Vikan


Vikan - 03.09.1992, Síða 45

Vikan - 03.09.1992, Síða 45
eins og hann sé á staðnum en samt einhvers staö- ar annars staðar jafnframt. GAMLAR OG NÝJAR FRASAGNIR AF FYRIRBOÐUM Til eru gamlar sem nýjar sögur af svona nokkru. Manni viröist eins og iöulega komi svona fyrirboðar nokkurn veginn eins og af tilviljun fyrir og yfir viö- komandi og getur honum liöiö mjög illa á meöan skynjunin gengur yfir. Frásögnunum ber saman í öllum aöalatriöum, hvort sem þær eru nýjar eöa eldgamlar. Eins er ekkert óalgengt þegar svona nokkuö er í gangi aö skömmu seinna gerist eitt- hvert atvik eöa atburöur sem mætti segja aö heföi svipaðar afleiöingar fyrir þann sem fyrir veröur og einmitt sú líðan sem skynjandi fann fyrir vísbend- ingu um. í svona tilvikum þarf skynjandinn alls ekki aö sjá neitt eöa endilega gera sér grein fyrir aö eitt- hvaö sé aö henda sem hugsanlega mætti afstýra. SÉRKENNILEG FYRIRBODASAMTÖK Úti í heimi eru til samtök sem hafa þaö aö mark- miöi aö taka viö skilaboðum frá fólki sem telur sig vera aö skynja eitthvaö hræðilegt sem mætti af- stýra ef hægt væri aö átta sig á hvers kyns skynjun væri í gangi. Stundum, þegar stórslys hafa veriö framundan, hafa þessi samtök fengiö margar svip- aöar upphringingar frá fólki sem sumu hefur boriö saman í flestum aöalatriöum og jafnvel getiö sér til um hvaö væri í uppsiglingu, eitthvaö sem væri meö þessum sérstaka en óþægilega hætti verið aö vara fólk viö. Þegar til dæmis stórskipið Titanic fórst voru fyrir slysiö bæöi einstaklingar sem hættu viö aö fara meö skipinu vegna óskiljanlegs óhugs sem greip þá og virtist tengjast væntanlegri ferö og svo aftur á móti fólk sem hreinlega sagðist hafa fengiö dul- rænar eöa óútskýranlegar vísbendingar um aö skipið myndi sökkva og vildi láta yfirvöld vita. Þetta fólk átti engra sérstakra hagsmuna aö gæta en varö samt fyrir þessum skynjunum eöa fyrirboöum. Eftir þessum fyrirboðum var ekki fariö og oftar en ekki þótti þetta hlægilegt þar sem skipiö var taliö ó- venju öruggt og sérlega byggt þannig aö engan sem aö smíöi þess haföi staðiö grunaöi aö þaö myndi sökkva i jómfrúrferðinni. Hvort hægt heföi verið aö koma i veg fyrir slysiö skal látið ósagt; ef fyrirboöar fólksins, sem sagðist vita aö illa færi, heföu veriö teknir alvarlega. Alla vega sökk þetta glæsilega skip og mikill meirihluti fólksins um borð drukknaöi þrátt fyrir fullyröingar forráöamanna fyrir þessa afdrifaríku siglingu um aö skipiö gæti alls ekki sokkiö. SVOKALLADAR TILVILJANIR Oftar en ekki hafa þeir sem hafa upplifaö fyrirboöa oröiö fyrir því aö aörir og ónæmari segja hiklaust, ef tiltekinn fyrirboöi rætist svo síöar, aö þetta sé bara tilviljun og ekkert annaö. Fólk er samt sem áöur nokkru umburðarlyndara þegar því finnst sem flokka megi fyrirboðann undir einhvers konar for- spá. Þannig sýnir trúa ótrúlega margir á enda eng- in furða. Sannleikurinn er sá að auðvitaö eru þessi fyrirbæri náskyld en samt sem áöur þarf sá sem fyrirboðann upplifir alls ekki aö búa yfir forspárgáf- um því skynjanirnar geta veriö mjög tímbundnar og takmarkaöar eöa komið yfir viökomandi mjög ó- reglulega og alls ekki hægt aö reikna meö þeim fyr- irfram. Fyrirboöum þarf ekki