrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kenni-tölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utnáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík Eg veit ekki til þess aö ég hafi veriö neitt sér- staklega dulr'ænn áöur en þetta fór aö gerast. Mig hefur aö visu alltal dreymt mikiö og oftar en ekki þaö sem hefur átt eftir aö gerast. Munurinn á þessu tvennu er aö þegar mig dreymir er ég sofandi en þegar þessi leiðsla kemur yfir mig er ég vakandi og mjög meövitaöur um umhverfi mitt aö flestu leyti. þó ég sé eins og i leiöslu. Kæra Jóna Rúna. ég get vel viöurkennt viö þig aö stundum gerir þessi reynsta mig dálítiö hrædd- an og satt best aö segja skil ég ekki tilganginn meö þessari reynslu. Ég hugsa ekkert sérstaklega mikiö um dulræna hiuti. aftur á móti vinn ég mikiö. Ég rek sjálfur lítiö fyrirtæki og gengur bara frekar vel. Ég og konan min erum mjög náin og eigum þrjú yndis- leg börn saman. Mér þætti vænt um ef þú segöir mér frá þínum hugmyndum um svona dulræna reýnslu. Mig lang- ar lika aö spyrja þig hvort þú sért viss um aö viö lif- um likamsdauöann. Trúir þú á forspár? Hvaö mætti kalla þessar upplifanir minar? Ég hef vegna þess- arar reynslu minnar eins og séö inn i framtiðina og nokkrum sinnum náö aö afstýra vandræðum vegna þess aö ég þekkti atburöarásina sem ég var siöar aö upplifa leiöslulaust og fullkomlega vakandi. Er möguleiki á aö ég gæti veriö aö bilast á einhvern hátt? Helur þú heyrt um svona lagaö áöur? Mig langar til aö þroska mig sem manneskju. Gætir þú gefiö mér einhverja leiösögn i sambandi viö þaö? Takk fyrir allt sem þú hefur skrifaö. ég hef virkilega notiö þess. i von um svör. Bói. Kæri Bói. Það var ánægjulegt aö lesa bréfiö þitt og vonandi skilur þú mikilvægi þess að ég stytti þaö töluvert til aö þú þekkist ekki. Ég skal reyna mitt besta til aö fræöa þig og aöra lesendur um þessa fyrirboða sem ég tel aö þú sért aö upplifa. Takk fyrir hvatn- ingu til min. Viö fáum i svörunum aö kynnast svo- kallaðri innsæishugsun minni, ásamt náttúrlega reynsluþekkingu og svo notast ég viö hyggjuvit mitt til ábendinga og leiðsagnar. MISMUNANDI FYRIRBODAR Á öllum öldum hefur veriö til fólk sem hefur meö ýmsum hætti getaö séö atburði eöa atvik löngu áöur en þeir voru nokkrum öörum sjáanlegir. Ein algengasta framrás fyrirboöa hefur löngum veriö kennd viö draumlíf fólks. Einstaka fólk hefur dreymt svo nákvæmlega fyrirfram hina ólíklegustu atburöi aö undrum sætir. Þannig framsýni er oftast tengd berum draumum og því kallast hún berdreymi. Þessi tegund er sennilega algengasta fyrirbærið sem tengist því sem kalla má fyrirboöa sem þá innihalda þaö sem nefnt er framsýni. Hugboð myndu trúlega teljast til fyrirboöanna og síöan eru hvers kyns framtíðarsýnir sem ekki gera boö á undan sér, bara koma yfir þann sem fyrir veröur, gjörsamlega án tillits til aöstæöna viðkom- andi. Áhrif fyrirboðanna á skynjandann eru jafnólík og þau geta i eðli sínu verið margbreytileg. Kannski finnur viðkomandi einhver líkamleg skyná- hrif eins og til dæmis aö engu sé líkara en aö úr honum sé dreginn allur máttur. í kjölfar þannig lík- amsbreytingar geta komið hvers kyns tilfinningar og síöar hugsanir sem tengast þá einhverjum til- teknum einstaklingi, skyldum eöa óskyldum. Þetta virkar ýmist á skynjandann eins og óhugur eöa vellíðan, allt eftir því hvernig þessi tegund fyrirboöa á eftir aö koma fram síðar. DULRÆNNI SKYNJUN FYLGIR ALLTAF VISSA Þessari skynjun getur fylgt einhvers konar vissa um að eitthvað gott eða slæmt geti hent viðkom- andi sem skynjunin tengist. Þannig fyrirboöi er ó- þægilegur skynjandanum af þvi að viðkomandi veit i raun ekki nákvæmlega hvaö muni gerast eins og sá sem er berdreyminn vissulega gerir. Hann nefni- lega dreymir atburöinn nákvæmlega eins og hann á eftir að koma fram síðar. Svo eru fyrirboðar eins og í þínu tilviki þar sem í vöku er um aö ræöa ein- hvers konar myndsýn sem er vísir aö því sem veröa vill, á mjög skýran og afdráttarlausan máta. Atburðarásin eins og rennur í gegnum hugann í þessu leiösluástandi, nákvæmlega eins og um kvikmynd væri aö ræöa og skynjandinn er eins og í leiðslu á meöan. Skynjandinn veröur fyrir aöra sem horfa á hann eins og fjarrænn og starir út i bláinn 44 VIKAN 18. TBL.1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.