Vikan


Vikan - 03.09.1992, Síða 52

Vikan - 03.09.1992, Síða 52
ástfangið par, en unga fólkið varð að skiljast þegar annað þeirra hélt til Ameríku. Þetta sama kvöld ákvað Ron Howard að gera mynd um írska innflytjendur í Amer- íku á síðustu öld. Þegar þeir Bob Dolman hófu svo sam- starf varö Ijóst aö kapphlaup- ið til Oklahoma yröi þýðingar- mikill þáttur i myndinni. Við gerð sögunnar studdist Bob Dolman fyrst við amer- ískar og írskar sögubækur til 'aö afla sér traustra heimilda um þennan tíma. „Þær eru mjög góöar svo langt sem þaö nær en atburöirnir fóru ekki að lifna við fyrr en ég komst yfir bréfabunka frá síð- ustu öld. Bréfin skrifaöi kona sem var á leiöinni til Okla- homa til að hitta mann sinn á nýjan leik. „Þau voru fyndin, spennandi og full af lífi - eins og unga fólkið sem myndin fjallar um.” ÞAU ERU LÍKA PAR í RAUNVERULEIKANUM Ron Howard leikstjóri fullyrðir að Tom Cruise hafi verið efst- ur á lista síöan persónan Jos- eph varö til í huga hans. Hins vegar hélt hann fyrst í stað að Cruise heföi ekki áhuga á hlutverkinu og myndi þar að auki fara fram á allt of há laun ef svo ólíklega vildi til aö hann gæfi kost á sér. Raunin varö samt sú að árið 1989, þegar leikarinn fékk handritiö fullbúiö í hendur og tilboð um að leika í myndinni fyrir á- kveðna upphæð, tók hann því. Hann sagðist þá einmitt SOKKASKÓR Nýjasta tíska frá Ítalíu Sendi í póstkröfu um land allt. Sími 91-11097 hafa veriö á höttunum eftir rómantísku hlutverki af þessu tagi og hann hefði strax kunn- að mjög vel viö Joseph Don- elly. Þaö var hins vegar Brian Grazer sem fyrstur fékk þá hugmynd að fá áströlsku leikkonuna Nicole Kidman í hlutverk Shannon. Hann hafði hrifist af henni þegar hann sá hana leika í Dead Calm og hugsað með sér aö þessa leikkonu þyrfti hann einhvern tíma aö fá í aöalhlutverk. Þegar Shannon leit svo dags- ins Ijós var hann sannfæröur um aö Kidman væri rétta leik- konan. Þegar Tom Cruise hafði tekið aö sér aöalhlutverkið var Nicole Kidman líka komin efst á lista þeirra leikkvenna sem Ron Howard taldi hæf- astar til þess að fara meö móthlutverkiö. „Tom hafði getið þess að hann hefði haft mikla ánægju af því að starfa meö henni í myndinni Days of Thunder. Ég sagði honum að þetta væri skemmtileg tilviljun því að við værum einmitt þeirrar skoðunar að hún væri best fallin í hlutverkið,” segir Howard. „Þegar ég sagöi Bri- an frá samtali okkar sagöi hann: „Ron, hvernig væri aö þú læsir dagblöðin öðru hverju. Veistu ekki aö þau hafa verið aö slá sér upp saman?”" Tom Cruise undirbjó sig mjög vel fyrir leik sinn í Far and Away eins og hann hefur ævinlega gert þegar hann hefur tekiö að sér viðamikil hlutverk. Þegar hann lék í Taps vann hann aö því mán- uðum sama að komast í það form sem til þurfti til að leika ofstopafullan herskólanema og fyrir Born on the Fourth of July lagði hann sig fram um aö skilja sem best þá veröld sem bæklaöur maöur í hjóla- stól þarf að lifa í og reyndi þannig að setja sig sem best í „spor” hans. Hann þurfti ekki að þjálfa sig jafnmikið líkam- lega fyrir Far and Away en mörgum kemur á óvart að heyra hann tala með hreinum og tærum írskum hreim sem hann hefur náð undraverðum tökum á. Um þessa bíómynd er unnt að skrifa miklu lengra mál en þetta veröur látiö nægja aö sinni að þessu viðbættu: Hún segir skemmtilega og merki- lega sögu sem frábærir leikar- ar gera Ijóslifandi meö hjálp fullkomnustu tækni í kvik- myndagerö sem völ er á og ber þar kvikmyndatökuna hæst. □ 52 VIKAN 18. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.