endilega aö fylgja fyrirfram sjón á þaö sem gæti gerst í kjölfar skynjunarinnar. Aftur á móti getur sá sem er forspár í einhverjum mæli eins og komið sér sjálfur í þannig hugará- stand sálrænt aö hann bókstaflega sé eins og á mála hjá framtíðinni. Hún hreinlega bara birtist sjá- andanum nokkurn veginn fyrirhafnarlaust þegar þannig stendur á. FORSPÁR EÐA LÍKUR Ýmsar spákonur og miölar geta haft forspárhæfi- leika og viröast geta laöaö þessa tegund skynjunar nokkuö fyrirhafnarlaust fram á fyrirfram ákveönum stundum. Hitt er svo líka aö stundum bregst þeim þessi gáfa hrapallega, þannig aö fáa myndi gruna aö um framsýnan einstakling væri aö ræöa þegar öll sund eins og lokast viðkomandi a krítiskum augnablikum. Spákonur eru alls ekki alltaf forspáar. mun frekar koma þær meö ákveönar líkur á ákveö- inni framvindu eöa fá einfaldlega einhvers konar hugboö sem eru fremur visbendingar um mögu- lega atburöarás framtíðartengda heldur en ákveöin ófrávíkjanleg staðreynd sem siöar veröur aö veru- leika eins og alltaf gerist hjá þeim sem er forspár. Aö vera forspár þýöir aö viökomandi sjáandi býr yfir einhvers konar dulargáfum sem geta verið margþættar og fleiri en einungis þær sem tengjast þvi aö vera framsýnn og forspár. Forspárhæfileikinn er nokkuö sjaldgæfur og eins og áöur sagöi einungis tengdur einhvers konar sál- rænni skynjun. Venjulegast hafa dulrænir sjáendur þennan makalausa hæfileika og eru því algjörlega sér á parti í umfangi og sannanagildi framtiöarsýna sinna. Þaö geta jafnvel liöiö aldir þangaö til dulspá- in kemur fram, nákvæmlega eins og sjáandinn sagöi fyrir um hana upphaflega. GEÐVEILA EDA DULRÆN SKYNJUN í þínu tilviki viröist af frásögnum þinum í bréfinu ó- umdeilanlega vera á feröinni í skynjunum þinum dulrænir fyrirboöar. stundum en ekki alltaf tengdir framsýni. en ekki þaö aö þú sért aö tapa geðheils- unni eins og þú spyrö um. Sennilega ertu. elsku- legur. bara þónokkuð dulrænn. satt best aö segja. Sá sem hefur tapaö geöheilsunni gerir sér náttúr- lega enga nákvæma grein fyrir sliku vegna þess aö starfsemi heila og hugar er aflöguö þannig að dóm- greind brenglast og viðkomandi telur oftar en ekki aö allir aörir en hann séu bilaöir. A meöan þú heldur aö þú sért aö bilast ertu heill. held ég. Aftur á móti ef þú telur þig heilbrigö- an en aöra vanheila er mögulega eitthvaö meira en litiö aflagaö innra meö þér og slíkt mætti vissulega meö þaö sama fella undir einhvers konar bilun. Framsýnir eöa skynjendur fyrirboöa ættu ekki aö þurfa aö óttast aö vera álitnir geöveikir v^gna þess aö þeir eru óneitanlega aö upplifa fyrirfram raun- veruleika sem skýrir sig venjulegast fyrr eöa síöar. EKKERT AÐ ÓTTAST Engin ástæöa er fyrir þig eöa aöra skynjendur fyrir- boöa eöa annars konar sjáendur aö hræöast afdrif sín. Þaö getur ekkert illt eöa skaölegt hent þó fús- lega beri aö viöurkenna aö svona nokkuð getur fengiö hárin til að risa og hjartað til aö slá ögn örar. Allir skynjendur eöa sjáendur ættu aö lifa svona nokkuö af. Kannski hræöumst viö flest sem viö get- um ekki fært rök fyrir og séö fyrir endann á meö það sama. Frh. á bls. 48 18. TBL. 1992 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.